Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 31
Þegar hin fyrsta tilraun hafði lánazt, hélt Ford
þeim áfram og smíðaði nýjar bifreiðir, en fór sér að
engu ótt. Hann var í pjónustu Edisonsfélagsins um
þessar mundir, en lét af því stárfl í ágústmánuði
1899 og stofnaði þá félag með nokkurum mönnum til
þess að smiða bifreiðir. Fohd var framkvæmdastjóri,
en samdi ekki við félaga sína og sleit félagsskaþ við
þá vorið 1902, leigði sér lítið smíðahús og hélt enn
áfram tilraunum síeum, þangað til hann sto'fnaði
Ford-félagið í Detroit árið 1903. Höfuðstóll þess var
100 þúsundir dollara. Félaginu vegnaði vel, en Ford
sá skjótt, að hann yrði að eiga fullan helming hluta-
bréfa, til þess að koma tillögum sínum fram, og árið
1906 hafði hann auðgazt svo, að honum tókst að
kaupa það, sem á vantaði, til þess að eiga fullan
helming hlutanna. Árið 1919 keypti einkasonur hans,
Edsel Ford, hlutabréf allra annarra hluthafa félagsins
og greiddi þeim 12 500 dollara fyrir hvern hundrað
dollara hlut. Hafa þeir feðgar síðan átt félagið tveir
einir, en allir hinir fyrri félagar þeirra vóru orðnir
stórauöugir, þegar þeir seldu hlutabréf sín.
Ef skýra ætti greinilega frá viðgangi Ford-félagsins,
þá væri það efni í stóra bók. í stað þess skal hér
að eins birt skýrsla, er sýnir, hve margar fólksflutn-
ingabifreiðir hafa verið smiðaðar í verksmiðjum fé-
lagsins á hverju starfsári, síðan 1909.
Ár
Tala bifreiða
1909- 10
1910- 11
1911- 12
1912- 13
1913- 14
1914- 15
1915- 16
1916- 17
18 664
34 528
78 440
168 220
248 307
308 213
533 921
785 432
(27)