Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 66
skúr áföstura við það, Húsið stórskemdist af
dæluvatni og innanstokksmunir skemdust mikið.
Apríl 11. Kviknaði í húsi við Bræðraborgarstíg i Rvík
og brann það alt innan og litlu varð bjargað af
innanstokksmunum. (
— 14., aðfn. Strandaði á Grírasstaðafjöru i Meðal-
landi færeysk fiskiskúta, Navarsteinur. Mannbjórg
varð.
í þ. m. fyrirfór sér geðveikur maður í höfninni
á ísafirði.
Maí 4. Féll maður í Rvík ofan í skipslest og meiddist
svo að dró hann til dauða, 7. s. m.
í júní drukknaði ungUngsstúlka í Mývatni. - Varð
maður á Húsavík undir vélbáti, sem verið var
að hrinda á flot, og kramdist maðurinn til
bana.
Júlí 4. Datt maður i Rvik af hjóli og beið bana af,
6. s. m.
— 18. Brann hús í Borgarfirði eystra. Litlu eða engu
varð bjargað af innanstokksmunum.
— 26. Drukknaði maður I Bolungarvík.
— 30. Kviknaði í vélbáti, Svöfu, við bryggju á Seyð-
isfirði. Skipstjórinn og vélstjórinn voru staddir í
skipinu. Eldurinn læsti sig í föt þeirra og þeir
köstuðu sér í sjóinn til að slökkva í þeim. Skip-
stjórinn drukknaði, en vélstjórinn komst í land
allmikið brunninn á höndum og fótum. í bátnum
tókst að slökkva, en hann skemdist tahvert. Skip-
stjórinn hét Sveinn Sigurðsson.
Agúst 1. Drukknaði maður af vélbáti á Húnaflóa.
— 2. Drukknaði maður við bryggju á Akureyri. Hét
Guðmundur Vigfússon og var skósmiður. Fæddur
s/9 1864. i
— 10. Brann hús í Stykkishólmi og talsvert i því af
innanstokksmunum.
— 27., aðfn. Formaður af vélbáti, Emmu, Hallgrímur
(62)