Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 48
Júlí 8. Ameríkst skemtiferðaskip stórf, Franconia, kom
til Rvíkur. Stóð við í 2 daga.
— 21. Pýzkt skemtiferðaskip stórt, Múnchen, kom til
Rvíkur. Stóð við í 2 daga.
í þ. m. fóru nokkrir piltar og nokkrar stúlkur
úr ípróttafélagi Rvíkur í sýningarför víða um
landið. — Danskur söngtlokkur, Studentersang-
foreningen, söng i Rvík og á Akureyri.
Ágúst 9. Sundskálinn í Örfirisey vigður. — ípróttamót
hjá Ferjukoti. — Álafosshlaup. Keppendur 2 og sá
er hlutskarpari varð heitir Magnús Guðbjörnsson.
— 23. Erlingur Pálsson yfirlögreglupjónn í Rvík synti
úr Viðey til Rvíkur, um 5'/« km., á 2 klst., 40 mín.
og 22 sek. — Hafnarfjarðarhlaup háð.
í p. m.(?) gaf Magnús Benjamínsson úrsmíðameist-
ari í Rvík bænum stundaklukku og er hún í for-
dyri Eimskipafélagshússins. — Hélt merkur er-
lendur fiðluleikari, H. Smith-Reinecke, hljómleika
i Rvík.
Sept. 28. Kom til Rvíkur heimsfrægur ungverskur
fiðlusnillingur, Emil Telmányi, og hélt hljómleika.
Fór a2/io.
í p. m. söng pýzkur stúdentaflokkur í Rvík og
viðar. — Sæsíminn slitnaði fyrir sunnan Færeyjar.
Okt. 22. Stórflæði í Bolungarvík. Olli talsverðum
skemdum.
— 23. Tíu ára afmæli Sjómannafélags Reykjavíkur.
Minningarrit var gefið út.
— 25. Hófust ritsímkapptöfl milli íslenzkra skák-
manna (í Rvík) og norskra (í Osló). (Þeim lauk
ekki fyrri en í apríl 1926).
— 29. Kom íslenzka 2 kr. og 1 kr. myntin.
í p. m. voru haustleikmót Skáta i Rvík.
Nóv. 19. Fimmtíu ára afmæli Thorvaldsensfélagsins.
Félagið gaf Rvík 50 pús. kr. til barnahælis og dóm-
kirkjunni í Ryík gólfábreiðu forkunnar fagra, er
hafa á kringum skírnarfontinn.
(44)