Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 34
skyldi vera 5 dollarar á dag, og var pað miklu hærra
kaup en pá tíðkaðist hjá öðrum. Jafnframt stytti
hann vinnutíma um eina stund á dag, og siðan er
unnið 8 stundir á dag í öllum verksmiðjum hans.
Póttu pessar ráðstafanir hans svo djarflegar, að flestir
spáðu pví, að hann yrði gjaldprota innan skamms.
Pær hrakspár rættust pó ekki, og síðar hækkaði hann
lágmarkskaup verkamanna sinna um einn dollar á
dag, en flestir njóta enn hærra kaups. Pó hefir hann
i pjónustu sinni fjölda marga bæklaða menn ogjafn-
vel blinda, en hefir látið velja hverjum manni starf
við hans hæfi. Að öllu öðru leyti hefir hann látið
'sér mjög annt um hag starfsmanna sinna, séð peim
fyrir góðum húsum með stórum lóðum, látið reisa
fundarhús, sönghallir, skóla og sjúkrahús, látið gera
leikvelli og margt fleira, verkamönnum til gagns og
gleði. — A hinn bóginn krefst hann strangrar reglu-
semi, stundvísi og bindindis af starfsmönnum sínum.
En fúslega gangast menn undir pann aga, sem á pá
er lagður, og margir hafa orðið að nýjum og betri
mönnum í pjónustu Fords.
Henry Ford má telja með merkustu mönnum, sem
uppi eru, og svo er hann vinsæll og mikils metinn,
að talið er, að hann gæti öðlast forsetatign i Banda-
ríkjunum, ef hann vildi.*)
B. Sv.
------------ f v. • t / /
Lord Leverholme.
Allir pekkja »sólskinssápuna«, en hitt er síður, að
menn pekki pann mann, sem hún er frá komin. —
*) Ford hefir ritaó ævisögu siua, og lieitir hún á ensku: My
Life and Work by Henry Ford. London: William Heinemann
Ltd. Hún heíir veriö þýdd á dönsku. — Kom fyrst ut 1922 og.
margsinnis síðan. Margt i ofanskráðri grein er tekið úr bók þessari
(30)