Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 67
GuöjónssoD, féll útbyrðís og drukknaði. Það var
úti fyrir Sandgerði.
Ágúst 30., aðfn. Beið maður í Rvík bana af eitri. —
Hvarf Norðmaður af síldveiðaskipi á Seyðisfirði.
í p. m. festist vélstjóri á vélbáti, Gylfa, í hjól-
reim vélarinnar; barst undir sveiflubjólið og beið
pegar bana af. — Drukknaði maður í Pverá í
Eyjafirði. — Féll skipstjóri á pýskum botnvörp-
ungi nálægt Vestm.eyjum niður í vélarrúmið og
dó hann pegar.
Sept. 1., aðfn. Féll vélstjóri af norsku skipi, Roald,
útbyrðis á Eyjafirði og drukknaði.
— 5. Brann bíll í Hafnarfirði.
— 12. Rákust tveir vélbátar á á Ólafsfirði. Rögnvaldur
G. Gíslason kaupmaður par, var á öðrum bátnum
og reyndi að afstýra árekstrinura, en fékk högg
svo mikið að hann dó af pví. Var ungur að aldri.
— 13. Strandaði á Smyrlabjargafjöru í Suðursveit
pýzkur botnvörpungur, Regensburg. Mannbjörg
varð.
— 19. Vélbátur með 5 manns fórst á Breiðafirði.
—■ 21., aðfn. Dó á Seyðisfirði maður er hafði í mis-
gripum drukkið ópíum kvöldið áður.
— 27. Strandaði á Mýrdalssandi pýzkur botnvörp-
ungur, Otto Flohr. Mannbjörg varð.
í p. m. dó á Akureyri maður af afleiðingum af
byltu.
Okt. 2. Drukknaði maður á Porskafirði.
— 18. Árni Einarsson í Fosston Sask. í Vesturheimi
drukknaði. Var 58 ára gamall.
— 22. Hvolfdi róörarbáti í lt ndingu við Reykjaströnd
og drukknuðu 2 menn.
Nóv. 3., aðfn. Strandaði á Steinsmýrarfjöru á Meðal-
landi pýzkur botnvörpungur, Hans von Pritzbuer.
Mannbjörg varð.
Nóv. 14,(?) Strandaði á Breiðamerkursandi vélskip,
(63)