Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 33
getur einn naaður unnið það, sem margir unnu áður.
Vinnunni er hagað svo, að hver maður þurfi sem
fæst og auðveldust handtök að taka, einn tekur við
af öðrum, og öll verkfæri eru svo góð og fljótvirk
sem fremst má verða. — Margir óttast slíka véla-
vinnu og segja, að hún geri mennina »að vélum«,
þ. e. heimska og einræna. Ford kveðst hafa látið
rannsaka þetta margsinnis á mönnum, sem unnið
hafi sama handtakið ár eftir ár, og hafi þeir engan
hnekki beðið, hvorki á sálu né líkama.
Ford er einhver mesti iðjumaður, sem sögur fara
af, og munu þess engin dæmi, að einn maður hafi
komið jafnmiklu í framkvæmd sem hann. Hefir starf
hans verið nefnt »kraftaverk vorra tíma«. Árið 1925
keypti hann nokkur fiutningaskip, sem stjórnin átti.
Utgerð þeirra hafði ekki borið sig, og vildi Ford
reyna, hvort ekki mætti kippa því í lag. Hann lét
það vera sitt fyrsta verk að hækka kaup allra, sem
ráðnir vóru á skipin, en að öðru leyti hefir ekki
heyrzt getið um útgerð þessa. Fyrir fáum árum keypti
hann járnbraut, sem verið hafði í niðurníðslu um
hrið, en ekki leið á löngu áður en hún tók að bera
sig. Hann hefir rekið búskap á óðali ættar sinnar
og notar þar vélar við alla erfiða vinnu; hefir bú-
skapur hans borið sig vel. Enn á hann námur og 4
skóga, og heíir sjálfur lagt á ráð um rekstur allra
þessara eigna.
Loks er þess að geta, sem mest er um vert, að
störf hans öll hafa hnigið að almannaheillum, og
állir iðjuhöldar Bandarikjanna hafa farið að dærai
hans i margháttuðum umbótum. Á styrjaldarárunum
reyndi hann að koma á friði hér í álfu, og varði til
þess miklu fé og fyrirhöfn, og þó að það tækist ekki,
hlaut hann maklegt lof fyrir þau afskifti sin. — Hann
varð manna fyrslur til þess að hækka kaup verka-
manna sinna, svo að um munaði. I janúarmánuði
1914 ákvað hann, að lágmarkskaup verkamanna sinna
(29)