Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 101
ekki sagt að svo stöddu; hann verður eftir þvi
minni sem meira hey er þurkað í einum stað, en
sennilega fcr hann ekki fram úr einum eyri á pund-
ið. Pó er líklegt, að taða þurfi nokkuru meira þurk
en útlent hey.
Brezka búnaðarmálasljórnin ætlar nú að láta gera
nýja tegund þurkunarvéla, sem smíðuð verður og
reynd á þessu sumri (1926), og ef hún reynist svo
vel sem húizt er við, þá mun verða reynt að fá eina
vél hingað til reynslu í sumar. Ef úr því verður,
mun verða skýrt frá því í næsta árgangi Almanaks-
ins, hvernig hún reynist. B. Sv.
Ferill steinolíndropa.
Enskur ferðamaður, sem nýlega kom til steinolíu-
námanna í Suður-Persíu, lýsir því í neðanskráðri
smágrein, hvernig steinolían flyzt lengst neðan úr
iðrum jarðar til sölustaðanna í Lundúna, og kallar
hann greinina »feril steinolíudropa«. Námahéraðið er
kallað Nafta-slétta, og fljdjast þaðan fimm miljónir
smálesta af olíu á ári hverju.
»Ógerlegt væri að lýsa öllu, sem sjá má á Nafta-
sléttunni, án þess að lesandinn ruglaðist í því, en
menn geta ef til vill gert sér nokkurn veginn gréini-
lega hugmynd um höfuðatriði námarekstrarins og
oliutlutuinganna, ef þeir reyna að fylgja ferli eins
steinolíudropa. Pessi dropi hefir legið í bezta næði
árum saman, — við þurfum ekki að brjóta heilann
um, hve lengi hann hafi legið, — tveim til þrem þús-
und fetum fyrir neðan yfirborð jarðar, í holóttri
klöpp, sem kölluð er Asmarí-kalksteinn. En svo
kemur allt í einu að því, að dropi þessi og félagar
hans, sem þarna hafast við, verða fyrir skyndilegu
(97) ' 7