Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 64
Seint á árinu dóu: Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í
Austvaðsholti i Rangárvallasýslu og Kristjana Jóns-
dóttir í Reykjarfirði í Suðurfj hr. í Barðastr.sýslu,
fædd */u 1828.
(1924 dóu: ,#/» Pétur Jónsson bóndi á Borðeyri. —
10/t Sigurður Magnússon bóndi í Broddanesi og hrepp-
stjóri, f. 6/« 1856. — S5/8 Stefán Einvarðsson bóndi í
Hítarnesi; 64 ára gamall. — a4/18 Sigurrós Hjálmars-
dóttir i Helene í Montana í Bandarikjunum; var
ekkja frá Marðarnúpi í Vatnsdai, iædd ls/u> 1834.
Á pví ári dó Sigurður Jónasson bóndi á Svertings-
stöðum í Miðfirði, fæddur 1841),
i. Slysfarir, brunar og skipskaðar.
Jan. 8. Strandaði enskt kolaskip, e. s. Riding, á
Skarðsfjöru í Meðallandi. Mannbjörg varð.
— 13. Strandaði hjá Porlákshöfn enskur botnvörp-
ungur, Viscount Allenby. Mannbjörg varð.
— 15. Drukknaði háseti af botnvörpungi, Snorra goða.
— 17. Strandaði við Óshlíð vélbátur, Hákon. Mann-
björg varð.
— 21. Sunnanlands og vestan brotnuðu ýmist eða
sukku nokkrir vélbátar og nokkrir aðrir bátar
eyðilögðust, og í Grindavik fórst margt sauðfé.
— 25. Pýzkur botnvörpungur, Wilhelm Jiirgens, rakst
á Eindrang, vestur af Vestm.eyjum, og sökk, og
drukknaði einn skipverja.
— 27., aðfn. Fórst pýzkur botnvörpungur, Bayern,
með allri áhöfn, undir Hafnarbergi.
í p. m. drukknaði íslenzkur háseti af erlendu
skipi. — Tók snjóflóð í Dýrafirði fjárhús með
nokkrum kindum í, er allar fórust.
Febr. 7, Fórst fyrir Stafnesi vélbátur, Solveig, með 6
manns. Formaðurinn hét Björn H. Guðmundsson.
— 7. eða 8. Fórust á Halamiði tveir botnvörpungar,
Leifur heppni, frá Rvík, með 32 manns, og Field-
Marshall Robertson, frá Hafnarfirði, með 35
(60)