Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 88
er ranglega talinn sonur þeirra Solveigar í heimildum
þeim, er fyrr getur, en kirkjubækurnar sjálfar taka
af skarið í þessu efni). Vorið 1817 slitu þau Solveig
samvistir, enda liafði lengstum farið allilla með þeim,
hún skapstór og afbrýðissöm, en hann glettinn og
striðinn. Bar snemma á misklíð með þeim, og er að
dæmum haft, að eitt sinn fyrir hjónaband þeirra, er
þau voru lofuð og áttu heima á Grund, hafi komið
þar stúlka og beiðzt fylgdar yfir Dalsá. Enginn var
við látinn að fylgja stúlkunni, nema Niels. Á leiðinni
ofan við Dalsáreyrar, er hamar, kallaður Katthamar.
Níels var glaður í bragði, er hann kom heim, lét vel
yfir ferðinni og kastaði fram vísu þessari:
Á var ferð um eyrarnar
einn og þangað fylgdi
baugagerði í bragði snar;
blessaður verði hann Katthamar.
Solveig reiddist vísunni og kvað flestu gamni fylgja
nokkura alvöru; var hún lengi óhýr í bragði við
Níels. í*á kvað hann:
Mig má enginn síðan sjá,
sízt með lund ógramri,
að eg fylgdi gullhlaðsgná
gleiður að Kattarhamri.
Níels réðst í lausamensku vestur í fremri Skörð, er
þau Solve(|< brugðu búi. Pá kvað hann að skilnaði:
Var mér hösluð veigsól fast,
víginu snart mun lina;
nú skal özla og andskotast
innan um veröldina.
Eftir þetta var Níels fyrst í kaupavinnu á sumrum
og vann að húsagerð á vorum, ýmist í Skagafiröi
eða um Húnavatnsþing. En á vetrum mun hann hafa
farið í milli kunningja sinna, enda kallar Guðmundur
Ketilsson, bróðir Natans, hann flakkara (»flakkmann«)
í einni skammavísna sinna. Á þessum árum átti
Níels, segir Ólafur í Ási, börn nokkur (2 eða 3); dóu
(84)