Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 39
atriðí í þeina er það, að »f'yrírskipauír geta énga hefð
fengið, ef þær eru óskynsamlegar eða ekki nauðsyn-
legarcf.
Pau atriði, sem hér hafa verið nefnd, munu geta
gefið lesöndum nokkura hugmynd um athafnir Lord
Leverhulmes og hversu mannkostir hans komu stöð-
ugt í ljós í starfsemi hans. Hér er þess, því miður,
ekki kostur að tysa honum persónulega frekara en
fram kemur af verkum hans. Pó get eg ekki stilt mig
um að geta atviks úr viðskiftum hans, sem mér virð-
ist lýsa manninum nokkuð, þótt vera kunni, að ekki
skifti miklu máli. — Svo stóð á, að Lord Leverhulme
lét vinna hráefni í svertingjaiandi einu, og kom vel,
að þar yrði sem mestu afkastað. En svertingjar viku
aldrei frá þeirri venju, að wláta hverjum degi nægja
sína þjáning« og unnu ekki nema svo, að kaupið
hrykki fyrir daglegum útgjöldum. — Með þessu varð
litlu afkastað, því að kaupið var svo hátt, að vinnu-
tima þurfti ekki nema örstuttan. Kom þá Lord
Leverhulme það snjallræði i hug að setja upp kvik-
myndahús handa svertingjunum. Varð það til þess,
að þeir vöndu mjög komur sínar þangað, en við það
jukust útgjöld þeirra, sem varð þess valdandi, að
þeir sáu sinn hag vænstan í því að vinna lengur en
áður. .
Lord Leverhulme sat á þingi eitt kjörtímabil og
fylgdi frjálslynda flokknum.
P. Sv.
F. v. Bodelschwingh,
þyzknr mnnnvinnr.
í stóru löndunum eins og Pýzkalandi skifta olboga-
börn mannlífsins tugum þúsunda. Raunar mun óvíðar
(35)