Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 30
að stunda vélfræði, og sjálfur telur hann þetta merk-
asta viðburð æsku sinnar. — Sama ár eignaðist hann
úr, sem hann fekk miklar mætur á, og leið ekki á
löngu, áður en honum tókst að taka það sundur og
setja saman, tilsagnarlaust. Tveim árum síðar var
hann orðinn ieikinn úrsmiður, þó að tæki hans væri
ekki merkileg. — Seytján ára gamall tók hann að
nema iðnfræði og átti að vera þrjú ár að námi. En
lionum sóttist námið svo vel, að hann var fullnuma á
skemmra tíma. Pá stundaði hann úrsmíðarí tómstund-
nm 'sínum hjá lærðum úrsmiðum, og ætlaði jafnvel
að gera sér þá atvinnu að ævistarfi, því að honum
sýndist, að smíða mætti sæmilega gott úr fyrir svo
sem eina krónu og tíu aura, en þó hvarf hann frá
því starfi. Að loknu vélfræðanámi vann hann nokkuð
að viðgerð gufuvéla, og var þá mjög hugleikið að
finna upp hagkvæmar vélar til að draga plóga, en
varð minna ágengt en hann vildi. — Þegar »gasólín-
vélar« komu til sögunnar, — en þær vóru fyrst
reyndar í Englandi —, Iagði hann mikla stund á að
kynnast þeim, og var þá enn ríkast í huga að finna
dráttarvél til að drága plóga. Yrði of langt mál að
skýra frá öllum þeim tilraunum, en það er skemmst
af að segja, að árið 1892 tókst honum fyrst að gera
vagn, sem gekk fyrir »mótor«, og var hann reyndur
vorið 1893 og gafst vel. Var það hin fyrsta bifreið
hans, og er hún enn í eigu Fords — og geymd eins
og dýrgripur. Vélin sjálf er með svipaðri gerð eins
og allar síðari bifreiðavélar Fords.
Pessi »gasólín-vagn«, sem svo var kallaður, var
lengi eina bifreiðín í Detroit og þótti ekki góður
gestur, því að hún var »hávær« og fældi hesta. Hún
þótti og tefja umferð, því að fjöldi fólks þyrplist að
henni, hvar sem hún nam staðar, og aldrei mátti
Ford ganga frá henni á götum borgarinnar, því að
þá reyndu menn að koma lienni af stað.
(26)