Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 49
Nóv. 29. Niðuijöfnunarnefnd Reykjavíkur endurkosin.
— Vínsmyglunarskip frá Hamborg tekið f Vest-
mannaeyjum og *j « s. á. voru sökudólgarnir
dæmdir og skipið gert upptækt með öllu áfengi.
í þ. m. stofnað Radio-félag (Viðvarps-félag) i Rvík.
Des. 1. Fullveldisdagurinn.
— 6.—-10. Ofsaveður. Eyðilagðist sjóvarnargarður á
Sauðárkróki og hafskipabryggjur á Bakka við
Siglufjörð. — Nokkurar skemdir urðu á Seyðisíirði
og víðar, og símar slitnuðu mjög um alt land.
— 10. Víðvarpsstöðin kom til Rvíkur.
— 12. Stofnað í Rvík Söngfélag stúdenta, í stað Stú-
dentasöngkórsins.
— 15. Stofnað í Rvík hlutafélag til að koma upp
samkomuhúsi og heimili fyrir konur, á lóð þeirri
á Arnarhóístúni i Rvík, er Alþingi lét í té í þessu
augnamiði.
t þ. m. var samningi milli íslands og Danmerk-
ur og Mikla norræna ritsímafélagsins, um síma
samband milli íslands, Færeyja og umheimsins
lokið.
Um vorið fundust dysjar norðan við Pórsmörk og
S8/» s. á. rannsakaði fornminjavörður þær og fundust
þar bein manns og hests, spjótsoddur o. fl. — Um
sumarið gaf póststjórnin út ný frímerki, 7, 20, 35 og
50 aura, og eru með myndum af islenzkum bygging-
um og landslagi. — Rannsakaði dýrafræðingur aust-
urríkskur, dr. Fr. K. Reinsch, smádýralif í ýmsum
veiðivötnum og átn hér á landi. — Rannsakaði grasa-
fræðingur danskur, Möhlholm-Hansen, gróður víða á
landinu. — Rannsakaði danski sendiherrann, Fon-
tenay, vesturbrún Vatnajökuls. Fór um áður ókunn
svæði og fann ókunn fjöll, ár, stöðuvötn, hraun-
breiður og hraungjá sem er rúm míla á lengd. —
Stundaði skotskt hafrannsóknaskip, Explorer, rann-
sóknir umhverfis landið. Foringi leiðangursins dr.
Bowman. — Pýzkur vísindaleiðangur stundaði líf-
(45)