Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 69
í þ. m. féll snjóílóð á anrtan bæínn á Sviðningí
í Kolbeinsdal. Voru í bænum 6 manns og fórust
bóndinn (hét Sölvi Kjartansson), eitt barn og göm-
ul kona, en hinu fólkinu varð bjargað. Flóðið tók
fjárhús með 26 kindum í, er hinn bóndinn átti,
og fórust þær allar. Einnig fórust 2 kýr og flóðið
tók og heystöð. — Brann verzlunarhús á Skálum
á Langanesi.
Benedikl Gabríel Benediktssön.
Sólskin.
Tuttugu og fimm ár eru liðin síðan það atvik vildi
til, að sjúklingur, sem særzt hafði miklu holundar-
sári, var fluttur á spítala einn í Sviss. Prátt fyrir
venjulegar aðgerðir, gekk treglega að græða sár sjúk-
lingsins. Einn bjartan sólskinsmorgun, þegar verið
var að sinna um sár hans, kom ylirlækninum til
hugar að lofa sólinni að skína á það. Petta reyndist
vel. Brátt dró úr útferðinni, og maðurinn greri miklu
fyrr en við mátti búast. Yfirlæknirinn, I)r. Bernhard,
reyndi því við fleiri sjúklinga, og varð yfirleitt góður
árangur af þvi, að sóla sár, sem erfitt var að græða
með öðru móti. Sólskinið þótti eiga einkanlega vel
við berklasár. í fyrstu sólaði Dr. Bernhard eingöngu
sjálf sárin, en síðar var tekið að sóla allan sjúkling-
inn. Á siðasta aldarfjórðungi hefir verið komið á fót
mörgum sólskinsspítölum í Alpafjöllum. Á háfjöllum
er sólskinið kraftmeira, en við sjávarmál, og þykja
lækningarnar takast bezt á fjöllum uppi. Verður nánara
vikið að þessu atriði síðar.
Sólskinslækningar eru ekki nýjar. Frá elztu timum
hafa menn dýrkað sólina og haft réttar hugmyndir
um hollustu sólarljóssins. Fornfræðingar hafa bent
(G5) 5