Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 107
höfðingja borgarinnar. Spurði þá höfðinginn, hvað
mikið herförin myndi kosta konunginn. »Svo og svo
margar miljónir«, svaraði ræðismaður. »Segið þá
konungi yðar«, svaraði höfðinginn, »að ef hann gefur
mér helminginn, sé eg fús á að skjóta á borgina, svo
að ekki standi þar steinn yfii' steini«.
Mannvinur (við beiningamann): »Komið þér nú enn
og biðjið um skó? Hvað hafið þér gert við þá, sem
eg gaf yður vikuna sem leið?«
Beiningamaðurinn: »Eg bið afsökunar. Við sváfum
saman í nótt, vinur minn og eg, og hann vaknaði á
undan mér«.
»•
í ófriðnum mikla varð söðlasmiður einn svo áfjáður,
að hann keypti sér stóreflis-jarðlíkan, til þess að geta
fylgzt betur með. Skömmu síðar heimsókti hann
vinur hans og mælti: »Hvað ætlarðu að gera við
þenna hnött?«
»Hann er afbragð, til þess að geta fylgzt með i
ófriðnum, eins og þú sérð. En það þykir mér verst
að geta hvergi fundið England«.
»England, hvað er að tarna, þarna er það!«
»Ertu alveg frá þér, þarna stendur Stóra-Bretland«.
Prófessor (við stúdenf, sem er að taka próf í guð-
fræði): »Nú, hvernig gat Jónas komizt í kvið hvalsins?«
Slúdeníinn: » . . . Jónas? Jú, fyrst var nú það, að
hann va,r einn af minni spámönnunum. í öðru lagi
var hann Gyðingur, og þeir smeygja sér inn alstaðar,
og og . . .«
Prófessorinn: »Og hvað meira?«
Stúdentinn: »Og ofan á allt saman var þelta mikið
kraftaverk af drottni«,
Forstöðumaður hjónabundsskrifslofu: »Áður en eg
get ábyrgzt yður konu, þá verðið þér að skilja eftir
(103)