Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 91
hann var, fyrr en eftir aö hann hafði kysst hann. Pá
varö Guðmundi aö oröi:
Aðgæzlan er öllum hent,
ekki sizt á kveldin;
pví mun eg sem barnið brennt
betur forðast eldinn.
Mér varð á, sem mengið fann,
meira en lítil skyssa,
að eg skyldi andskotann
ófyrirsynju kyssa.
En Niels bætti þegar við:
Og til hans tölta stig.
Að honum vinar á cg traust,
ef hann vandar sig,
en öllum þykir þakkarlaust,
þótt hann heiðri mig.
Síra Porleifur á Skinnastöðum getur þó heimildar,
er hermir, að Níels hafi verið gesturinn og varpað
fram fyrstu erindunum, en Bólu-Hjálmar sá, er inni
sat og Niels kyssti og botnaði með siðasta hlutanum.
Eitt sinn kom Níels i búð á Akureyri; þar var fyrir
Hans Hjaltalin, er fyrrum stýrði verzlun á Raufar-
höfn. Níels tók að lesa upp kvæði fyrir Hans. Hans
hafði þann kæk, að hann hló stundum griðarlega.
Svo kom, að hann fekk hláturkast af einhverju því,
sem Níels þuldi, og sagði síðan: »Mikill dæmalaus
maður eruð þér, Níels«. Pá sagði Níels: »Ekki er eg
dæmalaus, en dæmafár«.
Níels hafði það til að verða nokkuð utan við sig
stundum. Eitt sinn, er hann bjó í Brekkukoti, lagðist
kona hans á sæng. Bjóst þá Níels að fara til næsta
bæjar, Syðri-Brekkna, að sækja yfirsetukonu. Betta
var að morgni dags að vetrarlagi. Svo er landslagi
háttað milli Brekknakots og Brekkna, að þar eru
ásar og fenflóar milli ásanna. Veður var hið bezta
um daginn, en svo leið og beið, að ekki kom Níels
aftur heim né ljósmóðirin. Fæddist barnið hjá konu
(87)