Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 29
Henry Ford.
Henry Ford er kunnastur allra iðjuhölda, sem nú
eru uppi, og einhver auðugasti maður í heimi. Hann
er hugvitsmaður mikill, og honum tókst, fyrstum
manna, að smíða bifreiðir, og varð sú iðja uppliaf
auðæfa hans. Bifreiðir pær, sem hann hefir látið
smíða, skifta mörgum miljónum og hafa dreifzt um
lönd öll.
Henry Ford fæddist á bændabýli nálægt Deaborn
i Michigan-fylki í Bandaríkjunum 30. dag júlímánaðar
árið 1863, og er af bændaættum kominn. Hann ólst
upp við algenga sveitavinnu hjá foreldrum sínum, og
segir hann svo sjálfur, að sér hafi þcgar á barnsaldri
fundizt sveitamenn purfa að leggja of mikið að sér
við vinnu, en bera þó lítið úr býlum. Pvi var það,
að hugur hans snerist allur um það, frá æskuárum,
að finna einhverjar vélar til þess að létta vinnu
bænda og greiða fyrir flutningum þeirra. Hann átti
sér snemma ofurlítið smiðahús og safnaöi þangað
hvers konar áhöldum og smíðaefni, sem hann komst
yfir. »011 barnaleikföng mín voru verkfæri — og eru
enn!« segir hann sjálfur. — Móðir hans var vön að
segja, að hann væri afæddur hugvitsmaður«, en föður
hans fannst fátt til um heilabrot og athafnir sveinsins.
Pegar hann var á þretlánda ári, var hann eitt sinn
að fara til Detroitborgar í hestvagni, og varð þá á
vegi hans vegavél, sem gekk fyrir gufu, og einn
maður stýrði. Hafði hann aldrei áður séð slíkt furðu-
verk. Yildi þá svo vel til, að vélstjórinn nam staðar,
til þess að hestarnir fældist ekki, en drengurinn
sætti færi, hljóp út úr vagni sínum lil vélstjórans,
fekk að skoða vélina vandlega og skildist þegar, af
frásögn mannsins, hvernig hún væri knúin áfram. —
Petta litla atvik jók mjög löngun drengsins til þess
(25)