Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 44
og varð brátt deildarstjóri þar, 19 ára þá; en er
minnst varði, hlaut hann að hverfa þaðan aftur fyrir
misklíð nokkura, er ekki varð jöfnuð. Stúlkuna bað
hann þó minnast þess, að fundum þeirra myndi bera
saman, þótt seinna yrði.
Leið nú svo nokkur tími, að ekki sþurðist til Ern-
ests, en aðgerðalaus var hann samt ekki: Hann verzl-
aði til og frá með ýmsan smávarning, ýmist i leigu-
búðum eða þá á strætum og gatnamótum, og gafst
honum þar gott tækifæri til þess að sýna góða verzl-
unarhæflleika sína, því að slíkum smákaupmönnum,
götusölum og öðrum farandsölum, er það öllum fremur
lífsnauðsyn að geta vakið á sér eftirtekt þeirra, er á
vegi þeirra verða, Kemur þar mjög til þeirra kasta,
að skyggnast ögn inn i hugskot náungans og kunna
það lag á kaupöndunum, sem dugir. Ernest var þar
ötullega að verki og staðnæmdist margur hjá honum,
er eigi sinnti öðrum. Eftir nokkurn tima hafði hann
ÖDglað saman fjárfúlgu nokkurri, svo að hann gat þá
keypt sér talsverðar vörubirgðir, enda hafði systir
hans eitthvað hlaupið undir bagga með honum. Setti
hann nú á stofn smáverzlun hinn 28. marz 1870 og
var útlit hið bezta. En þá skall á styrjöldin alkunna
milli Frakka og Þjóðverja, og dró það eðlilega all-
mjög úr verzluninni. En E. tók það þá til bragðs
aö fara að útbúa ýmsan fatnað handa hermönnunum,
og komst með þvi klaklaust yfir styrjaldartímann.
Eftir ófriðinn glæddist verzlun hans aftur og minntist
hann nú stúlkunnar, vinkonu sinnar, erþávarkomin
í annað verzlunarhús og þar mikils metin. Er ekki
að orðlengja það, að þau bundust tryggðum og byrj-
uðu búskap og stofnuðu verzlunarhúsið »La Samari-
taine«. Petta var árið 1875.
50 ár eru nú liðin, síðan þessi alkunna verzlun var
stofnuð af ungum og efnalitlum hjónum, algerlega á
þeirra eigin spýtur. Nú er hún heimsfræg orðin og
er það ærið eitt til marks um frábæran dugnað og