Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 Helgarblað DV Harðsvíruðustu glæpamenn Islands eru sendir til vistunar í fangelsið að Litla-Hrauni. Þar búa tæplega 80 fangar. síbrotamenn, barnaníðingar, nauðgarar og fikniefnasalar. Von samfélagsins er að þeir taki út refs- ingu og nái betrun. Þyngstu dómana fá hins vegar menn sem hafa orðið öðrum að bana. Á Litla-Hrauni eru tíu menn dæmdir fyrir manndráp og tveir sem hafa játað og bíða dóms. Morðingjarnir afplána frá sex ára dómi upp í 20 ár. „ Þórður hefur tvivegis orðið manns- l/ (lf bani, annar tveggja nulifandi Islend- inga sem afplána dóm fyrir slikt. Hin er Munda Pálín Enoksdóttir sem býr að Sogni. Þórður stakk mann til banai kjallaraibúð við Snorrabraut i ágúst 1993. Tíu árum áður hafði hann drepið mann i samkvæmi á nýársnótt. Þórður hafði setið inni i sjö ár af fjórtán ára fangelsisdómi. Þórður var fastagestur á Keisar- anum við Hlemm þar sem hann sat að drykkju kvöld■ ið örlagarika. Hann leitaði að stúlku og það„fauk i hann"þegar hann sá hana heima hjá hinum myrta. Hann dró upp vasahnif, ruddist inn i ibúðinaog sparkaði upp eldhúshurðinni. Hann réðst svo að hús- ráðanda og stakk hann með hnifnum, sári sem hann lést af. Fyrir þetta fékk hann ævilangt fangelsi i Sakadómi Reykjavikur sem var mildað i 20 ár i Hæstarétti. Það er þyngsti dómurinn sem dæmdur hefur verið i Hæstarétti. •t /T Ásgeir Ingi var dæmdur í 16 ára I O Cf* fangelsi fyrir að hafa hrint ungri stelpu fram af tiundu hæð i blokk i Engi- hjalla í lok mai árið 2000. Hann virðist hafa reiðst eftir að stúlkan vildi ekki hafa við hann samfarir úti á svölum ipartíi sem þau voru í. Hann notaðiþvi kraft sinn og hrinti henni fram afsvölunum. Málið var snúið þvi eðlis- fræðingar reyndu að sanna með hversu mikl- um krafti hann hefði hrint henni. J* JL „ Elis Helgi er aftur kominn á I O Cfl Litla-Hraun eftir að hafa fengið að afplána um skeið i Byrginu. Hann situr inni fyrir að hafa orðið áttræðri konu að bana i blokk við Espigerði i byrjun desember 1999. i dómnum sagði Elis að hann hefði viljað gera „eitthvað nógu hræðilegt, gera sér eitthvað nógu illt og meiða sig án þess að fremja sjálfs- vig". Hann var undir miklum áhrifum fikni- efna og tilviljun réðiþvíhvert fórnarlambið var. Hann réðst á gömlu konuna með hnifi þegar hún kom til dyra. Hann var dæmdur í 16 ára fangelsi. O JL v Rúnar Bjarki afplánar 18ára dóm I O Cfí fyrir hrottalegt morð á ungri stúlku og nauðgun i Keflavik. Hann nauðgaði fyrrverandi sambýliskonu sinni hrottalega, tók nauðgunina upp á videó og fjölfaldaði. Kærastan fyrrverandi kærði hann til lögreglu sem kallaði hann til yfirheyrslu. Rúnari Bjarka mislikaði svo kæran að 15. april árið 2000 fór hann heim til vin- konu stúlkunnar. Hann réðst á vinkonuna sem var nitján ára og stakk hana mörgum sinnum i höfuð, háls og bringu þar sem hún var nakin og varnarlaus inni á baðherbergi. Hann var líka dæmdur fyrir að ráðast á kærasta hinnar myrtu og stinga hann. 6JL Baldur er með vægasta dóm- Ml inn af þessum mönnum,6 ára fangelsi, en hann ei einnig þeirra yngstur. Hann réðst hrottalega að manni i félagi við aðra i Hafnarstræti i 0'"' J"' april 2002. Baldur iftSjgíf/ , Freyr sló manninn oft með hnefanum i höfuðið og sparkaði l|H oft i höfuð hans þar sem * hann lá á götunni. Vinur Baldurs, Gunnar Friðrik Friðriksson, sparkaði siðan i manninn þegar hann reis upp þannig að hann féll igöt- una og stóð ekki aftur upp. Maðurinn dó rúmum mánuði síðar á sjúkrahúsi. ? (% Ár Þórvar I V/ Uf einnig undir miklum áhrifum eiturlyfja þegar hann framdi sinn glæp. Þann 18. febrúar 2002, þegar hann var 24 ára, var hann á leið að fremja innbrot á hjótbarða- verkstæði þegar hann gekk fram á karl- mann um fimmtugt við Víðimel sem var að koma heim úr vinnu, seint um kvöld.Þór réðstá hann og barði hann margsinnis i höfuðið með kjötöxi og slag- hamri. Dagana áður hafði Þór eytt á milli 1,5 og 2 milljónum i fíkniefni. Hann var dæmdur í 16 ára fangelsi. 16 og 12 árZZ. ir Sigurður og Ólafur hittu mann á nektarstaðnum Vegas og buðu honum far heim til sin. Þeir óku með hann upp i Heiðmörk þar sem hann fór úr bíln- um. Það réðust þeir á hann og börðu með grjóti i höfuðið. Þeir óku siðan yfir hann þarsem hann lá i jörðinni. Eftir morðið rændu þeir peningum úr veski hans. Þeir voru dæmdir i april 1998. Bræðurnir eru nú báðir á sama gangi á Litla-Hrauni en annar sagðist saklaus i bréfi sem hann sendi DV og sakaði bróður sinn um að vera aðal- manninn. Sigurður var dæmdur í 16 ára fangelsi en Ólafur fékk 12 ár. /" ' „ Atli var lögtræðingur I O Cf í og fyrrum landsliðs- maður i fótbolta, sem hafði mikið að gera og var nýbúinn að opna tisku- verslun á Laugavegi með vini sinum, Einari Erni Birgissyni. í nóvember 2000 réðst Atli á Einar félaga sinn i Öskjuhlið og barði hann í höfuðið með hamri. Hann setti hann siðan i skottið á bil sinum og ók út á Reykja- nes þar sem hann fleygði líkinu i hraungjótu. Mikil leit var gerð að Einari Erni og tókAtli virkan þátt i henni, að nafninu til. Á endanum ját- aði hann fyrir lögreglu að hafa orðið Einari að bana og visaði á líkið. Hann varysiðan dæmdur i 16 ára fangelsi. <| j' ' „ Þórhallur Ölver var lengi I Q iií ekkikallaður annað en Vatnsberinn í höfuðið á fyrirtækinu sem hann rak. Hann ætlaði sér að græða stórfé á að flytja út íslenskt vatn en var dæmdur i fangelsi fyrir þá svika- myllu. Hann var dæmdur i 16 ára fang- elsi fyrir að verða vini sinum að bana við Leifsgötu. Hann stakk hann með stórum búrhnifi brjóstið ijúlí 1999. Lögregla stöðvaði hann um nóttina og þótti hann grunsamlegur en hand- ^ tók ekki. Þórhallur flúði land en var siðar handtekinn _^^fl^H afdönsku lögregl- -'i flj unni og sendur heim " þar sem hann var ákærður og dæmdur. fl [VI Hákon Eydal situr á Litla-Hrauni i gæsluvarðhaldi eftir að hafa viðurkennt að hafa orðið fyrrum sambýliskonu sinni, Sri Rahmawati að bana í sumar að heimili sínu í Stórholtinu i Reykjavik. Hákon þagði lengi vel um hvað orðið §hefði um Sri en upplýsti lögreglu siðan um að hann hefði orðið henni að bana. Fyrst sagðist I hann hafa fleygt líki hennar fram af klettum i sænskum póstpoka en breytti siðan sögunni og leiddi lögreglu að liki hennar i hraungjótu. Hákon er enn i gæsluvarðhaldi og hefur ekki verið dæmdur.„Þetta var forsjárdeila," segir 1_________’ Hákon Eydal við DV og neitar alfarið frásögnum um eiturlyfjaneyslu og ofbeldishneigð. HEFURJÁTAÐ Sá nýjasti iþessum hópi er Magnús Ein- arsson, 29 ára, starfsmaður á verkfræði- stofu i Reykjavík. Hann hefur viðurkennt að hafa orðið eiginkonu sinni, Sæunni Pálsdóttur, að bana i íbúð þeirra i Hamra- borg i Kópavogi í byrjun nóvember. Hann kyrkti hana með þvottasnúru. Magnús var hafður i einangrun í hálfan mánuð en er kominn í almenna fangagæslu. Magnús er í gæsluvarðhaldi og biður dóms fyrir gjörðir sinar. 'M'.'"' •-/övÁA'V,}. • : ■ • . v\- HEFURJÁTAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.