Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Blaðsíða 62
Siðast en ekki síst DV '62 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjóran lllugi Jökulsson Mikael Torfason Fréttastjórar. ReynirTraustason Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot 550 5090 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- ir ar. auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um Arthur v Haily 1. Hvers xonar bækur skrifaði hann? 2. Hvar fæddist hann? 3. Hvar bjó hann? 4. Hverjar eru þekktastar af bókum hans? 5. Hvað varð hann gamall? Svör neðst á síðunni. Brot úr Biblíunni Jóe! 3,21-23 En Drottinn þrumarfráSíon... ...og lætur raust sina gjalla frá Jerúsalem, svo að himinn og jörð nötra. En Drottinn er athvarf sínum lýð og vígi Israelsmönnum. Og ^þérskuluð viðurkenna, að ég er Drottinn, Guð yðar, sem bý á Síon, mínu heilaga fjalli. Og Jerúsalem skal vera heilög og útlendingar skulu ekki framar inn I hana koma. Á þeim degi munu fjöll- in löðra I vínberjalegi og háls- arnir fljóta i mjólk og allir læk- ir iJúda renna vatnsfullir. Og lind mun fram spretta undan húsi Drottins og vökva dal akasíutrjánna. Málið Annkantarnir y Magnús Axelsson hafði samband við DVog sagðist hafa heyrt þetta sérkennilega orö I frétta- tlma Ijósvakamiðils meðan á kennaraverkfallinu stóð. Hann veltir fyrir sér hvort hægt sé að slengja oröunum vankantar og annmarkar samani oröið ann- kantar og segja aö annkantar séu á samningunum. Vankantur er misfeila, misbrýni, skakki, galli, vandkvæði, erfiðleikar * ogannmarki.íis- lensku orðsifjabókinni telurAsgeir Bl. Magnússon llkleg- ast að orðið sé komið úr lágþýsku þar sem waankante merkir það sem hefur ekki rétta brún, er meö vansmlð eða ávala á brúnunum. Forliðurinn van erneikvæðrar merkingar og táknar skort á ein- hverju, vöntun. Annmarki er líka galli eða lýti á einhverju, ann er þar sömu merkingar oganden marki einkenni, markmiö eða tákn. Annkantur væri þá um það bilandsmlð, eitthvað gjöróllktþví sem til stóðað smlða. Vel er þvl hugsanlegt að annkantar séu á samningum en við mælum ekki meðþeim. tÆ 'S WH 6o uiQOisönu > epeueji 'f 'ipueiöug j 'nöwÁejrjjv 'i m Börn í bómull egar ég mætti í skólann í fyrsta skipti fyrir um tuttugu og fjórum árum voru flestir krakkarnir í bekknum ein á ferð. Ég var með eldri bræðrum mínum. Það voru einstaka for- eldrar sem fylgdu börnunum sínum skól- ann. Okkur þóttu þeir foreldrar skrýtnir, mömmurnar móðursjúkar og pabbarnir með samviskubit yfir því að hafa dottið í það um helgina. Eflaust höfðum við bræð- urnir rangt fyrir okkur en svona var þetta þá. Þegar ég og konan mín fylgjum börnun- um okkar í skólann mæta allir foreldrar. Á einhverjum stundum hefur mér þótt við vera að gera þetta í einhverri móðursýki. Að fýlgja börnunum í skólann og sækja þau langt fram eftir aldri. Vegna þess að þetta var öðruvísi fýrir svo stuttu. Þegar ég var krakki. Því ég er ekki gamall maður. En þegar ég var krakki tók maður strætó í sund sjö ára gamall. Nú yrði maður hand- tekinn og foreldrarnir sviptir forræði. í gær og fyrradag loguðu allir fjölmiðlar í fréttum þess efnis að stúlkubarni hefði verið rænt. Ungur sköllóttur maður á rauðum bfi laug að stúlkunni að móðir hennar væri á spítala. Svo keyrði hann hana burt úr hverfinu sínu. Enginn veit hvað hann ætlaði sér. Allir sem eiga ung börn fengu hland fýrir hjartað. Sonur minn er níu ára og fær stundum að ganga einn heim úr skól- anum eins og stúlkan í Kópavogi. Það er á svona dögum sem manni finnst samfélagið ekki vera móðursjúkt. Á svona dögum lítur maður á börnin sín og langar helst aldrei til að sleppa takinu. Keyra þau og sækja hvert sem þau fara. Leyfa þeim ekki að taka strætó ein fýrr en á tvítugsaldri. Maður vonar nánast að þau flytji ekki að heiman fýrr en á þrítugsaldri. Á svona dögum líður manni eins og við séum ekki nærri því nógu móðursjúk. Við erum að ala upp nýja kynslóð sem á foreldra sem vefja hana inn í bómull. Bandaríkjamenn hafa reynslu af krökkum sem ólust svona upp. Voru keyrð í skól- ann, sótt og svo skutlað í ballet eða á fót- boltaæfingu. Þeir kalla þessa kynslóð „Baby Boom“. Þessir krakkar eru um og yfir tvítugt. Eru að stíga sín fyrstu skref í Háskólum eða á vinnumarkaði og helsti kostur þeirra er að þau þykja mjög félagslega meðvituð. Eiga auðvelt með að vinna með fólki og rekast vel í hópi. Þau eru kannski ekki jaín sjálfstæð og fyrri kynslóðir og einhverjir sálfræðingar hafa áhyggjur af því að þau þoli illa áföll. Brotni hreinlega niður upplifi þau mótlæti. Bandaríkjamenn hafa lengi búið við það að þora ekki að leyfa börnum sínum að ganga í og úr skóla. Við erum kannski enn að reyna að venjast því samfélagi. Það er ljótt. En maður tekur enga áhættu. Mikael Torfason Idag er til moldar borin norður í Árneshreppi á Ströndum sú stelpa sem myndin hér til hliðar er af. Myndina tók ég sjálfur fyrir tæpum þrjátíu árum; þá var ég eitthvað um fimmtán ára en stelpan tveggja. Ég hafði ekki mik- ið séð hana síðan þessi mynd var tekin en iðulega hugsað til hennar - og fólksins hennar. Því í Stóru-Ávík í Árnes- hreppnum, þar sem stelpan Jóna Sigurveig Guðmunds- dóttir ólst upp og þar sem hún stendur á hlaðinu á þessari mynd, þar var ég í sveit. Eins og þá tíðk- aðist enn að höfuðborgarkrakkar væru. Ég var þar ein íjögur, fimm sumur og þaðan eru margar af mínum fallegustu minningum. Og skemmtilegustu, því fólkið hennar Jónu var litríkt, stórskorið og skemmtilegt fólk. Eg var tíu ára þegar ég kom þangað fyrst, var sendur út i óvissuna til fólks sem ég þekkti ekki neitt, á bæ í frumstæð- ustu sveit landsins. Ég man alltaf fyrsta kvöldið þegar ég kom, lítil feimin písl úr Reykjavík, settist út í horn þar sem niðursetningurinn var að skilja mjólkina, mér fannst ég vera lentur í hálfgerðum trölla- höndum þar sem voru Jón bóndi og synir hans tveir, Hörður og Benedikt; mildin skein aftur á móti úr húsmóðurinni Unni. En þeir voru engin tröll þegar á reyndi, þeir feðgar; Jón var fámáll en traustur, synirnir báðir heljar- menni fannst mér, fjörugir strák- ar, stríðnir og skemmtilegir eins og ég komst að. Ég veit ég væri ólfkt fátækari maður ef ég hefði eklci lent þarna. Nokkrum misserum síðar missti Jón heilsuna, þá kom Guðmundur sonur hans til baka en hann hafði verið brottfluttur; hann gerðist bóndi í Stóru-Ávík þar sem skipst höfðu á Jónar og Guðmundar svo lengi sem elstu menn mundu. Hann lllugi Jökulsson skrifar um stúlku sem er til moldar borin í dag. Fyrst og síðast Jóna Sigurveig Fyrst og síðast kom með konuna sína, Huldu Kjörenberg ffá Færeyjum, sem mér fannst reyndar alltaf vera hálfgerður Sígauni: ÍCtil, hnellin með dökk augu sem skutu gneistum. Jafnt í gleði sem sorg. Og skemmtilegasta mann- eskja sem ég hafði kynnst. Það hlægir mig hins vegar að fyrst hélt ég að Guðmundur væri frekar drumbslegur maður. Af því hann var eldri en þeir Hörður og Beni, fjær sjálfum mér. En það rann fljótt upp fyrir mér hvað þessi fyrsta hugsun var fráleit. Því Guðmundur var fyrirferðar- mikill og gat verið hávaðasamur en hann var líka hláturmildur, einlægur og opinskár. Hann faldi aldrei í sér hjartað, frekar en þetta fólk gerði yfirleitt. Það var á réttum stað, hjartað, og öllum aðgengilegt. Fals var ekki til. Dæmalaust gott og heilsteypt fólk sem tókst á við lífið, hvað sem það hafði að bjóða. Sumarið 1973 áttu þau sitt fyrsta barn, það var hún Jóna Sigurveig; sú sem myndin er af. Ég fylgdist með henni fyrstu sumrin, hún var kát stelpa, borubrött og passaði svo vel inn í fjallahringinn kringum Stóru- Ávík. Seinna áttu þau tvö böm önnur. Svo skildu þau um síðir, Hulda fluttist burt, búskapur lagðist af en Guðmundur hefur síðan sótt sjó fyrir norðan og haldið þar til sem ailra mest. Eftir að ég hætti að fara þangað í sveit á sumrin hef ég því miður haldið alltof litíum tengslum við þetta góða fólk. Þó farið þangað norður stöku sinnum; það er meiningin að fara miklu oftar. En því hef ég ekki haft nema stopular fréttir af Stóm- Ávíkurfólkinu; stundum liðið mörg ár milli þess að ég heyri af þeim. Gegnum árin hef ég öðm hvom heyrt ávæning af því að lífið hafi ekki farið mjúkum höndum um hana Jónu; hún hafi lent í fikniefnaneyslu og ýmsum vanda; þess á milli náð sér á strik og eign- ast þrjú falleg böm. Ég kann auðvitað ekki að setja mig inn í sálarlíf annars fólks. Það getur enginn í raun og vem. Ég ímyndaði mér samt alltaf að rót- leysið sem fylgdi því að flytja úr sinni heimasveit hlyti að hafa hér vond áhrif, það hefði verið stillt- ara hjartað ef fjallahringurinn kringum Trékyllisvík hefði fengið að sitja um kyrrt fyrir sjónum hennar - og útsýnið til hafsins. En nú er hún dáin. Hún var sett í kvennafangelsið til að sitja af sér sektir í nokkmm smámálum; þar þyrmdi yfir hana. Hún bað um hjálp, fékk hana ekki. Hún stóð í daglegu símsambandi við Guðmund pabba sinn sem býr enn norður í Ávík; oftast reyndi hún að bera sig vel og. sagðist hlakka til að vera fyrir norðan um jólin. En lenti þá í svo hryggilegu örvæntingarkasti að hún gat ekki hugsað sér að Ufa lengur. Gafst upp. Frá því var sagt hér í blaðinu í síðustu viku; það er auðvitað ófyrir- gefanlegt með öllu að slíkt skuU hafa getað gerst í fangelsi, þar sem mað- ur vonar að fylgst sé með fóUd og Uðan þess ekki látin afskiptalaus. Kannski var samt engin leið að koma í veg fýrir þetta, hvað veit ég. Ég ætía ekki að þykjast hafa þekkt hana nema rétt í frum- bemsku. Eg man bara eftir þessu káta, vel gerða barni sem baks- aði um tún og fjörur í Stóm-Ávík og átti aUt lífið ffamundan. Og svo hryggilegt að það líf skuli ekki hafa orðið lengra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.