Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 Helgarblað DV Black & White (1978) þeirkomutil Islands 1978. . Húnerekkijafn j heilsteypt og j fyrstu tvær plöturnar, en | hún inniheldur samtsnilldarlöginTc wSea,Death •e'N'Skazy. við hrda keyrsl- una sem hafði einkennt fyrstu árin og sneri sér aö mýkri og rólegri tónlist. Platan náði miklum vinsæld- um ekki slst vegna titlllagsins sem Jean- Jacques syngur á frönsku og hins geysivin- sa. ■ ■>, 'ffm <# ' yy Breska hljómsveit- in The Stranglers er væntanleg til landsins öðru sinni og mun spila á tón- j leikum í Smáran- ! um laugardaginn 4. desember nk. Af | því tilefni rifjaði Trausti Júlíusson upp sögu sveitar- ■ innar og eftir- : minnilega tónleika hennar í Laugar- dalshöll, 3. maí 1978. Verður pönkaö aö eilifu? Það hefur sennilega engum dott- ið það í hug þegar The Stranglers spilaði í Laugardalshöll árið 1978 að sveitin ætti eftir að snúa aftur 26 árum seinna. Það er samt staðreynd. Þessir heiðursborgarar pönksins sem eru komnir á sextugsaldurinn spila í íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi 4. desember nk. Um upp- hitun sjá aðrir gamlir pönkarar sem neita að hætta: Fræbbblarnir. The Guildford Stranglers Hljómsveidn The Stranglers var stofnuð í Chiddington í Surrey í Suður-Englandi árið 1974. Chidd- ington er í útjaðri Guildford og upp- haflega hét sveitin The Guildford Stranglers. Hún byrjaði sem tríó skip- að efhaffæðikennaranum Hugh Cornwell (f. 28. ágúst 1949) sem söng og spilaði á gítar, fyrrum djasstr- ommaranum og ís-sölumanninum Jet Black (rétt nafn Brian Duffy, f. 26. ágúst 1948) og sagnífæðingnum Jean-Jacques Burnel (f. 21. feb. 1952) sem spilaði á bassa og söng. Hann er sonur franskra foreldra en var fædd- ur í London. Ári seinna bættist svo hljómborðsleikarinn Dave Green- field (f. 29. mars 1949) í hópinn. Hann svaraði auglýsingu í Melody Maker þar sem óskað var efdr hljóm- borðsleikara í „soft rock“-hljómsveit. Tónlistarstefnan breyttist þó fljót- lega... Með fatafellur á sviðinu The Stranglers spilaði töluvert fyrstu árin og sumarið 1976 hitaði hún m.a. bæði upp fyrir The Ramones á þeirra fyrstu tónleik- um í London og Patti Smith. í des- ember það ár gerði sveitin svo samning við United Artists-útgáf- una. Hún tók upp session hjá John Peel í mars 1977 og fyrsta platan, Rattus Norvegicus, kom út í maí það ár. Hún var tekin upp á 6 dög- um og náði 4. sæti breska vinsæld- arlistans m.a. vegna smáskífulag- anna (Get A) Grip (On Yourself) og Peaches. Árið 1977 spilaði The Stranglers á tónleikum með nokkrum af helstu pönkhljómsveitunum, þ. á m. The Clash, The Jam og The Damned. Þeir voru bannaðir á nokkrum tón- leikastöðum og urðu að aflýsa tón- leikum. Önnur platan, No More Heroes, kom út 15. október og fór beint í 2. sæti breska listans. 1978 sendu þeir frá sér smáskífurnar 5 Minutes og Nice 'N’ Sleazy og þriðju plötuna Black & White. The Stranglers spilaði í Reykjavík 3. maí og Kka í Bandaríkjunum, Kanada, Svíþjóð og fleiri Evrópu- löndum. I október spilaði hún á stórum útitónleikum með Peter Gabriel í Battersea Park í Suður- London og fékk fatafellur til þess að strippa á sviðinu í Nice ‘N’ Sleazy. Það var mikið hneyksli. í fram- haldinu spiluðu þeir á nokkrum tónleikum undir dulnefiii til þess að komast framhjá tónleikabanni... La Folie og poppskeiðið The Stranglers hafði alltaf nokkra sérstöðu í breska pönkinu. Hún not- aði t.d. hljómborð mikið og Dave Greenfield hljómborðsleikari sem er yfirlýstur Doors-aðdáandi á ófá sólóin, nokkuð sem að öllu jöfnu var ekki vel séð í pönkinu. Fyrstu þrjár Stranglers-plöturnar voru hráar og kraftmiklar, en eftir það þróaðist sveidn alltaf meira og meira frá pönkinu og þegar La Folie kom út í mars 1982 var hún komin út í mun mýkri og poppaðri hluti. Á næstu árum átti hún ófáa smellina, þar má nefna Golden Brown, Strange Litde Girl, Skin Deep, Let Me Down Easy og Always The Sun. Sumarið 1990 hætti Hugh Cornwell í hjómsveitinni. í hans stað komu söngvarinn Paul Roberts og gítar- leikarinn John Ellis. Árið 2000 hætti John og núver- andi gítarleikari, BazWarne, tókvið. Það hefur ekki borið mjög mikið á Stranglers undanfarin ár, en nýjasta platan hennar, Norfolk Coast, sem kom út í vor hefur verið að fá fína dóma og þykir sýna að hún er enn fær um að gera góða hluti. Sveitín á enn harðan kjarna aðdáenda úti um allan heim og hefur verið að spila töluvert á tónleikum undanfarið. 155/80R13 frá/cr. 4.335 | ifjHH 185/65R14 frá/cr. 5300 Í®J| 195/65R15 frá/cr. 5.900 8.990 195/70R15 8 pr. sendib.frá kr. 8.415 prJVO wmj* Léttgreiðslur - Betri verð! Smiðjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110 „Pönkið eins og það þekkist í Bretlandi á aldrei eftir að verða neitt nema stund- arbóla hér á íslandi ef það nær þvi." Þetta sagði Guðjón Arngrímsson m.a. i umsögn sinni i Visi um tónleika The Stranglers i Laugardalshöllinni 3. mai 1978. Það var plötufyrirtæki Stranglers, United Artists, sem hafði samband við Steinar Berg ogbaðhann að skipuleggja tónleikana, en Steinar rak þá plötuversl- un og seldi m.a. plötur frá UA. The Stranglers voru að fara að gefa út sína þriðju plötu, Black & White, og einhver hjá útgáfunni fékk þá hugmynd að bjóða tónlistarblaðamönnum til ísiands og kynna plötuna þar. Á þessum tima voru heimsóknir erlendra hljómsveita til íslands mjög fátiðar og tónleikarnir fengu þess vegna mikla athygli þrátt fyrir að The Strangl- ers væru litt þekktir hér á landi áður en þeir komu. Þegar hljómsveitin kom til landsins þriðjudaginn 2. mai beið hennar hópur af btaðamönnum. Hún hélt svo blaðamannafund i Hljóð- rita seinna um daginn, en gerði litið ann- að en að snúa út úr fyrir islensku blaða- mönnunum, að undanskildum Jet Black trommuteikara sem var viðræðugóður og hinn vingjarnlegasti. Hann var mjög hneykslaður á áfengisbanninu sem var i gildi á miðvikudögum á þessum tíma og sagði m.a.: „Guð gaf okkur sjö daga i viku til að drekka!" Á tónleikunum sem fengu nafnið„Hot lce" komu fram auk „Kyrkjaranna" eins og Stranglers voru gjarnan kallaðir i islenskum blöðum, Halli & Laddi, Póker með Pétur heitinn Kristjánsson i farar- broddi og Þursaflokkurinn. Þetta kann að virðast fáránlegt val á upphitunar- hljómsveitum, en gleymum ekki að islenskt pönk var ekki til á þessum tíma. Fræbbblarnir voru ekki stofnaðir fyrr en hálfu ári seinna. Það var mjög góð mæting á tónleikana. 4.500 manns. Þursaflokkurinn kom reyndar ekki fram á tónleikunum. Hann fékk ekki tima til að hljóðprufa og til að mótmæla þvi ákváðu meðlimirnir að spila ekki. Gagnrýnendum íslensku blaðanna bar saman um að það hefði verið mikil stemning á tónleikunum. Timinn var mjög jákvæður. Hann birti umsögn undir fyrirsögninni„Stranglers slógu í gegn á stórkostlegum tónleikum i Laugardals- höll". Mogginn var beggja blands og sá ástæðu til að taka það sérstaklega fram að „sem hljóðfæraleikarar" hefði Póker verið „mun betri en erlendu gestirnir". Dómurinn i Visi var frekar neikvæður. Fyrrnefndum Guðjóni fannst meðUmir Stranglers ekkert sérstakir hljóðfæra- leikarar og bætti við: „söngurinn er hvorki fugl né fiskur og bassaleikarinn er einfaldlega öskrari"... Eftir klukkutíma rokkkeyrslu og þrjú uppklappslög fór Stranglers i eftirparti á skemmtistaðnum Hollywood. Þar tók Ijósmyndari Vísis mynd afHugh Cornwell söngvara og islenskri stelpu. Kyrkjaran- um likaði það ekki og tók Ijósmyndarann kverkataki og eyðilagði myndavélina hans. Hann baðstþó afsökunar og lofaði að bæta honum vélina. Kvöldið hjá Stranglers endaði svo i heita læknum i Nauthólsvik, sem var vinsæll viðkomu- staður á djamminu á þessutn árum. Þrátt fyrir hrakspárnar í Vísi höfðu Stranglers-tónleikarnir mikil áhrif. Það var ekki sist vegna þeirra sem íslending- ar fóru að stofna pönkhljómsveitir og án þeirra er óvist að Fræbbblarnir og Utan- garðsmenn og allar hinar hljómsveitirn- ar i rokkbylgjunni árið 1980 hefðu nokkurn timann orðið til...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.