Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 Helgarblað PV Annarra manna mublur ug öku- skírteini Böðvars Bragasunar Þótt síðustu brotin úr Berlínar- múmun séu rétt að verða uppseld í helstu túristabúðum, svífur andi sam- neyslunnar enn yfir vötnum hér í Aust- ur-Berlín. Ég tók ómublerað herbergi á leigu og þremur vikum síðar hafði ég eignast hillu og skáp, spegil, tvö skrifborð, nátt- borð og stól - allt úr annars hendi. Kaupin á eyrinni era hér alls engin kaup. Umframframboð er af húsnæði og mikil hreyfing á fólki milli húsa. Þeg- ar einhver flytur og kemst að þeirri nið- urstöðu að kommóðan sé ekki nógu innlit til að passa við útlit veggfóðurs- ins á nýja staðnum, er henni einfald- lega skellt út á gangstétt, hvar hún reynir að halda niðrí sér skúffunum, bjóða af sér góðan þokka og bíður þess að einhver veiti henni nýtt heimili. Þannig hafði ég sankað að mér ofangreindum mublum, eftir ábend- ingum kunningja sem höfðu máske séð hillusamstæðu á leið sinni um hverfið, kippt úr henni nokkram hillum til að gera hana óaðlaðandi fyrir aðra vegfar- endur og boðist til að sækja eftirstæð- una með mér fyrir bjór. Stóllinn var næturgagn Það er dálítið gaman að eiga hús- gögn með sögu. Söguleg húsgögn sem heita ekki Göran, Ása, Fiken eða öðrum sænskum nafnskrípum. Kannski væri skemmtilegra að þekkja söguna. Hæg- indastólinn minn er til hæginda. Hann lyktar nánast ekkert, eftir að ég þreif hann með þvottaefni og spreyjaði með einhverju lyktarlosandi efni fýrir reyk- ingabíla sem á að setja á sölu og þess háttar. Samt hefur hvarflað að mér, að annað hvort hafi einhver mígið í þenn- an stól (áður en hann komst í mínar hendur), eða að hann hafi verið í eigu ferfætlings, líldega hunds. Ég útiloka hvorki að hundur hafi átt m EirikSordal f lýsir þvíhvernig er að koma sér fyrir í nýrri borg. Bréf frá Berlín stólinn og jafnframt mígið í hann, né að pönkari hafi alið manninn í honum, á fjóram fótum, og notað þetta húsgagn sem næturgagn. Ég tók nefnilega eftir því að stóllinn lyktaði ekki nógu vel þegar ég bar hann upp á þriðju hæð og nefið á mér klesstist upp við hann. Nú lyktar hann ekki svo illa. Hann lyktar eiginlega ekki neitt. Og þægilegur er hann! Betra bak Dýnu til að sofa á var það eina sem mig skorti tilfinnanlega - aðallega í mjöðmum og mjóbaki. Ég tók því þess vegna fegins hendi þegar Axel, sam- nemandi minn, bauð mér dýnu án endurgjalds, vegna flutnings. Þetta átti að vera auðsótt mál. Axel sannfærði mig um að best væri að taka sendiferðabíl á leigu hjá hinum ódýra Robben og Wientjes og ferja dýnuna þannig milli staða. Dýnuna var að finna í Kreuzberg, sem er næsta hverfi við Friedrichschain, hvar ég held til, og því tæki þetta aidrei meira en klukku- stund. Ég átti að hjáipa öðram kúnningja mlnum að flytja klukkan fimm og hún var ekki nema rétt rúmlega þrjú þegar ég læsti hjólinu eftir ráðleggingum meðleigjanda míns; utan um stálgrind, gegnum hjól, utan um keðju og gjörð. Kreuzberg er sagt einskonar Bermúda- þríhymingur reiðhjólanna. Þau hverfa þaðan á nóinu á þriðjudagseftirmið- Allt efni til innpökkunar fyrir verslanir og fyrirtæki. degi og þeirra verður ekki aftur vart fyrr en á sunnudagsmorgni þegar um þau er prúttað á einum hinna fjölmörgu flóamarkaða Berh'nar. Ég kippti í lásinn til öryggis. Hverju hefur EES-samningurinn skilað? Stelpan sem afgreiddi mig spurði hvort ég héti Noregur Norway, sem er ails ekki órökrétt ályktun miðað við uppsetningu eldri íslenskra passa þar sem fæðingarstaður (af öllum hlutum) stendur næst myndinni og þýsk tunga er sniðgengin fyrir uppskafna rómantík duggara. Ég leiðrétti nafnabrenglið og rétti henni ökuskírteinið. Hún horfði á mig eins og ég hefðiffamvísað útrunn- um skiptimiða, vottaði samúð sína og sagðist ekki geta leigt mér bfl. Ég gerði henni snöggvast grein fyrir því að mér hefði verið sagt annað í sím- tali hálftíma fyrr. Hún kallaði á yfir- mann sinn og hann kvað þetta hárrétt hjá henni - ekki væri mark takandi á íslenskum ökusldrteinum útgefnum af Böðvari Bragasyni, þar sem yfirmenn Böðvars Bragasonar hefðu ekki haft rænu á að koma íslandi í Evrópusam- bandið. Að svo komnu varð ég að skipta um strategíu og draga í land með staðhæfmgar mínar um hið gagn- stæða. Nei, það er rétt, sagði ég. ísland er ekki í Evrópusambandinu sjálfu. Ég lagði alla áherslu á orðið sjálft, en bætti því jafnframt við, eins og hveijum öðr- um alkunnum sannindum, að ísland væri vissulega í fararbroddi EES-sam- starfsins og lét nokkur stikkorð fylgja til að auka trúverðugleikann. Schengen, Noregur, fjórfrelsi. Hann horfði á mig rannsakandi augum, hugsaði sig aðeins um og sagði að Norðmenn mættu ieigja bíl samkvæmt einhverri undanþágu. Sko, sagði ég og fann að bjöminn væri unninn. En klukkan var nú orðin fjögur. Ljósið í myrkrinu - myrkrið í mælaborðinu Ég hafði merkt leiðina vandlega inn á kortið með gulum yfirstrikunarpenna og náð að drösla dýnunni einn ofan af þriðju hæð bakhúss. Ég var því nokkuð kokhraustur á leið minni yfir ána Spree sem skilur að villta Austrið Friedrich- schain og tyrkneska Vestrið Kreuzberg. Ég hækkaði dugiega í útvarpinu. Hvílík byrjendamistök, hugsaði ég, þegar ég þokaðist um meter á mínútu í bílaröðinni yfir brúna. Hvaða fábjána kemur til hugar að taka bfl á leigu milli fjögur og fimm á virkum degi? Eg var í þann mund að detta inn í ljúfan dag- draum um gatnamót Kringlumýrar- brautar og Miklubrautar klukkan fimm á föstudegi, þegar umferðarteppið raknaði smám saman. Loks sá ég glitta í umferðarljós. Þýsk reggí/dancehall- músflc dundi á mér. „Wenn ich durch Berlin-City cruise ist Raggae mein Motor." Dickes B (Þykka B), ofspilaður Berlínaróður sveitarinnar Seeed, hljómaði viðeig- andi. „Dickes B oben an der Spree im Sommer tust Du gut und im Winter tut’s weh Mama-Berlin, Backstein und Benzin wir lieben deinen Duft wenn wir um die Hauser zieh’n" í miðju viðlagi sá ég mann smokra sér út um hurð á vörabfl fyrir ff aman og setja stefnuna á mig. Hann leit út eins og stóri bróðir Olgu Færseth, eða vöðvatröll úr bókum Ole Lund Kirke- gaard - snoðaður og hroðalegur. Hann kom hálfvalhoppandi og opinmynntur eins og hann væri að espa sig upp til að bæta eigin árangur í hnébeygju og fyrr en varði hafði hann rifið upp hurðina bflstjóramegin, hreytt einhverju út úr sér og skellt á eftir. Hann var ekki bein- línis óvingjamlegur í röddinni, en tal- aði með þungum Berlínarhreim og eina orðið sem ég skildi var „Licht". Þar sem ég átti ekki von á að maðurinn væri að fara með dánarorð Goethes fyr- ir mig, fiktaði ég í mælaborðinu og sá mér til skelfingar að ég hafði keyrt ljós- laus um borgina þvera. Ég fyrirgaf umsvifalaust bflstjóra Benzins, sem ég hafði skömmu áður beðið böls fyrir að svína á mig. Herman, Otto, Jón og ég Klukkan var orðin korter yfir fimm þegar dýnan hafði bæst í safn mitt af fyrrum annarra manna mublum. Kunningi minn væri byrjaður að flytja og ég þyrfti hvort eð er að borga auka- klukkutíma fyrir leiguna á sendiferða- bflnum úr því sem komið var. Ég renndi í hlaðið þar sem útflutningar stóðu og sá nokkra aðstoðarmenn strita við að koma rúmgafli niður á götu. Mér var tekið eins og Jesúsi í Betam'u þar sem ég kom ríðandi á lánuðum fáki og tók þann kaleik frá okkur öllum, að þurfa að selflytja draslið fótgangandi. Við komum öllu í bflinn og að nýju híbýlunum á innan við hálftíma. Á veggi hússins við hliðina á því sem kunningi minn var að flytjast í, blakti flennistór borði með skilaboð- unum „Eat the Rich". Áhrifagjam sem ég er, orðinn seinn fyrir og kominn úr frelsarahlutverkinu, ákvað ég þá þegar að taka aftur synda- aflausnina sem ég hafði veitt bflstjóra Benzins og liggja á flautunni við minnstu ögrun á bakaleiðinni. Þess gerðist ekki þörf. Eftirmiðdagsösin var í rénun nú þegar Herman the German, eða Otto der Normalverbraucher eins og Meðal-Jón heitir víst á þýsku, væri kominn á fyrsta bjór á knæpunni eða að úðá í sig karrípulsum heimafyrir. Ég skilaði fyklunum og var tilbúinn í rifrildið um þessar aukalegu níu mín- útur sem klukkan var orðin yfir sex. En afgreiðslustúlkan brosti bara og rétti mér tryggingarfé og passa. Svo bað hún um kvittun fyrir bensíni. Jæja já, nú á að vera með vesen, hugsaði ég og riíjaði upp þýsk blótsyrði sem ég hugðist nota með þéranum, um leið og ég sagðist enga kvittun hafa. Hún kvað það allt í lagi, en betra væri ef ég myndi eftir henni næst. Það var nefniiega það. Hjólið mitt var enn á sínum stað. Ég hélt í austurátt og hlakkaði til að leggj- ast á nýju gömlu dýnuna mína - sem tilheyrir strangt til tekið Berh'n. Tiergarten [ Bílaleigubíllinn Fékkst loksins eftir deilurum hvort Island væri IESB. [ Bílaleigan „Heitirþú Noregur Norway?" Gatnamót Berlln að kvöldi til, ein afmörgum kebab-sjoppum Ibaksýn. Drasl úti á götu Þetta má hver sem er hirða, efáhugi er fyrirhendi. Hillur úti á götu Sundurskrúfaðar hiHur blða nýrra eigenda. 77/ hægri sést umferðin á háannatlma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.