Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Blaðsíða 29
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 29 Orugg, með ákveðnar skoðanir og segir sína meiningu án þess að særa nokkum. Þannig kemur Sigga Beinteins þjóðinni fyrir sjónir í ár. Menn hafa haft á orði að gaman sé að sjá hversu mikið hún hefur breyst frá því í fyrstu þáttaröðinni af Idol, en þá hélt hún sér til hlés og sagði ekki meira en hún þurftí. Hún er sammála og segist hafa horft á alla þættina þegar hún byrjaði á nýjan leik og einmitt séð að þetta væri rétt. „Ég sá að ég hefði alveg getað verið ákveðnari í skoðunum mínum því ég hef þekkinguna og reynsluna. Iiklega hef ég verið feimin en mér leið miklu betur þegar ég byrjaði núna og var til- búin að gera það sem til var ætlast af mér, “ segir hún og h'tur svo á að dómar- amir þrír eigi að segja meiningu s£na og leiðbeina keppendum. „Ég vil gera það án þess að brjóta fólk niður. Ég sé ekki tiíganginn með því. Vissulega er erfitt að þurfa að segja við suma, sem maður veit að em að leggja allt sitt í þetta, að þeir hafi ekkert að gera í Idolið. En það er engum gerð- ur greiði með því að segja ósatt," segir hún og tekur undir að það sé ekki sama hvemig það sé gert. Alltaf verið reglusöm „Ég hef alltaf verið hreykin af henni. Hún er bæði framúrskarandi reglusöm og hefur alltaf staðið sig vel í öllu sem hún hefur tekið sér fyrir hendur. Ég er enda afskaplega ánægð með að frægð- in og söngurinn skuh aldrei hafa hagg- að henni en hún lifir mjög eðlilegu lífi og lætur það ekki hafa áhrif á sig þó að hvert mannsbam þekki hana." Svona tók móðir Siggu til orða þegar hún var spurð af DV um dóttur sína fyrir skömmu. Sigga hlær þegar hún er minnt á þessi orð og spurð hvort þetta sé rétt lýsing á henni. „Já, ætli það ekki. Ég lagðist aldrei í neitt vesen í kringum sönginn þegar ég var yngri," segir hún og brosir enn meira. Hvaö varstu gömul? „Ég var sautján ára eða eitthvað þar um bil þegar ég byrjaði að syngja með hljómsveit í Kópavogi. Dr. Gunni var höfuðpaurinn í þeirri hljómsveit en hinir hafa líklega ekki haldið áfram," rifjar hún upp. Sigga er spurð hvemig það bar við að einmitt þessi hljómsveit varð henn- ar fyrsta. Hún man það eins og það gerðist í gær. „Það má þakka vinkonu minni fyrir það eða kenna," segir hún hlæjandi og segir frá því hún hafi alltaf verið syngjandi. „Mér er sagt að ég hafi sungið öllum stundum þegar ég var smástelpa. Við bjuggum þá í Elliðarár- dalnum, en þar ólst ég upp áhyggju- laust í stórum systkinahópi, en í næstu tveimur húsum vom frændsystkini mín einnig alin upp. Það var því oft gaman hjá okkur. Þau segja að ég hafi ekki þagað og seinna fór ég að grípa í gítar. Ég hafði ógurlega gaman af að syngja," segir hún og játar að eftir því sem hún varð eldri hafi hún farið að halda því meira fyrir sjálfa sig. Auglýsing í DV var upphafið Fjölskyldan flutti síðan í Stekkina þegar Sigga var fimm sex ára en þar byggði faðir hennar hús. Þar ólst hún upp og gekk í skóla. Hún fullyrðir að í Breiðholtinu hafi ekki síður verið gam- an að alast upp; mikið af krökkum á hennar aldri og leiksvæði allt í kring. „Ég hélt áfram að syngja en aðeins inni í herberginu mínu og vildi ekki að neinn heyrði í mér. Besta vinkona mín var meira að segja útilokuð frá því að hlusta. Svo var það einhvem tíma að ég sat og söng og glamraði á gítarinn að hún heyrði í mér. Hún stóð þá fyrir utan gluggann, steinþagði og lagði við hlustir. Eg vissi ekkert af henni fyrr en ég var hætt en þá kom hún inn og sagði að þetta gengi ekki lengur; ég yrði að gera eitthvað í því að koma mér á fram- færi. Nei, það kom ekki til greina. Ég vildi það alls ekki en hún hélt áfram að suða í mér. Lagði til að við fylgdumst með smáauglýsingum í Dagblaðinu og þeg- ar einhver hljómsveit auglýsti þá færi ég í prufú," rifjar hún upp og brosir að minningunum. Vinkonan tók þetta að sér og einn daginn var auglýst eftir söngkonu og Sigga neitaði áfram að gera eitthvað í málinu. „Mig dauðlangaði auðvitað en ég býst við að feimnin hafi aftrað því að ég færi af stað," segir hún alvarleg á svip. Hefur náð tökum á feimninni Ertu etm svona feimin? „Já, ég held það en ég hef náð betri tökum á feimninni eftir að ég full- orðnaðist. Get betur unnið á henni," segir hún og horfir fram. Hvaö svo, svaraöir þú augiýsing- unni? „Já, fyrir rest gerði ég það. Vinkona mín var þá búin að hóta að tala aldrei við mig aftur ef ég færi ekki og mér fannst í lagi að hringja. Þó ekki til ann- ars en að róa hana," segir Sigga hlæj- andi og hristir höfuðið. OgþáhittiröuDr. Gunna? „Já, og söng fyrir þá. Þeir voru reyndar ekki með þá músík sem ég hafði mest áhuga á en þeir vildu fá mig og ég greip tækifærið og fór að syngja með þeim." Og það var byijunin. Með strákun- um í Kópavogi var hún í eitt eða tvö ár og síðan hefur eitt leitt af öðru. „Já, það hefur alltaf verið þannig. Tækifærin hafa komið upp í hendumar á mér," segir hún en eins og kunnugt er þá hef- ur Sigga verið að síðan, eða í tæpan ald- arfjórðung. Fólk man enn eftir rauða Eurovision-kjólnum Hjólin fóru fyrst að snúast þegar Siggu bauðst að syngja með HLH- flokknum, en þar var Bjöggi prímus- mótor. „Það var ógurlega gaman og í framhaldi af því hitti ég Grétar Örvars- son og fór að syngja með Stjóminni sem var óhemju vinsæl. Þá var ég kom- in í það sem ég stefiidi alltaf að og það var mikið um að vera og gaman á þess- um tíma. í framhaldinu tókum við þátt í Eurovison og það er merkilegt að þeg- ar menn minnast fjórða sætisins í Júgóslavíu um árið, þá man fólk alltaf eftir rauða kjólnum sem ég var í," segir Sigga og hlær að minningunni. En hvers vegna rauði kjóllinn? „Ég veit það ekki, hann virðist hafa vakið mikla athygfi, en meira að segja í Noregi man fólk frekar eftir kjólnum en söngkonunni," segir hún, en þar rekur Sigga söngskóla ásamt systur sinni. „ToneArt" heitir hann og gengur mjög vel. Hvers vegna íNoregi? „Systir mín býr í Noregi og hefur búið þar frá því fyrir tvítugt, á sína fjöl- skyldu þar. Hún er hjúkrunarfræðingur og afar fær í sínu fagi. En hún er lika framsýn og dugandi og taldi að þar væri þörf fyrir skóla eins og þann sem ég rek hér heima. Við stofnuðum því skólann saman og það er nóg að gera," segir hún og tekur ffam að hann sé sá eini sinni tegundar í Noregi. Sigga ferðast talsvert á milfi og er með annan fótinn í Noregi. „Já, Flugleiðir hafa gert mér kleift að fara reglulega utan en þeir em mjög lið- legir við mig. Það er sjálfsagt að geta þess sem vel er gert," segir hún. Tíkin bjargaði lífi Siggu og Grét- ars Sigga Beinteins er mikill dýravinur og hefur komið fram í auglýsingum með hundinum sínum. Nú hefur hún átt Golden retriver I nokkur ár. „Áður átti ég tík sem var afar næm á mig. Ég gæti sagt fleiri, fleiri sögur af hundun- um rnmum en mér er minnisstætt þeg- ar hún varaði mig eindegið við að leggja í norðlenskar heiðar á milli jóla og nýárs fyrir mörgum árum. Við í Stjóminni áttum þá að spila í Sjallan- um á Akureyri en það var allt kolófært. Rætt var um að fara akandi til Akureyr- ar en allar heiðar voru að lokast. Menn vildu eigi að síður láta slag standa og fara á jeppa. Töldu að við myndum hafa það og ef ekki þá væri ekki annað en snúa við. Um þetta ræddum við fram eftir degi og menn voru ekki sam- mála. Sumir vildu fara og aðrir ekki. Seinni partinn þennan dag var ákveðið að hittast heima hjá Grétari og taka ákvörðun. Ég var með tfldna í bíln- um hjá mér og á leiðinni þangað gelti hún stanslaust; tík sem aldrei heyrðist í. Ég skildi ekkert í hvers vegna hún væri svona óróleg og reyndi að þagga niður í henni en hún lét ekki segjast. Þegar við vorum komin til Grétars og ég gerði mig líklega til að fara út úr bílnum gelti hún enn meira og lét öllum illum lát- um. Ég fór inn og skildi hana eftir gelt- andi og fannst þetta ekki eðlilegt. í mér var beygur og ég taldi ekki á það reyn- andi að fara og tók af skarið og sagðist ekki fara með. Það voru ekki síst lætin í tfldnni sem gerðu það að verkum að ég ákvað að fara ekki. Þegar ég kom út með þá ákvörðun steinþagði tfldn og gelti aldrei aftur eins og þama. Ég var ekki í vafa um að hún væri að vara mig við. Fleiri svona sögur gæti ég sagt af henni en það er ótrúlegt hvað dýrin verða náin manni og ég er sannfærð um að þau finna á sér það sem maður sjálfur áttar sig ekki á," segir Sigga og harðákveðin í að þama hafi tfldn jafii- vel bjargað fifi þeirra. „Það kom síðan £ ljós að þeir sem lögðu á heiðamar lentu í hrakningum en hver veit svo sem hverju við hefðum lent í ef við hefðum farið," segir hún al- varleg. Talar ekki um einkalíf sitt Fjórða sætið í Eurovision hafði það í för með sér að hvert mannsbam á land- inu þekktí Siggu. Hún segir að fjórða sætíð hafa haft mikið að segja og eftir það máttí hún hvergi koma án þess að fólk tæki eftir henni. „Mér þóttí það ekki þægilegt og það getur verið of mikið af því góða. Ég gat ekki keypt í matinn, því þá velti fólk fyrir sér hvað væri í körf- unni minni. Ef ég fór í Kringluna að versla var tekið eftir því hvað ég keyptí og mér þóttí þetta vont. Er reyndar al- veg hætt að kaupa mér föt héma heima fyrir vikið," segir hún og bætir við að hún hafi dregið sig í dáfitíð hlé eftir Eurovision. „Eftir það kom langur tími allt þar til ég tók þátt í Idofinu sem ég var ekki mikið I sviðsljósinu." Þú hefur þá þurft að hugsa þig vel um áður en þú tókst ákvörðun um að vera með? „Já, ég hugsaði mig vel um áður. Ég vissi hvað það hefði í för með sér og þetta var erfið ákvörðun. Mér hefur þótt gott að standa dálítíð utan sviðs- ljóssins og hafa mitt í friði. Eftír að Idolið fór af stað í fyrra varð ég óneitan- lega vör við neikvæðu hliðamar en ég hef haft það fyrir reglu að tala ekki um einkafif mitt við fjölmiðla. Það bíður betri tfrna," bætir hún við. Krakkarnir í Idolinu hetjur Hún segir að sig hafi langað að vera með Idolinu og það réði úrslitum við ákvörðunartökuna. „Ég taldi mig hafa eitthvað að gefa enda hef ég lengi verið að vinna með fólki sem er að byrja að syngja. í skólann kemur fólk á öllum aldri og margir hafa lengi átt þann draum að syngja. Því ekld að nýta þá reynslu mína, og mér hefur fimdist mjög gaman að fylgjast með þessum krökkum. Þau em algjörar hetjur að þora að koma svona fram og mér finnst ótrú- legt hvað þau em dugleg að láta á reyna á drauma sína. Ég hefði aldrei haft í mér dug til að koma svona fram, enda þurftí að hóta mér," bendir hún á hlæjandi. „Þetta er gaman, en við ráðum engu lengur. Nú gefum við umsögn og bend- um á ef þau syngja í of hárri tóntegund eða taka lög sem þau ráða ekki við. Þjóðin á hins vegar lokaorðið og það em ótrúlega margir sem fylgjast með Idolinu. í það minnsta er varla bfll á ferli á föstudagskvöldum á meðan það stendur yfir," segir hún og réttir úr sér. Berst gegn kynferðisofbeldi á börnum Nóg er að gera hjá Siggu þessa dag- ana. Söngskólinn er að gefa út geisla- disk með nemendum skólans og Sigga segir margar ótrúlega góðar raddir hljóma þar. „í skólanum hafa verið margir sem aðeins em læra að syngja ánægjunnar vegna. Meðal þeirra er fólk sem myndi sóma sér meðal þeirra bestu í söngnum en em í hinum ýmsu störfum í samfélaginu. Diskurinn heitir „Jólastjömur" og er að koma út þessa dagana," segir hún og er afar ánægð með diskinn. Hún segir að skólinn hafi ákveðið að styrkja samtökin „Blátt áfram" en þau berjast gegn kynferðislegu ofbeldi á bömum. „Nei, ég á sem betur fer ekki neina þannig reynslu að baki en okkur þóttí þetta eigi að síður góður málstað- ur og vildum styrkja þessi samtök sem berjast gegn þessu skefjalausa ofbeldi. Fimmta hver stúlka og tíundi hver drengur hefur orðið fyrir þessari óhugnanlegu reynslu en það er ótrú- lega stór hópur barna," bendir hún á og neitar að hún sjálf þekki þetta af eigin raun. „Það er ekki þess vegna sem við styrkjum samtökin. Heldur finnst mér málstaðurinn góður og ekki veita af þessum smðningi en ágóðinn af plöt- unni rennur til samtakanna," segir Sigga og vonast til að disknum verði vel tekið. Enn meiri verdlækkun! ÓDÝRARA að hringja til útlanda atlas<freLsi Fæst um land allt: Olís - Hagkaup -10-11 - Sparkaup - Penninn - Samkaup -Úrval - Nettó www.atlassimi.is 2000 kr. Canada Lönd í ódýrasta verðflokki 540 min China 310 min Denmark 540 min France 540 min Germany 540 min Ireland 540 min Italy 540 min Netherlands 540 min Norway 540 min Poland 370 min Spain 540 min Sweden 540 min UK 540 min USA 540 min Það er merkilegt að þegar menn minnast fjórða sætisins í Júgóslavíu um árið, þá man fólk alltafeftir rauða kjólnum sem ég var í. Ég gat ekki keypt i matinn, en þá velti fólk fyrirsérhvað væri / körfunni minni. Efég fór í Kringluna að versla var tekið eftir því hvað ég keypti og mér þótti þetta vont. Útilokar ekki barneignir Sigga er einnig, ásamt Maríu Björk, að gefa út sína þriðju spólu af Söngva- borg sem er myndband með lögum og fræðslu fyrir böm. Hún segir þá vinnu hafa verið mjög skemmtilega enda gaman að vinna að tónlist með böm- um. Ertu bamagæla? „Já, ég er það og finnst mjög gaman að vera með bömum. Já, ætli ég sé ekki góða frænkan. Ég ætla að minnsta kostí rétt að vona að börnin í fjölskyldunni kunni að meta mig," segir hún hlæj- andi og játar að það sé ekki útilokað að hún eigi eftir að eignast böm sjálf. „Maður veit aldrei en það fer nú hver að vera síðastur með það," svarar hún brosandi. Helga Braga og Sveppi koma fram á Söngvaborg 3 með henni og Maríu Björk. Það er mun meira lagt í þessa spólu en hinar tvær. Sigga segir gaman að vinna með Helgu Braga sem sé ótrúlega frjó og hugmyndimar renni frá henni eins og veita. „Hún er fika svo skemmtilega og elskuleg í alla staði." Tímdi aldrei að djamma Sigga hefur komið sér vel fyrir, á sitt hús og jeppa og hund. Tálið berst að skemmtanafi'finu í kringum tónlistar- bransann og hún segir það rétt hjá mömmu sinni að hún hafi aldrei verið mikið fyrir það að skemmta sér. „Ég held að það komi nú fyrst og fremst til vegna þess að ég tfrndi því aldrei. Ég er ekki m'sk en ég vildi samt ekki láta pen- inginn minn í það að djamma. Vissu- lega skemmtí ég mér oft með þessu fólki en ég eyddi aldrei helgarhýrunni í skemmtanir eins og sumir áttu til. Ég er hins vegar með mikla bíladellu og hef aldrei átt bfl lengi í einu. Er alltaf búin að skipta áður en langur tími er liðinn. Ég hef ekki tölu á öllum þeim bílum sem ég hef átt,“ segir hún hlæjandi og bendir á að það sé gott að eiga jeppa fyrir hundana." Sigga hefur einnig áhuga á golfi. Hún fór nýlega til Spánar og spilaði golf og er búin að skrá sig í æfingar einu sinni í viku í vetur. „Ég heillaðist alveg af golfinu þegar ég fór af stað. Það tæmir hugann og er mikil aflsöpp- un. Á vellinum hugsar maður ekki um annað en þessa litlu hvítu kúlu, ekkert annað kemst að. Verst að geta ekki verið með hunda með sér í golfi. Ég hugsa það stundum á þessum fi'nu grænu völlum að þeir myndu ekki láta bjóða sér það nema einu sinni að koma með og spretta dálítíð úr spori. Það er eini gallinn við golfið, en ég bætí hundinum mínum það með því að fara eitthvað annað með hann og leyfi honum að hlaupa frjálsum," seg- ir Sigga að lokum. bergljot@dv.is ATLAS<FRELSI v More Mlnutes v More Countríes v' Less Price 1000 kr. IMTSRMATIOf 'j'j t'j: wwv/.-jll-jJ ......MWrfStSiSÍM! ALCALUN6CARD imi.is for minute rates 1000 kr. Lönd í ódýrasta verðflokkl Canada 270 min China 150 min Denmark 270 min France 270 mln Germany 270 min Ireland 270 min Italy 270 min Netherlands 270 min Norway 270 min Poland 180 min Spain 270 min Sweden 270 min UK 270 min USA 270 min
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.