Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Blaðsíða 50
Sport DV settið kr. 3Öé.4Ö0 leður kr. 79,580 tilboðsverft 63.600 áklæði kr. 66.500 tilboðsverð 53.200 Nóvembertilboð 20 % afsláttur htbo6.sverd Leðu rsófasett 3j:t o" 2 j:t sæta sóf'ar. alklætt lcðri, hægiiulastólar til í sama leðnrlit. tilbaésverð H ægindastólar stillaiile”! hak. leðtir á slitll. eða sterkt áklæði. SÓfasett 3ja og 2 luegindastólar öll sæti stillanle". sterkt (attáklæði. innlit S í ð u m ú I a 13 R e y k j a v í k sími 544 8181 Björgvin í brekkunni Árangur Björgvins á Evrópumótarööinni íalpagreinum ersá næstbesti sem íslenskurskíðamaöur hefur nokkru sinni náð. Hann er bjartsýnn á að halda uppteknum hætti á næstu mótum. Björgvin Björgvinsson skíðakappi endaði í fimmta sæti á sterku skíðamóti i vikunni. Þetta er einn besti árangur íslendings í brekkunum frá upphafi. Æfingarnar skila sér „Mér skilst að þetta sé framtíðin í skíðaíþrótt- inni og mér finnst sjálfsagt að það verði skoðað heima á íslandi að reisa svona hús." „Ég er mjög ánægður enda undanfarin ár kannski ekki verið ýkja góð hjá mér og ég gæli við að ná að halda þessu formi áfram," segir Björgvin Björgvinsson, skíðamaður frá Dalvík, en hann gerði sér lítið fyrir og náði fimmta sæti á sterku móti sem fram fór innanhúss í Hollandi í vikunni. Er árangur Björgvins sá næstbesti sem íslenskur skíðamaður hefur náð erlendis en kollegi Björgvins að norðan, Kristinn Bjömsson frá Ólafs- firði, vann tvívegis sigur á Evrópu- bikarmótum á sínum ferli. „Ein- hvem veginn gekk allt upp hjá mér en það er tilfinning sem ég hef ekki fundið um langa hríð og ég er mjög bjartsýnn á að mér takist að halda þessum dampi í næsta móti. Fyrst og fremst er ánægjulegt að finna að all- ur sá tími sem hefur farið í stanslaus- ar æfingar síðan í vor er að skila sér og ég er vaxandi sem skíðamaður." Fimmta sætið hjá Björgvini er enn betri árangur í ljósi þess að hann var 51. í rásröðinni en því aftar sem byrjað er því minni möguleikar á að ná góðum árangri, enda versna aðstæður í brautinni eftir því sem fleiri skíða hana. Björgvin tók einnig þátt í heimsbikarmóti sem fram fór í Sölden í Austurríki fyrir skömmu en féll í brautinni þar og lauk ekki keppni. Furðu vekur að skíðamót skuli yfirleitt vera haldin í Hollandi þar sem holt og hæðir eru vægast sagt af skomum skammti en til að vinna bug á því hafa Hollendingar byggt svokölluð skíðahús og þar fór um- rædd keppni fram. Björgvin var himinlifandi með aðstöðuna og seg- ist engan mun hafa fundið á því að keppa innanhúss og í brekkum utanhúss. „Þetta er sams konar til- finning og að vera í alvörubrekkum og fyrir utan þakið á húsinu er eng- inn munur á að keppa inni eða úti. Mér skilst að þetta sé framtíðin í skíðaíþróttinni og mér finnst sjálf- sagt að það verði skoðað heima á íslandi að reisa svona hús. Það yrði lyftistöng fyrir íþróttina og hægt að skíða allan ársins hring." aibert@dv.is Úrslitaleikur Hópbílabikars kvenna í körfu fer fram í dag Úrslitaleikur Hópbflabikars kvenna í körfubolta fer fram í DHL- höllinni í Frostaskjóli klukkan 16 í dag þegar tvö efstu liðin í 1. deild kvenna bítast um bikarinn. Keflavík hefur unnið þennan titil tvö síðustu árin og getur því unnið þriðja árið í röð. Á meðan Keflavíkurliðið hefur spilað alla úrslitaleiki í sögu fyrir- tækjabikars kvenna em Stúdínur að mæta í fyrsta sirrn í úrslitaleikinn en Keflavík hafði meðal annars slegið þær út úr undanúrslitum keppninnar tvö síðustu árin. Keflavíkurliðið hefur byijað tímabilið frábærlega og liðið hefur unnið alla ellefu leiki sína á tímabil- inu með 15 stigum eða meira og þar af hefur liðið unnið síðustu fjóra leiki sína með meira en 30 stigum. Á meðal þeirra er 42 stiga sigur Kefla- víkurkvenna á Grindavflc, 83-41, í undanúrslitaleiknum í Laugardals- höllinni um síðustu helgi en Kefla- víkurliðið er með skemmtilega blöndu af yngri og eldri leikmönn- um og auk þess mjög sterkan banda- rískan leikmann, Resheu Bristol, sem hefur spilað mjög vel í vetur. Birna Valgarðsdóttir hefur spilað stórkostlega að undanförnu og með hana í slflcum ham er afar erfitt að ráða við Keflavflcurliðið. Stúdínur töpuðu með 15 stigum þegar liðin áttust við í deildinni fyrr í vetur en þær rétt sluppu í úrslitaleik- inn eftir 77-70 sigur á nýliðum Hauka í undanúrslitunum. Hið unga lið Hauka var komið 14 stig yfir í upphafi seinni hálfleiks en ÍS vann síðustu fimmtán mínútur leiksins 45-24 og þar með leikinn. ÍS er byggt upp á tveimur landsliðs- konum, Signýju Hermannsdóttur og Öldu Leif Jónsdóttur en liðið hefur misst tvo byrjunarliðsmenn í meiðsli á síðustu vikum, þær Hafdísi Helgadóttur og Lovísu Guðmunds- dóttur. Lovísa hefur ekki spilað frá því í október og Hafdís, sem er 39 ára, á við erfið bakmeiðsli að stríða. í miklu stuði Birna Valgarösdóttir, fyrirliöi Keflavlkurliðsins, hefur veriö óstöövandi f sföustu leikjum. DV-mynd Stefán
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.