Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Blaðsíða 36
Grafíska smiðjan ehf. 11 -04 36 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 Helgarblað DV 3+1 +1: 199.800 TILBOÐ: 159.800. - 3ja sæta: 89.800 TILBOÐ: 74.800. Leðurborðstofustóll: 22.800 TILBOÐ: 15.800. Litir á stólfótum: Dökkbrúnn, Ijóst Natur og kirsuberja. 3+1 +1: 299.800 TILBOÐ: 199.800. - 3+2+1: 319.300 TILBOÐ: 219.800. ítalskur hvíldarstóll, alklæddur leðri: 93.800 TILBOÐ: 69.800. HÚSGAGNAVERSLUN SÍÐUMÚLA 20 sími 568 8799 I www.ondvegi.is I ondvegi@ondvegi,is Litir:Dökkbrúnt og koníaksbrúnt leður. toronto 3+1 +1: 369.800 TILBOÐ: 269.800. - 3+2+1: 389.800 TILBOÐ: 289.800. 3+1 +1: 229.800 - 3+2+1: 259.800. Opið: Virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 11-16, sunnudaga kl. 13-16. Litir: Cream, hvítt, svart og dökkbrúnt leður. SOIO Litir: Dökk og Ijóst áklæði Litir: Cream og koniaksbrunt leður Litir: Cream og rustrautt leður. Ekkert í mannle lengur á óvart Jónína S. Sigurðardóttir og Berg- lind Eyjólfsdóttir gengu til liðs við lögregluna fyrir rúmum aldarfjórð- ungi en Hjördís Sigurbjartsdóttir hóf störf fyrir þremur árum. Jónína vtu á vöktum við almenna löggæslu í rúm tuttugu ár en er nú yfirmaður á fjar- skiptasviði og fyrir rúmum mánuði gekk Berglind tii liðs við fornvama- deild rannsóknarlögreglunnar. Jón- ína og Berglind hófu saman nám við Lögregluskólann árið 1978, voru tvær í bekk með strákunum. Hjördís er nýliðinn í hópnum og hlustar með athygli á Berglindi lýsa nýju starfi fyrir Jónínu. Allar segjast þær hafa gengið í lögregluna af ævintýra- þörf en líka af áhuga og í ljós kemur að töluvert er um fjölskyldutengsl í starfinu. Konur í karlastétt Jónína segir karla hafa verið ríkj- andi í stéttinni þegar þær Berglind hófu störf. „Og þá hafði starfið ekki þróast mikið þótt konur væru vissu- lega í stéttinni. Maður ætíaði bara að skoða þetta, athuga hvort starfið hentaði og hér er maður enn." Berglind tekur undir en bætir við að faðir hennar hafi verið lögreglumað- ur. „Ég þekkti því nokkuð til starfs- ins og fannst það að því leyti spenn- andi. Rúmlega tvítug dóttir mín kom að máli við mig um daginn og er að velta fyrir sér að ganga í lögregluna, þetta er eiginlega í fjölskyldunni." Hjördís brosir og segist líka hafa þekkt til lögreglustarfa. „Maðurinn minn er lögreglumaður og mikið af vinúm okkar, ég ákvað því að kynna mér þetta starf enn frekar. Ég er enn á vöktum við almenna löggæslu og kann því ljómandi vel.“ Skógardísirnar hvíla sig sam- an Jónína stýrir daglegri þjónustu fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar á suðvesturhorninu úr Skógarhh'ð- inni. „Sem dæmi fær 112 yfir 300 þúsund verkefni á ári og af því fara um 75 af hundraði til okkar. Einnig sinnum við lögregluliðum við vinnu á vettvangi og ýmsu fleiru. Ég var til dæmis að koma í bæinn eftir tveggja daga fúnd með lögreglukonum, meðal annars þeim sem starfa við neyðarlínuna, í slökkviliðinu og fleirum. Við köllum okkur Skógar- dísirnar, förum nokkuð reglulega saman til funda einhvers staðar á landsbyggðinni. í þetta sinn fórum við beinlínis til að létta af sál og anda eftir erfið verk- efni en við gerum ýmislegt fleira í þessum ferðum." Berglind var lengi rann- sóknarlögreglumaður í of- beldisafbrotadeild en hef- ur nú fært sig yfir á forvarnasvið. „Ég var við morðrannsóknir, rann- sóknir á kynferðislegu ofbeldi gegn börnum og öðrum ofbeldisverkum. En frá því í byrjun októ- ber hef ég starfað við for- varnirnar; er tengiliður lögreglunnar við Al- þjóðahús og er í miklu samstarfi við félagsmið- stöðvar, Félagsþjónust- una og ýmis hagsmunafé- lög um allan bæ. Með þessu samstarfi má segja að nú komi ég að ýmsum málum fyrr en ég gerði í ofbeldis- afbrotadeild, þegar þau eru að byrja að láta á sér kræla, á frumstiginu." Allar í búningi í vinnunni Þegar blaðamaður spyr hvort Hjördís sé þá sú eina sem gangi dag- lega í lögreglubúningi, reka þær all- ar upp stór auga og svara í kór: „Við erum allar í búningi í vinnunni." Jónína bendir Júns vegar á að þegar Berglind var í rannsóknum hafi hún ekki verið í lögreglubúningi. „Og þetta er ansi erfitt, eins og þegar ég var að byrja í fyrsta sinn," viður- kennir Berglind. „Maður verður eitt- hvað svo áberandi en þetta venst. Búningarnir eru líka mun hentugri og þægilegri en ullarfötín sem við börðumst við fyrir aldarfjórðungi." Allir lögreglumenn hefja störf við almenna löggæslu, sumir kjósa að vera þar áfram en aðrir velja sér aðrar leiðir innan stéttarinnar, það fer eftír áhugasviði hvers og eins. „Ég var í 24 ár á vöktunum og er rétt að venjast því að vinna venjulegan vinnutíma. Vaktavinnan var farin að fara svolítið illa í mig, lífsklukkan var orðin viðkvæm." Hjördís segist ekki kannast við þetta enda sé hún eigin- lega nýbyrjuð. „Mér finnst gott að vinna um helgar og eiga frí á virkum dögum og finn ekki fyrir neinum vandamálum, enn." Jafnrétti á vinnustað Á síðustu átta árum hefur konum í lögreglunni fjölgað um sex af hundraði, lögreglukonur hér eru að verða hlutfallslega jafn margar og í Danmörku og Finnlandi en í Noregi og Svíþjóð eru þær mun fleiri. „Lögreglan er mjög íhalds- söm stofnun í eðli sínu," útskýrir Jónína. „Vana- bundin og íhaldssöm, allar breytíngar gerast mjög hægt. Við lög- reglukonur höfum fengið að þróast með stofnunni á síðustu árum, hægt." Berglind minn ir á að á tímabili þó ákveðin stöðmm í gangi. „Alveg rétt,“ tekur Jónína undir. „Konum fjölgaði nánast ekkert í stéttinni á tímabili en á síðustu árum hafa þær tekið kipp. Ég er með tólf karla og eina konu í vinnu, mér finnst við öll vera jafningjar. Langt er síðan ég hætti að skynja samstarfsmenn mína sem karla eða kontnr, nú skipta persónurnar öllu máli." Hjördís tek- ur undir þessi orð heils- hugar. „Það er nefnilega ekki kynið sem skiptir máli heldur ólíkar per- sónur sem bæta hver aðra upp vai Berglind Eyjólfsdóttir Rannsóknarlögreglu- maöuri forvarnadeild Lögreglunnar i Reykjavlk Hjordis Sigurbjarts- dóttir Lögregluþjónn við almenna löggæslu hjá Lögreglunni / Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.