Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 Helgarblað DV Hjónabandi Bubba Morthens og Brynju Gunnarsdóttur er lok- iö. Þekktustu hjón landsins hafa ákveðið að skilja eftir nítján ára hjónaband. Bubbi fluttur að heiman. Aftur einn. Eftir standa vinir og aðdáendur agndofa. Þetta átti ekki að geta gerst. „Ég get staðfest að við Bubbi erum skilin. Það gerðist nú nýlega," segir Brynja Gunnars- dóttir, eiginkona Bubba Morth- ens. „Við erum búin að vera sam- an í 19 ár og eigum þrjú börn en nú er þetta búið. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um málið." Sjálfur vill Bubbi sem minnst tjá sig: „Ég ræði þetta ekki núna. Kannski seinna," segir hann. Brynja, ég elska þig! Hjónaband Bubba Morthens og Brynju Gunnarsdóttur hefur frá fyrstu tíð verið sveipað dýrðar- ljóma hamingjunnar og hefur Bubbi sjálfur lagt sitt af mörkum til að festa þá ímynd í sessi. f þeim efnum hefur Brynja þó að mestu haldið sig til hlés. Bubbi hefur gert heilu plöturnar um Brynju og ort til hennar ástarljóð sem eru með þeim fegurri í seinni tíð. Þá hefur Bubbi vart komið fram á tónleik- um án þess að heilsa áhorfendum sínum og kveðja með orðunum: „Brynja, ég elska þig!" Þegar fréttin um skilnað þeirra Bubba og Brynju barst út í gær var sem þögn slægi á þá sem heyrðu. Konur gripu fyrir andlit, karlmenn hristu höfuð og barn grét. „Þetta átti ekki að geta gerst," sagði gamali aðdáandi Bubba. Sorglegt Silja Aðalsteinsdóttir, ritstjóri Tímarits Máls og menningar, skráði ævisögu Bubba Morthens fyrir nokkrum árum og þekkir hann fyrir bragðið betur en flestir. Henni var eins og öðrum brugðið í gær: „Þetta er rosalega sorglegt eins og alltaf þegar fólk sem hefur átt góðan tíma saman skilur," segir Silja en hefur þó fulla trú á að Bubbi nái sér upp úr þeim erfið- leikum sem nú blasa við honum. „Þó ekki sé það gleðilegt þá gæti þessi skilnaður opnað æðar fyrir Bubba og hann farið að semja sem aldrei fyrr. Listamenn hafa margir lag á að nýta sér uppákomur sem þessar. Hins vegar veit ég að Brynja hefur verið kjölfestan í lífi Bubba svo lengi og verið honum mikilvæg á svo margan hátt," segir Silja. Fyrri konan Jónas Jónasson útvarps- maður sagði eitt sinn að vissulega væru skilnaðir slæmir en þeir væru þrátt fyrir allt verstir fyrst en svo vendist það. Svona eins og með lífið. Það veit Inga Sólveig Frið- jónsdóttir, fyrri eiginkona Bubba Morthens. Hún var hissa eins og aðrir í gær: „Þetta er leiðinlegt að heyra. Brynja hefur verið alger stólpi í lífi Bubba og þetta eru ekki góðar frétt- ir fyrir hann," segir Inga Sólveig sem átti sínar góðu stundir með Bubba eins og fram kom hér í DV fyrir nokkrum vikum þegar hún riQaði upp árin með goðsögninni. xPaxí acF e/sAa Ástarjátning Bubba til Brynju Það var einn morgun snemma sumars þegar sólin klkti inn ég sat við giuggann meö kaffið var að horfa á himininn geislarnir tipluðu inn á hvítum fótum og földu brosin sín og fundu þig undir sænginni mjúku og opnuðu augun þín. Og Það er gott að elska og það er gott að elska og það er gott að elska konu eins og þig. Þú býður mér blíðlega góðan dag og drekkur þitt kínverska te dimmblá fegurð augna þinna er það eina sem ég sé Það er Ijúft að horfa á þig og finna friðinn sem leggur frá þér þú ert falleg svona nývöknuð, þú ert allt sem ég óska mér. Og það er gott... Og nú er ég orðinn faöir og finn hvursu Ijúft það er að fá furðu smáar hendur aö morgni dags um háls á mér. Og gagnvart konu eins og þér er ástin mitt eina svar og efþað er lífeftir þetta lífþá mun ég elska þig líka þar. Og það er gott... „En það þarf alltaf einhver að vera að hugsa um Bubba og það hefur Brynja gert," segir hún. Fyrir skemmstu var frumsýnd heim- ildarmynd um Hvernig Hive hentar þér? Frftt download Frítt download H8 H12 Mb tenging [<r 5.99Q á mánuði 12 Mb tenging |<r 7.99Q á mánuði Frítt download H20 20 Mb tenging 9.990 á mánuöi Innifalið C öllum pökkum: Frf uppsetning. Frltt „download". Föst IP tala. Frftt mótald að verðmæti 21.990 kr. Frftt þráðlaust innanhússnet. Hive þjónusta í sfma 414 1616.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.