Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 27. NÚVEMBER 2004 Helgarblað DV Af hnífi, skeið og gaffli Forfeður okkar á forsögulegum tíma veittu þvf að sjálfsögðu athygli hve auðvelt var að vinna á fæðu með beittu grjóti. Þegar slfkt grjótlá ekki beinlfnis við fæturþeirra tóku þeir til við að höggva annað grjót til. Strandbúar þurftu auðvitað ekki aö hafa fyrir þvf, í öllum fjörum var fullt afskeljum sem dugðu jafn vel, efekki betur. Þeir snjöll- ustu festu prik við skelina til að ná tengra inn f hitann og gufuna og sjá, frumskeiðin hafði litið dagsins ijós. Með akuryrkjunni, stéttaskiptingunni og borgarmynduninni mátti gefa sér tima til að þróa frekarhnífa sínaogskeiðar.Þar kom aö áhöld þessi voru unnin úrmálmum og þeir auðugustu og glysgjörnustu skreyttu handföng verkfæranna ótæpilega. Á blómaskeiði menningar sinn- ar þekktu Grikkir vel til steikargafla og not- uðu þá jafnvel til að halda keti og ööru hráefni föstu meðan skorið var en það var ekki fyrr en á 7.öld okkar tímata/s að menn töldu sér bæði Ijúft og skylt aðnota slfk áhöid til að stinga matnum upp f sig við konungtegar hirðar f Mið-Austurlöndum. Austur f Býsans var aisiða að nota hnífog gaffalá matartímum strax 10. öld. Öld sfð- argekk hertogi afFeneyjum að eiga stúlku frá Býsans og voru hnífapör í heiman- mundi hennar. Fiún kynnti þennan siö I hertogahöllinni f Feneyjum en hann þótti í senn trúvilla og algjört hneyksli. Griska stúlkan andaðist skömmu síðar og töidu Feneyingar vlstaðhún hefðiþar með hlotiö guðlega refsingu fyrirglæp sinn. Karl V. ríkti yfir Frökkum á sfðari hluta 14. aldar og eru gafflar nefndir til sögunnarl heimilisbókhaldi hans. Þar er þó skýrt tekið fram að þá skuli aðeins nota við mat sem annars klístrast við fingurna. Árið 1533 gekk Hinrik Frakkakóngur II að eiga Katrfnu afþeirri frægu Medici-ætt á ítaiiu. Hún hafði með sér gaffla að heiman og þrjátlu árum sfðar var skráð á franska bók I mannasiðum að þýskir ætu súpur meö skeiðum, Itaiir með göfflum. Þeir sfðar- nefndu týndu fæðu i föstu formi upp úr súpunni með göfflunum en drukku svo vökvann úr skálunum. Á sömu bók er einnig tekið fram að meðal þýskra og ítalskra mat- argesta fái hver sinn hnífen íFrakklandi séu tveir til þrlr hnffar lagð- ir á borð handa öllum veislugestum. Englend- ingur nokkur brá sér til Italíu snemma á 17. öld og lærði að borða með gaffii. Hann tók siðinn með sér heim en varð að athlægi fyrir sérvisku sakir og pempfuhátt. Ummiðja 18.ötdhöfðu gafflar breiðst útum alla Evrópu og til Vesturheims og eru í laginu eins og við þekkjum f dag. Sumir kalla þá klofnar skeiðar og sveigjan á þeim er til að sá sem mundar gaffai- inn sjái hvað hann er að skera. En notkun þessarar tegundar hnffapara verður þó ekki almenn fyrr en með tilurð ryðfrla stálsins á fyrri hluta sfðustu aldar. Inga Þórsdóttir er forstöðumaður Rannsóknarstofu í næringarfræðum og veit því allt um eðli og tilgang næringar mannsins. Hún veit þó eins og við hin að margt er gott þótt það sé ekki beinlinis hollt en heldur sig við grundvallarregluna gömlu og góðu: Allt er gott í hófi. | Inga Þórsdóttir „Vitum meira um bflana og hvað gerir þeim gott en okkursjálf.“ Kryddlegin keila Eiríks fisksala Beinhreinsaðir keiiubitar lagðir í lög Eiríks úr mildri ólífuollu, salti og nýmöluðum pipareða pipar- kornum eftirsmekk, finsöxuðum iauk og eilitlu affínsöxuðum hvítlauk og papriku eða paprikudufti. Keiian á ekki að vera á kafi í leginum, frekar löörandi í honum. Geymt í ísskáp í 1 -2 klukkustundir. Sett í eldfastmótí 180-200'C heitan ofn 115-20 mín. Græna salatið hans Marks Jökiasaiat eða hvaða græna salat sem er. Niðurskorin fennika eftirsmekk. Niöursoðnir rauðrófubitar eftir smekk. Hneturað eigin vali, pekan-hnetur eru bestar.Strákarnir á heimilinu borða ekki salatið efsettur er lögur á það, aðrir geta að sjálfsögðu dreift kryddlegi yfir. Mffltum mmtaetningu matnr með nnkinni Mslu „Auðvitað á ég það til að bragða á ýmsu óhollu eins og aðrir," viður- kennir Inga Þórsdóttir, prófessor í næringarfræðum og forstöðumaður Rannsóknarstofu í þeirri grein. „Því allt er gott í hófi. Aðalaðatriðið er að heildin sé passleg, fjölbreytt og góð. Ég er töluverð matmanneskja en maðurinn minn, Stefán Einarsson, er miklu duglegri að elda. Mér finnst einfaldara að koma honum fyrir í eldhúsinu en leita uppi gómsæti í uppskriftabókum. “ Maðurinn verður að borða Inga segir að í stórum dráttum fjalli næringarfræðin um áhrif mat- arins á heilsu mannsins. „Þetta er náttúruvísindagrein en hún sækir líka þekkingu í ýmsar greinar félags- vísinda og þær greinar sem fjalla um manninn og atferli hans, því nær- ingin er samofin ótal þáttum í lífi okkar. Maðurinn verður að borða til að veita líkamanum orku og efni til að byggja upp og viðhalda frumum og vefjum og ekki síður færa líkam- anum efni sem stilla og stjórna efna- skiptunum. Að auki þurfa börn og unglingar orku til að vaxa og þrosk- ast. Og mannslíkaminn notar ork- una einnig til hreyfingar. En matur hefur að sjálfsögðu ekki síður félags- lega þýðingu eins og sjálfsagt flestir þekkja." Mataræði barna „Á Rannsóknarstofu í næringar- fræðum stundum við margskonar rannsóknir," heldur Inga áfram. „Verkefnin eru styrkt af Evrópusam- bandinu, Rannís, Vísindasviði Há- skólans, norræna styrki höfum einnig fengið og eilítið á fjárlögum. Aðalviðfangsefnið hjá okkur er mataræði barna og við erum eina stofnunin á íslandi sem sinnir því. Því mæðir töluvert á okkur núna þegar líkamsþyngd barna er að auk- ast, fimmta hvert barn telst of þungt. Við höfum gert rannsóknir á matar- æði ungabarna, 2 ára barna, 6 ára, 9, 11 og 15 ára." Upplýsing gegn markaðssetn- ingu „í þessu hraða nútímasamfélagi eru máltíðir fjölskyldunnar yfir daginn sjaldnast skipulagðar, krakkar eru mikið einir heima. Og því er ekki að neita að markaðs- setning skyndibitanna er ansi hörð og börnin ginkeypt fyrir henni. For- eldrar kenna börnum ekki lengur að borða hollan mat og varla leiks- skólar eða skólar heldur. Sennilega er farsælast að byrja kennslu í nær- ingarfræðum fyrr í grunnskólum, auka skilning barna á hlutverki og verkan næringarinnar. Mæta þannig allri markaðssetningunni með fræðslu svo ekki sé hægt að segja þeim hvað sem er. f raun er svo komið að við vitum meira um bílana okkar og hvað gerir þeim gott en okkur sjálf. Það gerir rígfull- orðnu fólki engan stórskaða að fitna eitthvað undir lokin en of þungt sex ára barn með ævina framundan er mun alvarlegra mál," segir Inga og tekur upp léttara hjal. „Fisksalinn okkar, hann Eiríkur, er til mikillar fyrirmyndar. Nú ætla ég að leggja keilu í krydd og olíu, sem hann kenndi mér að búa til, og bera fram með salatinu hans Marks og soðnum kartöflum." rgj@dv.is HVENÆR FÓRSTU SÍÐAST ÚT AÐ BORÐA? „Ég og móðir mín fórum sam- an á veitingahúsið Ítalíu. Hún var nýkomin frá útlöndum og við höfðum ekki sést nokkuð lengi svo við skelltum okkur saman út. Ég fékk mér pítsu þetta var ánægjuleg kvöld- stund hjá okkur mæöginunum." Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari. Kínahúsið ★★★ Veitingarýni Alltaf traust og alltaf eins Kínahúsið við Lækjargötu er alltaf eins, ár eftir ár, í tæpan áratug. Þar er sama elskulega þjónustan, sömu notalegu húsakynnin í stöðluðum Kanton-stfl rauðum, sama rólyndið og sama lágværa tón- hstin og fyrst og fremst sama góða, staðlaða Kanton-eldamennskan. Þarna er boðið upp á hefð- bundna matreiðslu frá Kanton, hingað komna frá Singapúr. Þetta eru einkum súrsætar rækjur djúp- steiktar, pönnusteiktur kjúklingur með bambus og sveppum eða kjúklingakarrí, pönnusteikt lamba- kjöt eða svínakjöt í sterkri ostru- sósu, nautakjöt með blaðlauk, jasmínte og súpa dagsins, oftast eggjadropasúpa eða grænmetis- súpa með núðlum. Þetta eru svo sem sömu réttirnar og á öllum öðrum stöðluðum Kína- stöðum. En hér er matreiðslan betri en annars staðar. Hér er eldað fyrir hvert borð fyrir sig, en maturinn ekki veiddur ofeldaður upp úr hitak- össum. Hér er hæfilega mikið af sósu í hádeginu, en heldur of mikið á kvöldin. I seinni tíð hefur djúp- steikingahjúpur stundum farið örlít- ið úr hófi fram. Þetta er líka ódýr staður, 800 krónur súpa og súrsætar rækjur djúpsteiktar í hádeginu, 900 krónur súpa og þríréttað í hádeginu og 1950 krónur súpa og fimmréttað á kvöldin. Þá eru nokkrar sérstakar kvöldverðarsyrpur á 2750 krónur að meðaltali. Allt eru þetta meira eða minna sömu endurtekningar á sama hráefninu og sömu mat- reiðslunni. Einnig er hægt að fara í langa matseðilinn og panta einstaka rétti af honum, svo sem meyran og fínan hörpudisk með sterkri ostrusósu eða hæfilega pönnusteiktar rækjur með cashew-hnetum eða bragðsterkan Szekkuan-kjúkling í rauðri sósu. Slík matreiðsla af sérseðli hefur tilhneig- ingu til að vera örlitlu betri en matreiðslan á stöðluðu réttunum í framboði dags- ins. Ég kem ekki hingað að leita að nýjungum I matar- gerðarlist. Þegar ég nenni ekki að elda, kem ég oftar hingað en annað, af því að ég veit, að hér snýst hnött- urinn ekki, heldur stendur kyrr og traustur. Of fáir vita, að Kínahúsið hefur árum saman verið einn af homsteinum veitinga- rekstrar í Reykjavík. Oftast eru laus pláss í hádeginu og á kvöldin. Jónas Krístjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.