Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Blaðsíða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Blaðsíða 61
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 61 Enn baristvið Traffic Maður var sleginn í götuna við skemmtistaðinn TrafBc í Keflavík í fyrrinótt. Að sögn lögreglu í bænum lá hinn barði í götunni þeg- ar lögreglumann bar að og aðstoðaði hann fómarlamb- ið við að komast undir læknishendur í bænum. Árásarmaðurinn náðist stuttu síðar. Ekki er talið að alvarlegir áverkar hafl hlot- ist af högginu en fyrir tæp- um tveimur vikum veitti knattspymumaðurinn Scott Ramsey dönskum hermanni þungt högg inni á sama skemmtistað sem leiddi til dauða hins síðamefnda. Fullirábílí miðriviku Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af tveimur ökumönnum aðfaranótt fösmdags vegna ölv- unaraksturs. Að sögn lögreglu er nokkuð óvanalegt að svo mik- ið sé um ölvunarakstur í miðri viku og fátítt raunar að um tvo ökumenn sömu nótt sé að ræða. Vill lögregla brýna fyrir þeim ökumönn- um sem enn hafa ekki áttað sig á því að akstur ökutækja og neysla áfengra drykkja eigi aldrei samleið - sama hvað dag er um að ræða. Dómur á sextán ára hassstelpu Stúlka sem lögregla tók með hálft gramm af tóbaksblönduðu hassi á Akureyri í júlí hefur verið dæmd til að greiða 20 þús- und króna sekt. Borgi stúlk- an ekki sektina þarf hún að sitja í fangelsi í þrjá daga samkæmt dómi Héraðs- dóms Norðurlands eystra. Stúikan var farþegi í bíl sem lögreglan hafði stöðvað. Hún lét ekki sjá sig fyrir dóminum sem við ákvörð- un refsingar tók tiflit til þess að stúlkan var aðeins sextán ára þegar hún var tekin með hassið. Milljón í Grettislaug Fyrirhugað er að leggja eina mifljón króna úr ríkis- sjóði til endurbóta á Grett- islaug á Reykhólum. Meiri- hluti fjárlaganefndar leggur þetta til í breytingatillögu sinni við fjárlagafrumvarp 2005. Þá vill nefndin einnig að Reykhóladeild Lions- klúbbs Búðardals fái hálfa milljón króna til að gera minnismerki um Jón Thoroddsen skáld sem fæddist á Reykhólum árið 1818. Þá vilja meðlimir Qár- laganefndar að ferðamála- félag Dalasýslu og Reyk- hólasveitar fái eina milljón í framlag úr rfldssjóði, að því er segir á heimasíðu Reykhólahrepps. Rannsóknarlögreglumaðurinn Kristján Ingi Kristjánsson skrifar um barnaníðing- inn Ágúst Magnússon í bókinni Norrœn sakamál 2004. Kristján segir trúarhita Ágústs hafa komið á óvart. Ágúst hafi greitt 50 þúsund króna sekt til sumarbúða KFUM þar sem hann kenndi ungum drengjum sjálfsfróun en sloppið við kæru. Ágúst Magnússon barna níðingur Rannsóknarlögg- an sem kom honum I fang- elsi lýsir málinu I nýrri bók. Agust bao til guös og misnotaði unga drengi „Rannsókn þessa máls vakti óhug, jafnt þeirra sem voru nýliðar í slíkum rannsóknum og þeirra sem töldust reyndari," segir Kristján Ingi Kristjánsson, rannsóknarlögreglumaður í Reykja- vík, um mál barnaperrans Ágústs Magnússonar sem situr nú á Litla-Hrauni fyrir kynferðisbrot gegn ungum drengjum. Kristján sá um rannsókn málsins og skrifar um reynslu sína í nýútkom- inni bók, Norræn sakamál 2004. „Ekki er hjá þvl komist að mál sem þetta festist í hugum manna og geti haft áhrif á sálarheill þeirra. Það er í þessu sem öðru sem störf lögreglumanna geta reynst erfið,“ segir Kristján Ingi og rifjar upp hvernig málið kom fyrst inn á borð lögreglunnar. Barnaklám í tölvunni „f apríl árið 2003 kom ungur maður á lögreglustöðina og til- kynnti um mann sem væri að reyna að lokka til sín unglingsdrengi á spjallrásum internetsins. Hann nefndi tvo unglinga sem hann vissi að höfðu farið heim til mannsins og átt í kynferðislegu sambandi við hann þar,“ segir Kristján Ingi. Það var mánuði síðar sem hinn grunaði barnaníðingur var hand- tekinn á vinnustað sínum og í kjöl- farið var gerð húsleit á heimili hans í Reykjavík. Þar var lagt hald á mikið magn barnakláms; á tölvutæku formi og myndböndum. Kristján Ingi lýsir bakgrunni sak- borningsins, Agústs Magnússonar. Kenndi sjálfsfróun í sumar- búðum „Maðurinn [Ágúst Magnússon] fæddist á 7. áratugnum og ólst upp í Reykjavík hjá foreldrum sínum ásamt eldri systur. Á unglingsárum átti hann kynferðislegt samband við aðra drengi. Hann átti erfitt með að nálgast konur og átti sína fyrstu kynlífsreynslu með konu 21-22 ára gamall." Kristján Ingi segir Ágúst hafa sautján ára orðið mjög trúrækinn og frelsast. Hann hafi farið að vinna í kristilegum sumarbúðum KFUM fyrir drengi þar sem hann hafi sýnt drengjunum klámblöð og kennt þeim að fróa sér. Ágúst var ekki kærður en þurfti Hann átti erfitt með að nálgast konur og átti sína fyrstu kyn- lífsreynslu með konu 21-22 áragamall. að greiða sumarbúðunum 50 þús- und króna sekt og misstí vinnuna. Velti sér upp úr klámi Ágúst var handtekinn. Við yfir- heyrslur kom trúarhiti mannsins lögreglunni á óvart. Kristján Ingi segirÁgúst ávallt hafa haldið bæna- stund áður en yfirheyrslur hófust. „Maðurinn virtist iðka trú sína af kappi á milli þess sem hann velti sér upp úr klámefni þar sem börn áttu í hlut," segir Kristján Ingi og bætir við að í fyrstu hafi Ágúst gefið lítið upp; sagt ungu drengina sam- kynhneigða - hann vildi ekki rjúfa trúnað við þá. „Þar sem sakborningurinn vildi ekki skýra frá nöfnum fórnar- lambanna var einsýnt að þau þurfti að finna með öðrum hætti. Brugðið var á það ráð að lesa öll tölvusam- skipti sem maðurinn hafði átt á irkinu á internetinu," segir Kristján Drög að breytingu á hundasamþykkt Reykjavíkurborgar Allir verði gjaldskyldir - hundabú líka „Þessi breyting á hundasam- þykkt Reykjavík- ur snýst um það að allir hundar séu gjaldskyldir. Eins og þetta er þá eru þeir sem eru með Katrín Jakobosdóttir „Ætl- un okkar er ekki að setja alla hunda inn I búr, þvert á móti, “ segir formaður heilbrigðis- og umhverfisnefndar Reykjavíkur. dýrhald í atvinnuskyni undanþegn- ir,“ segir Katrín Jakobsdóttir, for- maður heilbrigðis- og umhverfis- nefndar. Katrín segir að með þessari breytingu muni hundabú eins og á Dalsmynni framvegis greiða skrán- ingargjald einu sinni á ári en fleiri hundabú eru ekki á svæðinu. „Eftirlitsgjöld verða allir hunda- eigendur að greiða en í þessum drögum erum við að tala um skrán- ingargjöld. Við höfum fengið gagn- rýni á drögin og munum taka tillit til hennar og skoða þetta nánar. Ætíun okkar er ekki að setja alla hunda inn í búr, þvert á móti. Við viljum á hinn bóginn að þeir sem sækja um leyfi fyrir hundarækt í atvinnuskyni greiði einnig gjald af hundunum, þótt ekki sé það eftir- litsgjald," segir Katrín. Aðspurð hvort ræktendur sem í framtíðinni fái leyfi til hundrækt- unar í atvinuskyni og séu með inn- an við tíu hunda megi þá ekki viðra hunda sína á gangi, segir Katrín: „Það er rétt það er ýmislegt að athuga við þessi drög enn ekki vanst tíma til að ræða þau á fundi nefnd- arinnar á fimmutdag." Ingi og lýsir því hvernig sú vinna skilaði sér í að nöfn þeirra tveggja ungu drengja sem Ágúst hafði mis- notað fundust. Stórborgarhættur á netinu Nú fór í hönd erfiður tími fyrir lögregluna sem þurfti að hafa uppi á fórnarlömbunum og ljúka rann- sókninni. Á endanum var Ágúst ákærður fyrir að hafa átt í vörslu sinni 5.138 ljósmyndir, 13 myndbandsspólur og 826 hreyfimyndir sem sýndu7 barnaklám. Hann var einnig ákærð- ur fyrir að hafa í nóvember 1999 lokkað dreng heim til sín og misnotað hann gróflega yfir langt tímabil. Ágúst var dæmdur í fimm ára fangelsi. Kristján Ingi segir í niðurlagi bókarkaflans að þetta mál sýni á óyggjandi hátt að ýmsar hættur geti steðjað að börnum með tilkomu netsins. Netið sé að sumu leyti eins og stórborg: „í sum hverfi er óhætt að fara allan sólarhringinn, en í önnur hverfi fer maður alls ekki, viljí' maður halda lífi og limum," segir Kristján Ingi rannsóknarlögga. Albani tapar Albanskur maður, Artan Lamaj, tapaði í gær máli sem hann höfð- aði gegn íslenska ríkinu fyrir að hafa verið settur í gæsluvarðhald árið 2002. Sýslu- maðurinn á Keflavíkurflug- velli stöðvaði Albanann þegar hann kom til landsins með vega- bréf sem grunur var um að hann ætluð væru albönskum hjónum sem voru hér á landi. Vegabréfrm- um hafði verið stolið £ Slóveníu. Maðurinn var sýknaður fyrir íslenskum dómstólum og fór í skaðabótamál. íslenska ríkið var sýknað af bótakröfunni í héraðs- dómi. Hæstiréttur hefur nú stað- fest þann úrskurð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.