Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Blaðsíða 33
32 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 Helgarblað TtV DVHelgarblað LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 33 Hallgrímur Helgason - klassfskur afahattur Tómas R. Einarsson - Guajira-bændahattur Djassmenn hafa úrkynjast í hattamennskunni „Ég keypti þennan hattl mars í Havana. Það var nú ekki I vandaðri hattabúð eins og víöa er að finna erlendis heldur á útmarkaði. Það er oft heitt á skallanum á mönnum á Kúbunni. Ég held að þeir kalli þetta„guajira“ sem útleggst meira sveita- eða bændahatt- ur. Þetta er hattur sveitamannsins á Kúbu,“segir Tómas R. Einarsson djasstónlistarmaður. Tómas segist ekki vera mikill hattamaður. Veðráttan á íslandi gefi því miður ekki færi á því.„En mér þykir gaman að skreyta mig með þessu þá sjaldan er logn hér. “ Kúbverskur bændahattur hæfir illa Islenskri veðráttu en Tómasi þykir væntum hattinn.J september var ég I Barselóna og kom þá I einhverja þá finustu hattabúð sem ég hefséð. Þar voru hattar aföllum merkjum: Stetson og öllu þessu... Borsalino. Já, það eru hattar eins og fínir glæpamenn gengu með á 4. og 5. áratugnum. Mafíuhattar. En þeir voru um- talsvert dýrari en bændahatturinn minn." Og það kemur á daginn að þaö er heilmikill djass í höttum.Jú, en það má segja að viö, margir djassmenn, höfum úrkynjast að þvileyti. Á myndum afdjassmönnum frá 3. og 4. áratugnum, sving-timanum, þá eru þeir margir með hatta. Þá var klassiyfir þessu. Allir þeir stóru voru með hatta. Og það er eitthvaö ómeðvitað sem fær mig til að kaupa hattá svona ca. 10 ára fresti. Ætli það sé ekki djassskyldan sem rennur manni til blóðsins. “ Valur Gunnarsson - kurekahattur frá Minneapolis Hattakúltúr er merkilegt menningarlegt fyrirbæri að mati Jakobs Bjarnars Grétarssonar sem ræddi við nokkra sem heita mega hattamenn íslands. Þeir eru sammála um að hattamenningin sé á uppleið eftir löng, mörg og mögur ár. Athyglisvert má heita að þeir sem við sögu koma eru allir listamenn af einhverju tagi: Tónlistarmenn, myndlistarmenn, rithöfundar og blaðamenn. ■ i 1 Jl ■ J. 'JI iJ í J _ í Björgvin Halldórsson - Stetson Borsalino Ekki hægt að taka tónlistina alvarlega án hatts „Þó að það megi líklega rekja sögu hattarins og tengsl hans við kántrítónlistina langtinn á gresjurnar miklu, þá veröur hatturinn fyrst nauðsynlegur partur aftónlistinni með Hank Williams," segir Valur Gunnarsson ritstjóri, krltíker og tónlistarmaður og... sannurhattamaöur. Hann dregurhvergi úrþvíaö hattarsem slíkir eigisér menn- ingarlegar rætur, ekki slst I tónlistinni, auk þess að vera þarfaþing. „Þannig var að Hank var afar þunnhæröur maður og gekk þvlgjarnan með barðastóran hatt til að hylja skallann. Þegar Hank svo varð guðfaðir kántrltónlistarinnar komst það I tísku meðal tónlistarmanna aö ganga með hatt, rétt eins og þaö komst I tlsku eftir daga Alexanders mikla, sem óx ekki skegg, að vera skegglaus. Þvl er erfitt að sjá hvernig menn eiga að geta tekið tónlist sinni og tónlistarrótum slnum alvarlega án þess að eiga hatt. “ Valur hefur rekiö hljómsveitina Rlkið um árabil. Enhann spilaði sína fyrstu sólótónleika IMinneapolis, Minnesota, I febrúaráriö 2001 á afarstórum tónleikastaö. „Þar sem það gekk stórslysalaust keypti ég mér einmitt hattíkjölfarið, sem og nótnabók með lögum Hanks Willi- ams. Hatturinn og ég höfum oft slðan orðiö viöskila en hann hefur þó alltaf rekið aftur á fjörur mlnar fyrr eða slöar. Á tónleikum með Rlkinu var ég gjarnan meö hatt og I nasistafrakka, sem er skemmtileg samsvörun, þar sem kúrek- arnir vildu temja villta vestrið en nasistarnir vildu temja villta austrið. Kúrekunum tókst þó talsvert betur upp með þjóðarmoröum slnum, enda ráða þeir heiminum ídag. Tónlist þeirra er hins vegar mun skemmtilegri en stjórn- málastefna þeirra og þaö er llklegt að næst þegar ég geri plötu veröi þaö hreinræktaöra kántrl en Rlkiö var með. “ Eirfkur Örn Norðdahl - Stetson-hattur frá foreldrunum Halldór Bragason - kanadískur Smokey River Framlenging á persónuleikanum „Þennan hatt held ég mikið upp á. Hann var keyptur á Itallu fyrir mörgum árum og heitir Stetson Borsalino. Þennan hatt hefég mikið notað og hann er Imiklu uppáhaldi. Hann var vlgður I fyrsta skipti á fjölunum I Gamla blói þegar ég tók þátt i uppfærslu á Evitu I hlutverki farandsöngvarans Magaldis," segir stórsöngvarinn og poppstjarnan Björgvin Halldórsson. Hann segist vera með ýmsa delluna og hattar og höfuðföt alls konar eru sannarlega liöurlþví. „Hin ýmsu höfuðföt eru þeim galdri gædd að geta framlengt persónuleika hvers og eins á hinn ýmsa hátt. Fer allt eftir því hvernig þú setur þau á höfuðið: Á ská eöa aftan á hausinn á þér eða lætur slúta niður á ennið, til vinstri eða hægri. Fer allt eftir skapinu. Spurðu bara Reyni Trausta." Björgvin á fjölmarga hatta og húfur afýmsu tagi enda þótti I gamla daga sjálfsagt að bera hatt.„Til þess að skýla höfðinu eða bara til aö geta tekið ofan fyrir dömunum. Þetta er hefð sem sttH eryfír. Fólk á að nota hatta mikið meira. Hattur er punkturinn yfír l-ið. Allt fráhattionískó ...varslogan sem notað varhjáherradeildPÓIgamla daga. Eitt flottasta slagorð sem um getur." | Varð miklu meira dandí eftir að hann fékk hattinn „Þetta er Stetson Darby. Foreldrar mínir keyptu hann handamérl25 ára afmælisgjöfá Strikinu I Kaupmannahöfn. Ég hefekki tekið hann ofan síðan," segir Eirlkur Örn Norðdahl rithöfundur og næturvörður á hóteli á ísafírði... „Nei. Ég lýg þvl, ég tók hann ofan á þriðjudaginn, I fjóra klukkutlma og fór niður I bæ. Gekk framhjá Hressó en þar inni sat hinn snjalli smásagnahöf- undur Ágúst Borgþór á spjalli við Sigurð Pálsson. Ágúst Borgþór kom auga á mig og sá ástæðu til aö blogga um þennan einstæða viðburð þremur tímum slöar - stútfullur afkaffí." Á þvi leikur enginn vafí að Eiríkur Örn er hattamaður afGuðs náð.„Þetta byrjaöi allt með sixpensara. Svo fékk ég mér kúluhatt einu sinni, gabbaði kærustuna mlna til aö gefa mér sllkan Ijólagjöf. Svo var mér eitt sinn hent út úrpartli afþvlaö kúluhatturinn þótti Ijótur, passa illa og vera ósmekklegur. Þannig að ég fór aftur I sixpensarann. Ég þurfti reyndar að endurnýja sixpensarann því fullir ráðstefnukallar á hótelinu þar sem ég vinn stálu mlnum gamla. En ég fékk hann bættan og hálfu ári síðar... bíddu, bíddu, ég var á smá tlmabili meö þýskan koll. Lúterskan smáhatt, sem er kolla með deri, og svo fékk ég þennan 125 ára afmælisgjöfog hann hefur fylgt mér slöan. “ Eiríkur segir miöur hversu fáir hattamenn eru á Islandi og skrýtið því hatt- ar eru fallegir. Hann telur ástæðuna hugsanlega felast Iþví aömenn sem beri hatta njóti ofmikillar athygli fjöldans sem er með sína sjálfsmynd á reyki. Það þarfþvlsterk bein til að bera hatt. „Ég bý á ísafirði og þar eru allir vanir þvl að ég sé klæddur eins og fábjáni. ísfiröingar eru umburðalyndir," segir Eirikur sem fellst snarlega á aðhatt- urinn sé rlkur partur afsjálfsmyndinni. Og það breyttist margt eftir að hann fékk þennan fína stetson.„Ég varð miklu meira dandi, er nú með gullhring og gullúr og miklu fínniI tauinu en áður." Gott gegn ofbirtu sviðsljóssins Þetta er kanadískur hattur og er afSmokey River-gerð meö túrkissteinum og silfursylgjum, “ segir Dóri Braga, blús- og hattamaður afGuðs náð.„Geröur af Biltmore-hattagerðinni frægu. Ég hefátt nokkra hatta, Stetson-hattar voru mjög flnir. Góður hattur er eins og fasteign. Upphaflega var þetta dilla. Maöur fór út og keypti sér hatt. Allir blúsmenn með hatt. Svo var þetta fínt á sviðinu til að fá ekki Ijósin I augun. Það var eiginlega upphafíð að þessu. Til að maður fengi ekki ofbirtu I augun af sviðsljósinu." Dóri hefur verið hattamaður I mörg ár.hátt!annan tug ára, og tengir hattamennsku slna tvímæla- laust blúsnum. „Ég hefreynt að spila blúsinn hattlaus en er alveg hættur því. En svo er llka gott aö geta sett á sig þennan hatt þegar maöur fer I ákveðinn ham. Svona llkt og leikari. Setur á sig þennan hatt. Þetta er hluti afmanni. Alter-egó. Ég breytist að vissu leyti þegar ég er með hattinn. Og að vissu leyti getur hatturinn verndað orkuna. Svo á ég llka Stetson-húfu. Hún er mjög góö og hana nota ég I veiði. “ Dóri er þeirrar skoðunar að hattamenningin sé I mikilli uppsveiflu núum stundir. Ungir menn eru komnir með húfur og eiga eflaust eftir aö þroskast upp I hattana.„En fyrir 15 árum, þegar ég var að byrja á þessu, var maður eins og hvltur hrafn á götum borgarinnar. Þá voru þeir teljandi hattamenn- irnir. Mjög sérstakt... þaö er ákveðin tækni á Islandi að bera hatt, vegna vinda. Það þarfað bera höf- uöiö þannig að hatturinn brjóti vindinn. Þetta er nokkuð sem lærist á löngum tlma." Kennedy drap hattakúltúrinn Já, ég ersannarlega einn hattamanna Islands," segir Daði Guöbjörnsson listmálari sem á um tlu hatta. Nokkrir eru týndir og tröllum gefnir. „Þannig fór nú um fyrsta hattinn sem ég fékk mér en þetta er rétt fyrir 1990. Hann (hatturinn) fór á barinn og þegar hann var aðlabba heim, faukhanní tjörnina. Ég fauk ekki á eftir honum ogsénú reyndar eftir því." Sá hattur sem Daði ber á myndinni er „Amerikani" eins og hann kallar hattinn. „Stetson. En ég á llka evrópska hatta, tvo Ástrala, annan sem er með tönnum og heitir Tanni, sá eini sem ber nafn, sporthatta og meira að segja einn Clouseau lögregluforingjahatt. Ég nota allar týpur“ Hattamennska Daða hófst áríð 1988 en þá keypti hann sér ástralskan hatt. Daði segir að löngum hafí verið erfitt að fmna hatt viö hæfi en nú sé hægt aö kaupa fina hatta á þremur stöðum við Laugaveginn og hann telur að engin borg geri betur vi'6 hattamenn sina en Reykjavlk. Hann segir gott að vera hattamaður á Islandi þrátt fyrir veður og vinda. „Þetta venst. Eins og aö hjóla. Hattamaðurínn þarfað beita höfðinu þannig að vindurinn stendur á hattinn en ekki undir hann. Lækjargatan getur reyndar verið skæð. Hún er versti óvinur hattamannsins." Ekkert fer á milli mála að hatturínn er ríkur þáttur sjálfsmyndar Daða og hann vill meira að segja meina aö hattamennska hans sé pottþétt markaðssetning á sér sem listamanni. Og hattamennskan fer vaxandi.„Sem betur fer. Maður getur fariö að taka ofan fyrir mönnum og þeir á móti. Þetta er flottur kúltúr og þar af leiðandi vaxandi. Það var i raun Kennedy sem kom hattamenningunni út af sakramentinu. Áður höfðu allir forsetar Bandaríkjanna verið með hatta. “ I Daði Guðbjörnsson - Amerfkani - Stetson Verslun Guðsteins alfa og ómega áráttunnar „Eg hefveriö hattamaður Ihálfan annan áratug og llklega var það fyrir tilviljun að ég hvolfdi yfír mig höfuðfllkinni. Lengi vel hefég veriö með hár sem ég hefilla getað hamið og þvíhefur það öðru fremur verið praktlskt atríöi að skella pottloki á hvirfílinn," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson einn þekktasti hattamaöur landsins. Hér ber hann stoltur hatt sem er arfur úr búi afa hans frá Ströndum norður. Öfugt við Reyni hefur Sigmundur bælt stríöan lubbann með hatti sínum en aö auki segir hann góðan hatt hllfa höfðinu fyrír endalausum ágangi regns og drífu; að hann tala nú ekki um kulda, en Sigmundur telur kólnun höfuð- pólsins stórkostlega vanmetið umhverfisvandamál I lífí sérhvers manns. „Á seinni árum hefur hattaáráttan ágerst og llkist einhverfu að þvlleyti að mér fínnst ég nakinn maður efég ber ekki hatt eða eitthvað annað höfuðfat á höfði á göngu um bæinn. Þetta verðurpartur afeinhverri öryggistilfmn- ingu, ekki ósvipað þvíað spenna á sig beltin áður en lagt er afstað I bílferð. Smám saman verður þetta svo aö einkennistákni, partur afsjálfsmyndinni, hluta þess aö draga andann. “ Sigmundur Ernir á fjöldann allan afhöttum en því miður hefur hann týnt þeim mörgum I áranna rás enda utan við sig mjög að eigin sögn. „Þess vegna er ég góðkunningi hattabúöanna og þar er verslun Guðsteins alfa og ómega áráttunnar. Ætli ég eigi ekki svona 30 höfuðföt sem ég geymi vandlega í forstofunni heima. Ég skipti ört á milli barðahatta, sixpensara og derhúfna - og það fer mjög gjarnan eftir stemningunni hverju sinni hverju ég klæðist að ofan. “ Og Sigmundur skorar á alla karla og konur aö ganga með hatta.„Þetta er miklu praktlskari fíík en til dæmis herra- bindisem ernáttúrlega eins og hverannar hégómimiðað við hattana." Vill halda hausnum heitum „Þennan hatt keypti ég hjá Guðsteini fyrir um tveimur árumjsegir Stefán Þorgrlmsson sagnfræöinemi. Hjá Guðsteini ergreinilega Mekka hattamanna Islands. Stefán segist sakna hattamenningarinnar eins og hana er að sjá á gömlum myndum.„Ég man mér þótti synd hversu fáir voru með hatta þegar ég keypti hann þennan en mér sýnist á öllu aö þetta sé að skána." Hattur Stefáns er forláta flauelshattur og eigandinn er býsna ánægður með hann. Þó er ákveðinn tregi I röddu Stefáns þegar hann rifjar upp hvernig á því stendur að hann fékk sér hattinn. „Ég átti ansi glæsilegan gráan ullarhatt en I einhverju gafmildisæði gaf ég hann frá mér. Ég hitti mann sem mér fannst hatturinn fara svo af- skaplega vel að ég gafhonum hattinn. I kjölfariö keypti ég svo þennan hatt hjá Guðsteini. En ég var hrifnari afþessum sem ég gafsem reyndar er svipaður I laginu og þessi sem ég ber núna. Já, ég á bara þennan núna." Öfugt við marga aðra hattamenn er Stefán ekkert endilega á þvi að hatturínn sé partur af sjálfsmyndinni. Stefán er praktískari en svo.„Sko, hitatap líkamans eru áttatíu prósent um hausinn. Og því vil ég halda hausnum heitum. Það er ofheitt að vera með húfu. Ég ber kannski loö- húfuyfir háveturinn en um leið og veöur mildast þá set ég upp hattinn.* Þegar talið berst að því að íslensk veðrátta sé óhagstæð hattamönnum bendir Stefán á gamlar myndir þar sem allir voru með hatta. Fallega og t flotta. Og þetta sé kannski spurningin um að kunna að bera hattinn. „Veðráttan hefur þá eitthvað breyst. Það má líka alltafþrýsta hattinum nógu mikið niður á kollinn og þá fer hann ekkert. Minn hattur er reynd- ar skotheldur hvað þetta varðar. Hann er ekki baröastór og tekur ekki á sig mikla vinda. Og þegar ég hugsa um það þá er hann ekki ósvipaður I laginu og þeir sem menn voru meðá mínu uppáhaldstimabili sem er 1870 ti11940." Hattar verða að vera barðamiklir „Þessi hattur er keyptur isölubási sem indjánar ráku IMinneapolis snemma árs 2003. (Þetta er reyndar hattur númer fjögur I minni eigu.) Samviskubit hvlta mannsins blossaði upp I mér og það hefði allt eins getaö orðiö fjaðraskraut sem ég keypti en sá mér til gleði að þarna voru hattar til sölu og barðamiklir eins og ég vil hafa þá,‘segir Reynir Traustason blaðamaður sem llklega er einn þekktastihattamaður lslands.„Égþoliekkihatta sem ekkieru barðamiklir." Fjögur ár eru síðan Reynir tók upp áþvlað ganga með hatt.„Þetta var nú bara fíkt. Þetta er eins og fyrsta sígarettan. Þú verður háður þessu." Reynir vill ekki meina aö þetta sé mikilvægur þáttur I sjálfsmyndinni - og þó:„Þetta snýst reyndar að einhverju leyti um skort á hárí en svo með tímanum verður þetta partur afmanni sjálfum. Efég fer, fyrir misgáning, útán hatts þá hrekk ég viö og llður fljólega eins og ég sé fáklæddur á víöavangi. “ Stefán Þorgrfmsson - forláta flauelshattur frá Guðsteini Hattur kuldans vegna „Hatturinn minn er úr Guðsteini. Nafniö er farið úr honum en þetta er þýskur hattur,"segir Hallgrlmur Helgason myndlistarmaöur og rithöfundur. Hann hlýtur að teljast einn afþekktustu hattamönn- um þjóöarinnar og hefur birst árum saman I fjölmiðlum með hatt á höfði. | „Já, þetta er gamaldags hattur. Ég er svo gamaldags. Þetta er klass- Iskur hattur. Svona eins og afi var með. Og mér fínnst asnalegt að bretta baröið niður eins og svo margir gera," segir Hallgrímur sem ber sinn hatt eins og honum er ætlað að sitja. Og hattamaður hefur Hallgrímur verið lengi og það er af praktískum ástæðum. „Þaö er einföld ástæða fyrir þvl. Hér er kuldi á veturna, einkum þegar maöur er sköllóttur. Ég er ekki með hattá sumrin. “ Nú er Ijóst að hatturinn er nánast óaðskiljanlegur hluti Imyndar Hallgríms en hann veltir því ekki mikið fyrir sér, enda er það út á við. Orsök en ekki afleiöing. Og Hallgrímur slær á að hann hafi átt svona um tíu hatta um dagana. Og hann kaupir sér að jafnaði einn hatt á ári. „Þetta er rándýrt. En ódýrara en að fara til rakara. Hattar eru ódýr- ari I rekstri en hárið. Maður huggar sig við það. En þeir hlaupa I rigningu,minnka og verða óþægilegir." Hallgrímur keypti lengi framan afslna hatta I útlöndum nema undanfarin þrjú ár. Þá hefur hann verslað hjá Guðsteini.„Ég var einn veturínn I Noregi og þar var mér tjáð að aðeins væri ein hatta- búð í öllu landinu. Oft getur þvl reynst erfítt að finna rétta hattinn og ef maöur rambar á hattabúö erlendis stekkur maður á hana." ■gWP— ReynirTraustason - indjánahattur frá Minneapolis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.