Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 Helgarblað EXV merkilegt er að ég sé alltaf af löngu færi ef þar er um að ræða föðurætt pabba. Ég hitti einu sinni konu sem er söngkona og mikill listamaður en hefur þennan skemmtilega sjarma að vera ekki nákvæmlega eins og meðalmaðurinn. Hún sveif á mig og sagði að það væri nú rétt að við, listamennirnir í fjölskyld- unni, héldum skemmtun. Ég spurði hana þá hvort hún vissi um einhverja fleiri? Og hún svaraði um hæl: „Nú, Ladda auðvitað!“ Þegar ég sagði Ladda af þessu kannaðist hann einmitt við þetta sama. Það væri auðþekkjanlegt fólkið úr Dýrafirðinum. Frændur, við Laddi? Já, þetta er allt sama klanið. Stór- gáfað og stóreinkennilegt fólk sagði gamall karl að vestan.“ Þagnað í miðri setningu og að í þrjátíu ár bókmenntafræðinni sveiflast menn milli aðferða við að greina texta og verk. En ávallt skýtur upp kollinum sú aðferð sem kennd er við ævisögulega greiningu sem felst í því að bera saman verk höfunda og svo ævi þeirra. Þetta á ekki síst við um Einar Kárason sem hefur öðrum fremur sótt grímulaust í sitt nánasta umhverfi. Og þeir sem hafa lesið Killiansfólkið (þar sem Einar steypir saman tveimur sinna bestu skáld- sagna, Heimskra manna ráðum og Kvikasilfri saman í einaj og lesa í hinni nýju bók munu reka sig á tals- verða samsvörun. „Það er ekki einfalt að tala um svona nokkuð. Erfitt er fyrir höfunda að tala um fyrirmyndir að sínum sögupersónum. En það er ekki hægt að neita þvl að það er ýmislegt í fjöl- skyldumynstrinu, í föðurætt minni, sem ég notfæri mér. Enda þar margt sniðugt og sögulegt. Og ég náttúru- lega væri ekki sá bjáni að fara að neita því að ég átti föðurbróður sem var guðfræðinemi sem þagnaði í miðri setningu og þagði á Kleppi í 30 ár. Það er margt þarna. Þegar pabbi heitinn las þetta fannst honum þetta vera saga hans fjölskyldu. En sá sem er einna fyrirferðarmestur í Killians- fólkinu, Bárður, ferill hans á sér lida samsvörun við föður minn þó týpan sé lík. Pabbi var ekki sá athafnamað- ur sem Bárður var. En, jú, ýmislegt í sögu föðurættar minnar blés mér andaíbrjóst." Geirfinnsmál í Killiansfólki Svo áfram sé haldið við að pína Einar með spurningum um íúið- stæður í ævi hans og fjölskyldunnar og svo þræðinum sem ofinn er í Killiansfólkinu greinir hann frá öðr- um föðurbróður sínum, Bolla, í „Hvar frómur flækist". Sá veiktist á efri árum og sat síðustu æviárin á sjúkrahælinu Kumbaravogi við Stokkseyri og horfði „hálflamaður og síðskeggjaður til hafs“. Bolli er faðir Einars og Erlu sem tengdust frægasta sakamáli síðustu aldar, Geirfinnsmálinu. „Við skulum segja að þeir sem lesa báðar þessar bækur munu án nokkurs vafa rekast á samsvörun. Meðal annars þetta sakamál sem kemur upp í lok Killiansfólksins og svo mál sem börnin hans Bolla frænda míns voru bendluð við á mjög einkennilegan hátt. Menn munu ekkert komast hjá því. Hins vegar er ég að sjálfsögðu ekki að skrifa um þetta frændfólk rnitt." En nú er ekki víst að lesendur muni líta svo á, þrátt fyrir þessi orð þín? „Það getur verið að þetta, það að sækja efni í mitt nánasta umhverfi, sé kannski meira áberandi hjá mér en mörgum öðrum. Ég hef aldrei legið á því að þetta er að nokkru mfn vinnuaðferð. Bæði ef menn eru að skrifa stærra verk og/eða vantar persónur þá sækja þeir þær í sinn reynsluheim. En þetta er misjafnt. Um getur verið að ræða aðstæður fólks, kannski bara eitt tilsvar, eitt- hvað í útliti fólks. Og ég hef rök- studdan grun um að þetta geri flest- ir epískir höfundar. Það hlyti að vera undarleg skáldsaga sem maður, sem aldrei hefur séð né heyrt annað fólk, sendi frá sér. Þó gaman væri að rekast á eina slíka." Innlifun til marks um góða bók Þannig getur reynst höfundi snú- ið að svara ýmsu sem má finna í verkum hans og svo í hinu raun- verulega sem að honum stendur. Einar segist þó algerlega hafa slopp- ið við öll óþægindi vegna þessa hvað Killiansfólkið varðar og það þrátt og svo mál [Geirfínnsmálið] sem börnin hans Bolla frænda míns voru bendluð við á mjög einkennilegan hátt." Bokin æst i tveimur litum! www.salkaforlaq.is Salka iir Einars sá fjölskyldusögu sína í Killiansfólkinu „Pabbi i einhvern úr fjölskyldunni og sagði: Nú er hann Einar minn a búinn að skrifa heila bók um fjölskylduna.Viðkomandi varð Ifingu lostinn og hljóp til aðnásérl bókina. Samanhurður raunveruleika og skáldskapar „Skáldsagnahöf- undar eiga ekki aö vera að agnúast út fþetta. Partur afþessuer að marlfJnm lsfáldverk?9 kannski er «í innlifun að einhverju leyti til marks um að sagan sé velheppnuð." A PVP fORTHEVy V STRAIGHT^GUY, I i. öyÉjglP^wwásá&iiw. ■ ■ f- í I .. - tyi$ asfr-i söstétaíi FLOTT GJÖF FYRIR FLOTTA KARLMENN! Betur sjá hýr augu en auga - hinsegin hollráð fyrir svoleiðis karlmenn Hýrleikspiltarnir úr sjónvarpsþáttunum vinsælu Queer Eye for the Straight Guy vita manna best hvernig karlmenn geta bætt útlit sitt og innlit, matreiðslu, hárgreiðslu, háttalag og gert lífið skemmtilegra. Nú hafa þeir skrifað bók sem hefur fariö eins og eldur í sinu um heiminn. Hinsegin hollráðfyrir svoleiðs karlmenn er stórskemmtileg, gagnleg og smart bók í frábærri þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar. - forlag með sal Betur sjá HÝR AUGU en auga ■ htnsrgln hollraí fyrtr swotoiíni lrartm*im leiðbeina við innlrt, útlíí, snyrtingu, matreiðslu, hárgreiðsb, háttaiag og betra líf yfirhöfuð fyrir að faðir hans heitinn hafi talið sig vera að lesa fjölskyldusögu sína. „Ég vissi bara um eitthvert óða- got í systkinahópnum. Pabbi hitti einhvern úr Qölskyldunni og sagði: Nú er hann Einar minn bara búinn að skrifa heila bók um fjölskylduna. Viðkomandi varð skelfingu lostinn og hljóp til að ná sér í bókina. En sá svo að þarna var nú býsna margt ólíkt og gat varpað öndinni léttara.“ Hins vegar hefur Einar ekki alla tíð siglt lygnan sjó hvað þetta varðar. „Það kom, eins og menn vita, upp kvittur í tengslum við Djöflaeyj- una, að ég væri þar að skrifa sögu Grímsstaðarholtsins. Að alit það fólk sem þar er væri til og allt hafi gerst sem í sögunni stendur. Og enn þann dag í dag er ég að hitta fólk sem ég hef aldrei heyrt né séð sem telur sig vera fýrirmynd. Síðast í gær var ég að blaða í skemmtilegri bók um Eyjólf sundkappa af Holtinu. Hann getur sér þess réttilega til og segist hafa heyrt að ég hafi notað hans fólk og aðstæður þegar ég skrifaði Djöflaeyjuna. Hefur um það falleg orð. En svo segir hann af fólki, sem hann telur fyrirmyndir af hin- um og þessum persónum, sem ég hef aldrei heyrt minnst á. Að mörgu leyti er þetta sjarmerandi eiginleiki sem ýmsir innlifaðir lesendur skáld- sagna búa yfir: Að vilja trúa því að allt sé satt sem þar stendur. Ég stend mig oft að þessu sjálfur. Ég vil til dæmis trúa því að góði dátinn Svejk og sjálfboðaliðinn Marek hafi verið til. Og vildi gjarnan hitta þá. Skáld- sagnahöfundar eiga ekki að vera að agnúast út í þetta. Partur af þessu er að lifa sig inn í skáldverk og kannski er sú innlifun að einhverju leyti til marks um að sagan sé vel heppn- uð.“ jakob@dv.is í morð”. Hún hefu una í Englandi og C ,Éger hértilað hjálpa öörumw Leiób. veró. 2.990,- Tilboósveró 30% afsl.: 2.490
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.