Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Blaðsíða 49
I DV Sport LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 4$ I því þetta verða svaðaleg slagsmál. Já, og svo ætlar Graeme Souness að sýna á sér bringuhárin í hálfleik sem verður ekki ónýtt. Sun. kl. 14.00 Liverpool-Arsenal Tvö lið á „uppleið". Leiknum lyktar með markalausu jafhtefli. Wenger missir sig eftir leikinn, spólar í dómarann og treður pepperoni upp í nefið á honum. Hann þarf samt ekki að vera mjög svekktur því aðeins einn maður fær rautt hjá Arsenal að þessu sinni sem er fr amför. Sun. kl. 16.05 Birmingham-Norwich Hver þarf á svefntöflum að halda? Bara skella sér á St, ffr Andrew’s og menn sofa vært í viku. Bolton-Portsmouth Sammi sopi býður grun- lausum nýjum stjóra Ports- mouth í konna fyrir leik sem síðan mætir hálfrænulaus á hliðarlínuna og stillir aðeins upp fimm mönnum því Sammi telur honum trú um að þeir ætíi að keppa í körfubolta. Southampton-Crystal Palace Beattie dælir Muffins á línuna fyrir leik en það kemur Uðinu í bobba þar sem hann missti sig með vanilludropana. Hefðu samt tapað en afsökunin er fin. Wigley segir eftir leik að framtíð hans og félagsins sé ákaflega björt. Q* REMBINGURINN Markvörður Arsenal kærður fyrir nauðgun Graham Stack, varamark- vörður Englandsmeistara Arsenal, er í slæmum málum þessa dagana eftír að 21 árs gömul stúlka kærði hann fyrir nauðgun. Stúlkan heldur því fram að Stack hafi ráðist á hana á heimili hennar eftír mikið drykkjukvöld. Félagi Stacks, Allan Smillie, var einnig kærður en stíílkan ásakar þá báða um að hafa nauðgað sér. Stack er U-21 árs landsliðsmaður írlands og góð frammistaða hans með Arsenal í deildarbikamum í fyrra haiði vakið nokkra eftírtekt. Arsenal lánaði hann til Millwall út þetta keppnistímabil svo bann öðlaðist reynslu. Stack lét eftírfarandi hafa eftír sér í september síðastliðnum: „Stóri draumurinn er að spila með Arsenalí meistaradeildinni ánýja heimavellinum." 'tgt Ef hann verður >ií_ fundinn sekur * geturhann kysstþann draum bless. Guus Hiddink ekki sérstaklega hrifinn af Arsene Wenger Gaukurinn vælir endalaust Hollenski þjálfarinn Guus Hiddink, þjálfari PSV Eindhoven, kallaði Frakkann Arsene Wenger, stjóra Arsenal, vælara eftir leik PSV og Arsenal í meistaradeild- inni sfðasta miðvikudag. „Ég er nú ekki vanur að skipta mér af en ég get hreinlega ekki orða bundist vegna hegðunar Wengers í þessum leik," sagði Hiddink hneykslaður. „Hann vældi gjör- samlega enda- laust í ijórða dómara leiksins og bað hann um hjálp. Ég sagði honum að hætta þessu helvítis væli. Þetta væri alveg eins og í breskum fótbolta og hann ættí bara að sætta sig við þetta.“ Framkoma leikmanna Arsenal kom Hiddink einnig verulega á óvart og hann skilur eiginlega ekki, eftir að hafa séð þá spila þennan leik, hvernig þeim tókst að spila næstíun 50 leiki í ensku deildinni án þess að tapa. „Það er nákvæmlega enginn agi í þessu liði. Þarna eru samt menn með reynslu "■Ai heimsmeistara- og Evrópumótum. Þeir misstu algjörlega stjórn á skapi sínu og miðað við hvernig stjórinn hagar sér þá kom það ekki neitt sérstaklega á óvart,“ sagði Hiddink. Fyrirliði Arsenal, Patrick Vieira, fór fyrir sínum mönnum í leiknum og nældi í sitt tíunda rauða spjald í Arsenal-búningi. í stað þess ; að gagnrýna sína menn fyrir frammi- stöðuna ákvað Wenger að væla yfir dómar- anum eftir leikinn. „Við verðum að sætta okkur við þessi rauðu spjöld en það var ótrúlegt hvað Van Bommel komst upp með í þessum leik. Af hverju hann fékk ekki spjald getur aðeins þessi ágætí dómari svarað fyrir. Eins og flut- ningamaður Þeear spænski landsliðsmaö- urinn Michel Salgado, Real Madrid, var beðinn að lýsa Wayne Rooney var það fyrsta sem honum datt f hug að segja að Rooneyvæn byggður eins og J maður sem flutti 1 húsgögn. „Hann er svo sterkur að hann gæti gert allt. Það væri ekki amalegt aðhafa slfkan manní vinnuef maðurværi að flytja," sagði Salgado. Lítur út fyrir að Ashley Cole sé búinn að finna sér konuefni Tengdamamma ánægð með Cole Hinn knái bakvörður Arsenal, Ashley Cole, er yfir sig ástfanginn af söngkonunni Chery Tweedy úr stórhljómsveitinni Girls Aloud og hann er líka búinn að sannfæra tengdamömmu um að hann sé rétti maðurinn fyrir hana. „Mamma er alveg bálskotinn í honum og finnst hann æðislegur," sagði Tweedy sem tjáði sig í fyrsta skipti um sam- bandið við fjölmiðla í vikunni enda eru þau búin að vera saman í „heilan" mánuð. „Ashley gerir mig hamingjusama og fær mig til þess að brosa alla daga,“ sagði hin sykursæta mjog Tweedy sem einnig hefur verið á föstu með Kieron Dyer, leikmanni Newcastíe. Cole hætti með kærustu sinni til margra ára í september síðastíiðnum og var ekki lengi að finna sér \ nýja. Eftir að hafa verið með Tweedy í rétt rúma viku keypti hann handa henni íbúð í sömu blokk og hann býr. Þau búa því í sitt hvorri íbúðinni í sama húsinu sem er náttúrulega mjög eðlilegt. Annað sem hefur vakið athygli breskra fjölmiðla í þessu máli er að Cole hefur ekki gefið henni neinar gjafir og þar af leiðandi telja þeir að Cole sé rétt yfir meðallagi nískur. „Hann þarf ekkert að gefa mér neitt til þess að sanna að hann elski mig,“ sagði Tweedy. „Svo á ég afmæli núna 20. desember og þá hlýtur hann að gefa mér eitthvað sætt. Ég trúi ekki öðru. Annars er ég að skipuleggja svolítið sérstakt fyrir hann á afmælinu mínu. Ég ætla ekki að segja ykkur hvað það er en ég get lofað ykkur því að hann verður ekki fyrir vonbrigðum.” Þau skötuhjú eiga ýmislegt sameiginlegt en það gæti valdið usla í sambandinu að Tweedy heldur með Newcastíe í boltanum sem gengur náttúrulega ekki þegar verið er að deita leikmann Arsenal. Vart líður dagur í knatt- spyrnuheiminum um þessar mundir án þess að fréttir berist af kynþáttafordómum gagnvart leikmönnum af hálfu áhorfenda. Slíkt hefur Iengi verið vandamál víða um álfuna en upp á síðkastið hefur kastljósið beinst einna helst að Spáni í kjölfar vináttu- landsleiks Spánverja og Englend- inga á heimvelli Real Madrid, Santiago Bemabeau. Paolo Turchi og Sigmundur Ó. Stein-< arsson hafa báðir djúpar skoðan- ir á fordómum af þessu tagi. Smánarblettur á íþróttinni „Það er afar brýnt að úppræta slíka kynþáttafordóma sem allra fyrst áður en það er um seinan. Mín tilfinning er sú að ástandið sé hvað verst á Spáni og á Ítalíu og sérstaklega eftir að Luis Aragones, landsliðsþjálfari Spánar, lét sín orð flakka um Thierry Henry hjt!' Arsenal. Það virðist hafa verið ákveðinn vendipunktur og for- dómar farið stigvaxandi síðan enda hafa margir aðilar sem verið hafa á Spáni um tfma lýst yfir fúrðu sinni þar sem hróp, köll og skrílslæti að ýmsum leikmönnum hafa ekki þekkst hingað til. Það má að mörgu leyti hkja þessu við það ástand er var á enskum fótbolta- völlum fyrir 20 árum eða svo. Þá vom fordómar áberandi en með samstilltu átaki enskra knattspyrnuyf- irvalda riáðist að koma í veg fyrir slfkt og það er hending ef fólk verður vitni að slfku dag. Til sams konar aðgerða þurfa yfirvöld á Spáni og víðar að grípa tÚ sem allra fyrst því þetta er smánarblettur á skemmti- legri fþrótt," sagði Sigmundur Ó. Steinarsson, íþróttaritstjóri Morg- unblaðsins, sem hefur sterkar skoðanir á þessu máli eins og sést hefur á íþróttasíðum Morgun- blaðsins undanfarna daga. Kemurverulega áóvart „Það sem er að eiga sér stað úti á Spáni kemur mér mikið á óvart enda hef ég aldrei lieyrt að slíkir fordómar eigi sér einhvern sér- stakan stað þar. Ég tel ákaflega ólfklegt að þarna séu fótbolta- áhugamenn á ferð heldur ein- hvetjir allt aðrir sem hafa eitthvað annað og miður gott í huga. Vissu- lega þekki ég það heiman frá ftalíu' og víðar að stuðningsmenn ýmissa félaga láta allt flakka í hita leiksins og sjálfssagt einhverjir sem gætu tekið slíkt sem fordóma og jafhvel hatur en að það sé sérstaklega tek- ið út gagnvart svörtum leikmönn- um er nýlunda fyrir mér. Auðvitað eru til staðir þar sem slíkt hefur viðgengist lengi eins og í Hollandi. Eindlioven er sem dæmi borg þar sem erlendir íbúar eru mjög fáir og þar fá svartir leikmenn annarra fiða það óþvegið í hvert sinn sem stigið er út á völlinn. Þar er þetta orðinn hluti af hefð og venju en um slíkt er ekki að ræða á Spáni og ég trúi efdci öðru en þetta séu ein- stök tilvik," sagði ítalinn Paolo Turchi, sem fimm núlljói í spurninga þættinum Viltu vinn; núiljón?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.