Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Blaðsíða 37
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 37 þrjár; Jónína S. Sigurðardóttir er aðstoðaryfirlögregluþjónn á Qarskiptasviði Ríkislögreglustjóra og Berglind Eyjólfsdóttir rannsóknarlögreglumaður í forvarnadeild Lögreglunnar í Reykjavík. Vinnudegi þeirra var lokið en Hjördís Sigurbjarts- dóttir var á leið á vaktina við almenna löggæslu í borginni. Eina konan á vaktinni í áraraðir Berglind segist alla tíð hafa unnið meira með körlum en konum. „Nú fór ég til dæmis úr deild þar sem ég var lengi eina konan yfir í deiid þar sem konur eru í meirihluta. Ég fann strax að þar er töluvert ólíkt and- rúmsloft." Jónína segist hafa byrjað á að sækja um varðstjórastöðu á móti körlunum á sínum tíma. „En í áraraðir var ég eina konan á vakt- inni. Ég fékk varðstjórastöðuna, svo aðalvarðstjórann, þá stjórnaði kon- an vaktinni. Ég velti lengi fyrir mér hvort mig langaði í þennan slag, mér fannst liggja nær mér að vera í stjórnunarstarfi. Þegar strákarnir, bekkjarfélagar mínir úr Lög- reglu- skólan- um urðu varðstjórar, vildi ég eins og þeir. Núna koma samstarfsmenn- irnir til mín og trúa mér fyrir ýmsum persónulegum vandamálum sem við leysum í sameiningu. Og þeir taka undantekningarlaust ffam að þetta hefðu þeir ekki sagt mér væri ég karlmaður. Niðurstaða mín hlýt- ur að vera að vinnustaðir séu bestir blandaðir." Að lifa starfið af Nú liggur í augum uppi að í starfi sínu hafa þessar þrjár konur þurft að upplifa ýmislegt sem okkur hinum er hh'ft við. „Okkur er ekki gert að sækja áfallahjálp en hún stendur okkur til boða,“ segir Berghnd. „Ég er ekki frá því að taka þyrfti sérstak- lega á þessu, leiða okkur í gegnum slíka hjálp og þá kannski sér- staklega eldri starfsmenn. En maður lærir að lifa með þessu, lærir að vinna úr því en auðvitað eru aðferðir hvers og eins mismun- andi. Og í ofbeldisaf- brotadeiidinni eru menn mjög meðvitaðir um að ræða málin." Jónína segist hafa nokkra sérstöðu hvað þetta varðar. „Mað- urinn minn var Jónfna S. Sigurðar- dóttir Aðstoðaryfirlög- regluþjónn á fjarskipta- sviði Ríkislögreglustjóra. í lögreglunni í 20 ár og við gátum og getum rætt slíka hluti okkar í milli. Að auki er hann mikill áhugamaður um sálgæslu enda fór hann síðar í guðfræði og er prestur í dag. En ferðalagið sem ég er að koma úr með Skógardísunum var einmitt farið til að taka á þessu. Beinhnis til að tala saman, losa sig undan álagi, finna samhyggðina og ekki síst finna út hvort einhver þarf frekari aðstoð. En ekkert í mannlegu eðli kemur lengur á óvart." Höfum þurft að hafa fyrir hlutunum Hjördís segir að sér hafi fundist þessi hluti starfsreynslunnar ákaf- lega erfiður í byrjun. „En með tím- anum lærir maður að taka á þessu, tala um reynslu sína og þá nýt ég þess að maðurinn minn er lfka í lög- reglunni. En við upplifum líka góðar stundir þegar mál fara á besta veg." Jóm'na og Berglind samsinna þessu og segjast báðar hafa lært miláð af störfum sínum. „Við værum ekki enn í starfi og búningi ef við værum ekki sáttar þegar upp er staðið," minnir Jónína á. „Ég held að við séum allar mjög sáttar við að hafa fengið góðan hljómgrunn í okkar stétt," heldur Jónfna áfram. „En við höfum þurft að hafa fyrir hlutunum, okkur hefur verið ýtt út í horn en við höfum alltaf skotist til baka aftur. Hitt er svo allt annað mál; hvernig hægt er að samræma lög- reglustarfið hjónabandinu, barna- uppeldinu og heimilisstörfunum. Við Berglind höfum báðar alið upp tvö böm, verið mjög virkar í starfi og félagslífi allan tímann. Sæmræming alls þessa, sambúð með lögreglu- mönnum, þetta hefur þurft nokkra yfirlegu." Berglind er þessu sammála en tekur fram að hún þekkti aldréi annað. Hjördís og lögreglumaðurinn hennar em bamlaus en eiga sjálfsagt eftir að taka á samræmingunni. Nú þarf Hjördís að hlaupa á almenna löggæsluvakt, Jónína og Berglind em enn að bera saman bækur sínar þegar við kveðjum. rgj@dv.is Þeir sem muna eftir Café Romance sem var við Lækjargötuna fyrir nokkr- um árum eiga vísast eftir að fagna endurreisn þess ágæta staðar. Það er Ingi Bjöm Albertsson, fyrrverandi fót- boltamaður með Val og veitingamaður, sem stendur fyrir upp- kvakningunni en stað- i urinn var opnaður jum síðustu helgi að f Lækjargötu 10. Ingi Bjöm segir að staðurinn verði rekinn með Veitingamaðurinn Ingi Björn Albertsson hefur opnað stað þar sem fólk getur fengið sér drykk og spjallað saman án þess að þurfa að öskra á hvert annað. hætti og sá gamli en píanóbar verður á neðri hæðinni, koníakbar á þeirri efri. Opið er alla daga nema mánudaga og þriðjudaga og lifandi tónlist á föstu- dags- og laugardagskvöldum en Ingi Björn segir að þá leiki hin kunna Liz Gammon á píanóið og syngi með. ,Aðra daga er meiningin að vera með blandað þema eins og t.d. blús, djass, soul og fleiri tegundir tónlistar en fólki er boðið upp á leðurhúsgögn og þægindi," segir Ingi Bjöm. „Margir sem muna Café Romance eins og hann var, sakna staðarins og fagna því opnuninni enda vandfund- inn staður fyrir fólk sem vill fá sér drykk og spjalla saman án þess að þurfa að öskra á hvert annað," segir hann og býður sérstaklega þeim sem ekki fara oft út að koma við og eiga notalega stund. alain mikli UN5AN Ný gleraugu Komdu • Mátaðu • Upplifðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.