Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Blaðsíða 55
DV Fréttir LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 55 Dópaði sig úr Byrginu Fanginn Elís Helgi Ævarsson er kominn aftnr á Litla-Hraun. Hann var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að myrða gamla konu með hnífi. Það gerði hann í dópvímu. Elís afþlánaði í upphafi eitt ár á Litla- Hrauni en var næstu þrjú ár á Sogni. Því næst var hann fluttur í Byrgið þar sem honum gafst kostur á að endurhæfa sig í fallegra umhverfi en Lida-Hraun hefur upp á að bjóða. Grunur leikur á að Elís hafi neytt fíkniefna og því hafi vist hans í Byrginu ekki orðið lengri. Nútíminn til Reykhóla Á fimmtudaginn var kveikt á m'tján nýjum ljósastaurum við aðal- götuna á Reykhólum. Aðalgatan heitir Maríu- tröð. Þar sem hún telst þjóðvegur í þéttbýli þá er það Vegagerðin sem kostar verkið, að því er segir á heimasíðu hreppsins: „Á þessum langa kafla hefur ríkt algert myrkur eftir að skyggjatekur." Fyrir utan þetta hefur Veður- stofa íslands sett upp sjálfvirkan veðurmæli á staðnum. „Reykhólar eru því á hraðri siglingu inn í nútímann," segja heima- menn. Raggi Bjarna sló í gegn Söngvararnir Ragnar Bjarnason og Þuríður Sig- urðardóttir eru sögð hafa slegið í gegn á Garðatorgi í Garðabæ í gær. Þar skemmtu þau ásamt djasskvartett Áma Schev- ing. Samkvæmt heimasíðu Garðabæjar mættu á fimmta hundrað áhorfend- ur til að fylgjast með tón- hstarveislu í boði menning- ar- og safnanefndar bæjar- ins. Var þetta þriðja árið í röð sem tónlistarveislan er haldin á Garðatorgi. Sigurjón Gunnsteinsson boxari pakkaði inn kókaínskammti Saivars Halldórs Björnssonar á hótelherbergi í Amsterdam áður en innsetning í afturenda fór fram. Salvar sofnaði. Þeir kannast nú ekki við að hafa átt samráð um að flytja inn dóp þegar þeir voru gripnir í Leifsstöð með um 150 grömm hvor í afturenda. Gripnir með kókaín í afhrenda - seniast ekH hata hjálpast að Salvar Halldór Björnsson boxari brosti í Héraðsdómi Reykjaness í gær þegar saksóknari sagði það til marks um alvarleika brots hans og Sigurjóns Gunnsteinssonar að þeir hefðu klæðst íslenskum keppnisbúningum er þeir læddust gegnum tollinn í desember síðastliðnum. Salvar og Sigurjón kannast nú ekki við að hafa sammælst um að flytja inn kókaín, þrátt fyrir að ann- að þyki koma fram í lögreglu- skýrslu. Salvarsofnaði Lýsingar þeirra á ferðinni til Amsterdam eru ævintýralegar. Samkvæmt því sem Sigurjón sagði við lögreglu eftir handtökuna fóru þeir beint í Rauða hverfið þegar þeir komu til Amsterdam. Yfir helg- ina notuðu þeir fíkniefni og reyktu hass. Síðan keyptu þeir kókaín, rúmlega 150 grömm á mann, af því að þeir fengu skyndilega í hendurn- ar stórar fjárhæðir. Á þriðjudeginum var komið að því að pakka inn. Sigurjón var bú- inn að pakka sínu inn í smokka þegar hann varð þess áskynja að Salvar hafði dottað. Þá pakkaði hann kókaíninu inn fyrir Salvar. Því næst var pakkningunum komið fyr- ir í endaþarmi til að gabba tollverði. Afneitun Eyjólfur Kristjánsson, fulltrúi ákæruvaldsins, segir að mismunur sé á framburði boxaranna hjá lögreglu og fyrir dómi: „Skyndilega hefur framburður þeirra breyst fyr- ir dómi. Hann ber þess merki að vera vandlega undirbúinn." Nú þvertaka Sigurjón og Salvar fyrir að hafa sammælst um að flytja inn kókaín. Verði það tekið gilt verða þeir ekki dæmdir fyrir kókaín Sigurjón var búinn að pakka sínu inn í smokka, þegar hann varð þess áskynja að Salvar hafði dottað. hvors annars, aðeins það sem þeir höfðu sjálfir í afturenda. Þeir neita einnig að hafa hjálpast að við að koma fyrir pakkningunum innvortis. Eitursterkt kókaín Samkvæmt greiningu á kókaíni boxaranna er það 70 prósent að hreinleika, en það er með því allra- sterkasta sem finnst hér á landi. Hægt væri að tvöfalda það eða þrefalda í magni með því að drýgja það. Boxararnir keyptu efnið báðir á 30 evrur grammið, eða um 2600 krónur. Grammið af kókaíni kostar um 11 þúsund krónur hér á íslandi. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Salvars, hélt því fram að þeir félag- arnir hefðu keypt efnin eftir fyllerís- hugdettu í Amsterdam, aðeins fyrir eigin neyslu: „Eins og gerist hjá öllum fíkniefnaneytendum þegar þeim blöskrar hvað þetta er dýrt: Djöfull væri nú fínt að fara út og kaupa ársskammt af fíkniefnum." Sveinn Andri sagði að það þyrfti bókmenntafræðing til að túlka lögregulskýrslunar í málinu, þær væru svo loðnar. í skýrslunum er haft eftir boxurunum að þeir hafi farið til Amsterdam til að horfa á bardaga og kaupa hnefaleikavörur. Þeir höfðu áður talað um að flytja inn dóp, en megintilgangurinn hafi ekki verið að kaupa fíkniefni. „Ef við tökum burt þetta „megin" þá merkir það að það hafi ekki verið tilgangur þeirra með ferðinni að kaupa ffloiiefni," sagði Sveinn Andri. Salvar í sólinni Salvar Halldór er fluttur til Spánar ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum. Hann segist hafa tekið á sínum málum. Af þessum ástæðum segir Sveinn Andri að hann ætti að fá vægan, skilorðs- bundinn dóm. „Hann er búsettur erlendis og er þar við nám ásamt eiginkonu sinni. Hann sér fyrir tveimur börnum." jontrausti@dv.is Nánast uppselt er í allar feröir til Kanaríeyja um jólin en sífellt fleiri íslendingar kjósa að eyöa jólunum á sólarströnd. Þrjú þúsund íslendingar eyða jólunum á Kanarí „Þetta er alltaf að verða vinsælla og vinsælla," segir Lilja Jónsdóttir hjá Úrvali Útsýn. Hún segir rúmlega 90 prósent allra ferða til Kanaríeyja vera bókaðar fyrir þessi jól. Tómas Gestsson, markaðsstjóri hjá Heims- ferðum, tekur í sama streng. Hann segir jólaferðirnar vinsælli nú en áður. „Það er mikið um það að fólk vilji breyta til um jólin. Það er ákveðin stemning í að vera á sólarströnd með fjölskylduna yfir jólin," segir Tómas. Á Kanarí er íslenski veitingastað- urinn Klörubar þar sem boðið er upp á íslenskan jólamat yfir hátíð- amar auk þess sem boðið verður upp á íslenska jólaskemmtun. Lilja segir fólk hafa byrjað að bóka ferð- irnar óvenjusnemma í ár enda hafi þetta aldrei verið eins vinsælt og nú. „Fólki finnst þetta kjörin tilbreyting. Þarna er 20 til 25 stiga hiti yfir jólin. Stundum verður svoh'tið hvasst en yfirleitt er stillt og gott veður þarna áw þessum tíma," segir Lilja. CARAT Haukur gullsmiður CARAT Opnar nýja verslun á Laugavegi 40 Haukur gullsmiður Verið velkomin Smáralind s. 577 7740 Laugavegi 40 s. 551 1511 ''
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.