Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 Helgarblaö DV FRÉTT VIKUNNAR Litla stúlkan úr Kópavogi „Vikan var full affréttum og margar voru einkar ánægjulegar. En sú sem kemur fyrst upp I hugann er afníu ára gamalli stúlku úr Kópa- vogi sem varnum- in á brott og skilin eftir á Skálafellsaf- leggjaranum I Mosfellssveit. Mér finnst þetta átakanlegt mál og ekki slst að þaö gerist hér á landi." Ásdís Halla Bragadóttir, bæjar- stjóri i Garöabæ. Dekkjabruninn gríðarlegi „Það er ekki spurning í mínum huga hver er frétt vikunnar. Maðurinn sem rændi litlu stelpunni f Kópavogi og skildi hana eftir aleina uppi I sveit. Á undan þess- ari var helsta fréttin dekkjabruninn gríðarlegi hjá Hringrás." Björgvin Franz Gíslason leikari. Hryllingurinn í Kópavogi „Bíddu ég þarfaðeins að hugsa. Nei annars, auðvitað er frétt vikunnar sú um litlu stúlkuna sem maður plat- aðiuppíbll og skildi svo eftiraleina uppiíMos- fellssveit. Mér finnst hryllilegt aö þetta skuli geta gerst hér á landi." Kristin Rós Hákonardóttir sund- kona. Össurarhnéð „Án efa er frétt vikunnar rafeinda- stýrða gervihnéð með gervigreind- ina sem hannað varhjá stoðtækja- fyrirtækinu Össuri og Time Mag- azine valdi eina af áhugaverð- ustu upp- finningum ársins 2004 á heimsvísu." Ólafur H. Torfa- son rithöfundur. Myndlistar- og tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson hefur enn og aftur flutt búferlum. Nú býr hann ásamt hundi sínum á Akranesi. Og ekki að sökum að spyrja. Skaga- menn hafa slegið eign sinni á Gylfa sem mun koma fram í kvöld á árshátíð bæjar- félagsins. Gylfi skautar hér yfir feril sinn, afgreiðir drykkjutúrana og skilnaðinn í einni svipan. Enda er aðalatriðið að gefast aldrei upp. Það er rúmt ár frá því ég skildi. Það er svo margt í mörgu. Að- alatriðið er að bíta á jaxlinn og aldrei gefast upp. „Já, ég ætla að koma fram á Akraneshátíðinni í kvöld," segir þjóðsagnapersónan Gylfi Ægisson en Skagamenn hafa nú slegið eign sinni á þennan snjalla myndlistar- og tónlistarmann sem margir telja einn okkar allra bestu lagahöf- unda. Enda liggja eftir hann ódauðleg meistaraverk á borð við slagarana Jibbíjei sem Svanfríður flutti forðum daga, Minning um mann sem Logar tóku og svo Sjúddírarírei í flutningi höfundar sjálfs. Stuðboltinn Bjarni Ármanns í kvöld halda Akurnesingar árs- hátíð. í fyrra var ásinn í erminni sjálfur Bjarni Ármannsson forstjóri íslandsbanka sem tók lagið við mikinn fögnuð, Queen- og Stones-lög. Það kom mörgum á óv- art öðrum en Skagamönnum sjálf- um. „Bjarni er stuðkall," segir Óli Palli, einn forsprakka hátíðarinnar. „Við vorum samferða í fjölbrautar- skólanum á sínum tíma og þar var hann alltaf á lopapeysunni, hrókur alls fagnaðar. Ef einhvers staðar var stuð var Bjarni Ármanns þar.“ Skemmtiatriði byggjast á fram- lagi heimamanna og nú ber vel í veiði. Gylfi Ægisson er til þess að gera nýfluttur í bæinn og hann mun stíga á stokk ásamt hljóm- sveitinni Herradeild PÓ. Skaga- menn gerðu Gylfa að sínum enda er hann, frískari en nokkru sinni, að skipufeggja málverkasýningu sem opnuð verður í Kirkjuhvoli á Skaganum næstu helgi. Og hann gefur út plötu á hverju ári. „Það hef ég gert undanfarin 16 ár og sel þær sjálfur. Geri allt sjálfur frá A til Ö," segir Gylfi, kvartar ekki og selur grimmt í gegn- um síma. Heimildir DV herma að hann fari hálfa leið í gull sem eru fimm þúsund seld eintök. Gylfi býr að föstum áskrifendum, menn koma og detta út eins og gengur. Nú hefur Gylfi verið búsettur til skamms tfma áAkranesi. „Já, ég var í 20 ár í Hafnarfirði eftir að ég hætti að drekka fyrir 25 ár árum." Lenti blindfullur í Færeyjum, ekki uppi á Skaga Að mati hins hafnfirska blaða- manns er hér komin skýring. Gylfi hefur hrasað á hinni beinu braut, lent á húrrandi fylleríi og lent uppi á Skaga. En þegar þetta er borið undir lagahöfiindinn snjalla svarar hann að bragði: „Nei. Þá hefði ég endað í Fær- eyjum eins og á síðasta fylleríi. Ég var blindfullur á hóteli í Færeyjum og fékk á mig vflcingasveitina með alvæpni og sjefferhund. Þeir héldu að ég væri með skammbyssu en það var nú bara plastbyssa. Það var hlegið að því þegar ég lagði hana fram í yfirheyrsluherberginu. Já, ég var frekar kaldur í gamla daga,“ segir Gylfi aðspurður hvort hann hafi verið svona svakalegur í sínum fylleríisrispum. En bláedrú var Gylfi í Hafnar- firði, gifti sig og fiutti í Vogana, lenti á Reyðarfirði og síðan á Akranesi þar sem hann býr nú með sínum sjefferhundi sem er honum nú fé- lagsskapur eftir erfiðan skilnað. „Já, þetta er alltaf erfitt. Það er rúmt ár ffá því ég skildi. Það er svo margt í mörgu. Aðalatriðið er að bíta á jaxlinn og aldrei gefast upp. Nei, brennivínið hefur aldrei kallað þennan tíma sem ég hef verið edrú. Presturinn bað fyrir mér á sínum tíma og fimm mínútum eftir að ég lagði símann á var eins og tekið væri úr hausnum á mér allt sern heitir brennivín og sett gos í stað- inn. Ég biðst fyrir á hverjum degi, oft, og þakka fyrir það." jakob&dv.is Hér kemur fréttin um það sem aldrei varð nema barn í brók Stormasamt ástarsamband aftraði komu Sinead O'Connortil landsins Til stóð, síðastliðið sumar, að sjálf Sinead O’Connor, kæmi til landsins en ekkert varð úr vegna ástarsam- bands hennar og Donal Lunny. Einn helsti viðburður síðustu Listahátíðar í Reykjavík vom stórtón- leikar í Laugardalshöll undir yfir- skriftinni ísland - írland. Þar leiddu írskir og íslenskir tónlistarmenn sam- an hesta sína. Fyrir íslendingunum fór Hilmar Öm Hilmarsson en írski stórsnfllingurinn Donal Lunny leiddi írska hópinn og þar vom framúrskar- andi tónlistarmenn hver um annan þveran. Það mátti ekki spyrjast, en hefur nú borist til hinna löngu eyrna DV, að fram á síðustu stundu stóð til að Sinead O’Connor, hin heims- þekkta sönkona, kæmi með írunum. Hún átti vitaskuld að vera aðalnúm- erið enda em þeir ekki margir sem skyggja á hana. Hins vegar varð ekk- ert úr því eins og menn þekkja. Ástæðan var sú að með Lunny og O’Connor tókust stormasamar en skammvinnar ástir meðan á undir- búningi stóð. Útkoma þess varð svo bam sem fæddist fyrr á þessu ári. Sögunni fylgir svo að móðir og faðir em ekki saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.