Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 HelgarblaB DV Ertu einn, tveir eða þrír? Eða kannski fjórir, fimm, sex eða sjö eða átta eða kannski níu? IÞetta ernáttúrlega fyrsta talan og táknar upphafiö og hina einstæöu dýrö sólarinnar sem er skapari lífsins. Þetta er því kraftmikil tala og tengist sterkri karlmennsku og jafnvel völdum. Fólk sem þessi tala á viö er gjarnan uppá- findingasamt, ákveðiö og býryfir anda brautryöjandans. Hönd í hönd viö kraft og afl helst hins vegar ábyrgð og fólk meö þessa tölu veröur aö gæta sín. Það á nefnilega til að missa sig út í sjálfselsku og eigingirni. Efáætlanirþess standast ekki geturþaö brugðistilla viö.ýmistmeð árásargirni eða sjálfhverfri fýlu. En jafnvel þótt áætlanirnar gangi upp hættir þessu fólki til aö veröa yfirgangssamt við aðra. 2Rétt eins og„einn" er tengdur karlmennsku, þá tengist„tveir“hinu kvenlega og stendur fyrir blíöu, innsæi, samræmi og rómantík.Tákn tölunnarer tunglið og gefur til kynna blíðlega sköpunargáfu og hæfileika til að ná góðu sambandi við annað fólk. Fólk sem talan á við er reyndaryfírleitt beinlínis ófært um að sýna afsér röggsemi, taka ákvarðanir eða Ijúka málum með fullnægj- andi hætti. Krafturinn sem þaö býryfir er fremur andlegur en jarðneskur. 3Þeirsem talan „þrír" á við eru í senn sköpunarglaðir og agaðir. Þeir tengjast reikistjörnunni Júpíter og lykilhugtök fyrir þá eru góður árangur, ávinningur, heppni, hamingja og almenn frjósemi á öllum sviðum. Skuggahiiðarnar á fólki sem tengist„þremur" felast einkum íað það er veikt fyrir kjaftasögum og hneigist til þunglyndis. Sömuleiðis erþað stundum óþarflega gagnrýnið á bæði sjálft sig og aðra. Jafnframt getur það verið feimið, bölsýnt og skort ímyndunarafl. Þaö á líka til að hætta við verk þá hálfnað er. Efþú tilheyrir þessum hópi mun þér falla best við aðra úr sama hópnum. 4Fóiksem tilheyrir hópnum sem talan„fjórir“á viðergjarnan afar heilsteypt því stæröfræðilega er talan ferningur. Hún tengistjörðinni og árstíðunum Ijórum. Þetta fólk er oftar en ekki mjög jarðbundið og kerfisbundið og skipu- lagt í allri sinni hugsun. Það getur orðið ókostur og þetta fólk getur orðið óhóflega smámunasamt, hneigst til leti og veiklyndis og gert sér óþarfa áhyggjur af litlu tiléfni. Þá kemur fyrir að þetta fólk sýni yfírmáta þrjósku og/eða uppreisnar- gjarnt. 5Fólkið l„fimm" hópnum er undir áhrifum frá reikistjörnunni Merkúrog talan táknar skilningarvitin. Það tengist framtakssemi, breytingum, andúð á end- urtekningum og hefur þörffyrir nýjungar. Þar afleiöir að þetta fólk er stund- um litt útreiknanlegt. Það eryfirleitt fullt orku, sveigjanlegt, vel gefið og nám- fúst. Ókostirnir felast i óhóflegri kröfugerð á hendur öðru fólki og ofmikilli uppá- tækjasemi. Fólkið á líka tilað dreifa kröftum sínum ofvíða og takast á hendur of mörg verkefni i einu. Það eignast léttilega vini en erfitt er að búa með því. 6„Sex“er tala tilfinninganna ogyfir henni rikir reikistjarnan Venus, pláneta ástarinnar. Stærðfræðilega erþað„fullkomin tala"vegna þess að það er summa talnanna 1,2 og 3. Fólk undir merkjum tölunnar„sex" er gjarnan ábyrgt og heilsteypt. Þá er það heimakært og elskar frið og fegurð og sam- ræmi. Þar á ofan er fólkið oft listrænt og hugsar vel um bæði börn og dýr. Fólkið get- ur jafnvel orðiö ofviðkunnanlegt, þannig að það fórni sínum eigin hagsmunum um offyriraöra og er ennfremur skyldurækið úrhófi fram. 7Þetta er mikilvægasta talan og sú sem mestum töfrum er gædd. Hún er jafn- vel talin heilög og kemur sérstaklega oftfyrirí goðafræði hvers konarog einnig í Bibliunni. Þá eru sjö nótur í tónskalanum, sjö kvartil tunglsins, sjö reik- istjörnur á himni í hinni fornu heimsmynd og sjö undur veraldar. Sjöundi son- ur sjöunda sonar var sagður gífurlega kraftmikill og töfrum gæddur. Fólk sem tengist tölunni er gjarnan miklir hugsuðir og gæti jafnvel átt sér einhverjar dulrænar hliðar. Það getur verið rannsóknarmenn hvers konar eða uppfinningamenn. Gallarnir fejast einkum i óhóflegri skilgreiningaráráttu og skarpskyggni sem jaðrað getur við niðurrif. 8Talan„átta"er tengd áhrifum reikistjörnunnar Satúrnusar. Fólk sem talan á við mun ná árangri í lifínu en ekki endilega öðlast lífshamingju í sama mæli. Þaö hefur kannski til að bera nægilega orku til að drífa hlutina áfram og jafnvel stjórna, og því nær fólkið oft rlkidæmi og viöurkenningu en stundum kostar árangurinn að fólkið gengur ofnærri sjálfu sér. Það á til að bæla niður tilfínn- ingar sinar og missir oftafsannri ánægju í samböndum viðannað fólk vegnametn- aðargirni og ákefðar. 9Rétt eins og„einn“er tákn upphafsins, þá felur„níu"í sér allar hinar tölurnar og tákn endalok.Talan„fjölgarsérsjálf"efsvo má að orði komast þvi summa allra margfelda tölunnar 9 er einmitt 9. Á eftir 7 er 9 mesta töfratal- an og kemur oft fyrir sem slik í Biblíunni. Til dæmis eru þar nefndar níu reglur engla, níu mánuðir meðgöngu og svo framvegis. Talan er undir áhrifum frá reiki- stjörnunni Mars sem er tákn stríðsguðsins. Fólk sem talan á viö er baráttuglatt með afbrigðum og þrautseigt í hvers konar raunum, en kappið getur stundum veriö meira en forsjáin. Sömuleiðis á fólkið til að vilja um ofráðskast meö annað fólk. J -x J T5SS8’ ígf Agúst Óiafur Ágústsson Thor Vilhjálmsson Ögmundur Jónasson Katrín 10.3.1977-1 „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt," segir Katrín Júlíusdóttir skellihlæjandi. „Ég kannast vel við ákveðn- Júlíusdóttir ina en ég er ekki fýlu- Steinunn ólína gjörn. Ég er líka dugleg að svara fyrir mig, eiga síðasta orðið án þess að vera beinlínis árás- argjörn. Líður vel efég á síðasta orðið í rimmu. Ég þvertek ekki fyrir að hafa verið yfir- gangssöm við bræður mína en æsku, en það hefur máðst burt með þroskanum." 12.8.1925-1 17.7.1948-1 „Ég er í fyrsta lagi mjög feginn að vita loksins hvaða mann ég hefað geyma, það hefurlengi vaf- ist fyrir mér,"játar | Helgi Hjörvar Elín Hirst 9.6.1967-2 4.9.1960-2 23.11.1974-1 Þorsteinsdóttir Gabriela Friðriksdóttir 2.7.1969-1 3.7.1971-1 Ath. Á ritstjórn DV var settur saman af algeru handahófi listi afþjóðkunnu fólkisem við ákváöum að kanna fæð- ingartölurnar hjá. Það er fullkomin tilviljun að ekki reyndust fleiri hafa ...... ' '. .. töluna tveir en hér sést. HeigtHjorvarkatur Eða er það kannski engin tilviljun? i bragði.„Eg kann- Eru svona fáir frægir með þessa fæð- ast við ýmsa þessa ingartölu? drætti enda eru þeir ekki langt frá stjörnuspekinni um tví- buramerkið. Mér hefur löngum gengið vel að ná sambandi við fólk og mig rekur ekki i roga- stans yfiröðru. Eins og allir vita hefég alltaf verið ákaflega ákvarðanafælinn maður og ófær um að sýna röggsemi." „Svona myndi ég Baltasar Kormákur. 1Jóhannes Felixson 9.1.1967-6 Gerður Kristný Guðjónsdóttir 10.6.1970-6 Bubbi Morthens 6.6.1956-6 Baltasar Kormákur 27.2.1966-6 Birgir Ármannsson 12.6.1968-6 „Ég hefnú haft þá reglu þegar kemur að slíkri speki og spá- dómum að trúa þvi jákvæða en kannast ekki við hitt," segir Erp- ur Eyvindarson. Bryndfs Hlöðversdóttir Guðmundur Árni Stefánsson Halldór Blöndal Birgitta Haukdal Hannes Hólmsteinn Vala Flosadóttir Jónína Bjartmarz Sigurður Kári Kristjánsson Erpur Eyvindarson Jón Asgeir Jóhannesson Össur Skarphéðinsson „Þóttégliggi ekki yfir uppfinningum á sviði raunvísinda til dæmis, má alveg segja að ég sé uppfinningamaður því maður er að fást við hugmyndavinnu afýmsu tagi “ 8.10.1960-7 31.10.1955-7 24.8.1938-7 28.7.1979-7 19.2.1953- 7 16.2.1978-7 23.12.1952-7 9.5.1973-7 29.8.1977-7 27.1.1968-7 19.6.1953- 7 „Eitthvað afþessu gæti átt við alla sem ég þekki, sjálfa mig með- talda," hlær Mar- grét Frímanns- dóttir.„Eitt af þessu vildi hafa í stærri skammti enéghefenþað er metnaðargirn- in. Það var lítið afgangs þegar mér var úthlutað afhenni. Bjarni Benediktsson Jón Gnarr Guðrún S. Gfsladóttir Margrét Frímannsdóttir Sigurður Einarsson í KB banka Jóhannes f Bónus Kristinn H. Gunnarsson Egill Helgason 26.1.1970-8 2.1.1967-8 12.12.1954-8 29.5.1954-8 19.9.1960-8 31.8.1940-8 19.8.1952-8 9.11.1959-8 „Ég er nú dálítið fyrir að velja og hafna þeg- ar kemur að svona löguðu," játar Álfrún Örnólfsdóttir.„Ég kannast alveg við að vera stundum ráðrik og ráðskast með þá sem það vilja. En ég kannast ekkert við að kapp mitt sé meira en forsjáin. Svona vel ég bara það sem mér finnst hljóma best og fallegast." . MagnúsÞór ;■ Hafsteinsson Eyrún Magnúsdóttir Krummi f Mínus Stefán Hilmarsson Björgólfur Guðmundsson Páll Óskar Hjálmtýsson Álfrún Örnólfsdóttir Elín Marfa Björnsdóttir Siv Friðleifsdóttir 29.5.1964-9 |fl 22.6.1979- 9, 29.8.1979- 9 26.6.1966-9 2.1.1941-9 16.3.1970-9 23.3.1981-9 8.4.1977-9 10.8.1962-9 Summa persónuleikans Þetta er auðvitað fáránleg kenning: að það lýsi ein- hverju um persónu hvers einstaklings og hafi jafnvel áhrif á örlög hans hvaða tala er summan af tölunum í fæðingardegi hans. En eigi að síður er þetta heilmikil fræðigrein sem margir trúa á, ekki síður en stjörnu- speki eða ýmis nýaldar- fræði. Og reyndar er „talna- spekin“ ævaforn og þeir sem aðhyllast hana telja sig byggja á traustum grunni. Talnaspeki af einhverju tagi þekkist í hverri fornri menningu en sú talnaspeki sem nú er vinsælust er upprunnin í Miðausturlöndum og felst í að leggja saman mikilvægar tölur, fá út summu þeirra og lesa út úr summunni ein- hverja merkingu. Ástæðan fyrir því að talna- speki festist í sessi er líklega tiltölulega ein- föld. Eftir að undraheimur stærðfræðinnar rann upp fyrir mönnum í árdaga, þá virtust tölurnar á einhvern hátt „algerar" og „óum- breytanlegar"; þær voru alltaf hinar sömu hvernig sem veröldin veltist. Tölur sem birtust mönnum í draumi voru tald- ar sérstaklega mikilvægar og óx upp mikil fræði sem var í því fólgin að lesa út úr tölum sem birtust mönnum beint eða óbeint meðan þeir sváfu. Mikil gróska hljóp síðan í talnaspekina í Babý- lon á annarri og þríðju öld eftir Krist þegar fræðimenn þar fóru að lesa Biblíuna með talnaspekina í huga. Ljóst er að tölur gegna merkilegu hlutverki í Biblíunni og þarað auki hefur hver bókstafur í hebresku talnagildi. Því voru hebreskir ritningarstaðir Gamla testa- mentisins fjársjóður fyrir metnaðarfulla talna- spekinga sem gátu fundið leyndar merkingar nánast hvar sem boríð var niður. Seinna sigldu krístnir talnaspekingar í kjölfar- ið og fundu óteljandi leynistaði í guðspjöllun- um þar sem tölur og guðfræði kölluðust á. Þegar sú stjörnuspeki sem við þekkjum enn í dag tók að fullmótast á miðöldum var hún líka mjög tengd talnaspeki og eins og sjá má hér til hliðar eru vissar tölur tengdar ákveðnum reikistjörnum - og öfugt, reyndar. Það eru ýmsar leiðir sem talnaspekingar fara til að reikna út hvaða tala á við hvaða einstak- ling. Nafnnúmerið er ein aðferð en þá eru lögð saman númeragildi allra bókstafanna í fullu nafni einstaklingsins. Haldið er áfram að leggja saman þangað til út kemur ein tala á bilinu einn til níu. Samkvæmt því er til dæmis nafn-númer Bjark- ar Guðmundsdóttur 100, það er að segja 1 plús 0 plús 0=1. Og ekki sama talan og fæð- ingarnúmerið hennar sem er sjö. Fæðingar- númerið er oftast notað en það á að gefa til kynna heildarlíf einstaklingsins og innsta eðli hans - það sem utanaðkomandi áhrif hafa lítil áhrif á. „Sálræna talan" er aftur á móti bara dagsetn- ingin, án ártals. Hún gefur til kynna hina óstöðugri þætti í persónuleikanum, þá sem umhverfið hefur mest áhrif á. Sálartala Bjark- arerfimm. Eflaust er ekkert að marka þetta. En það getur nú verið skemmtilegt samt að skoða þessi fræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.