Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 Helgarblað DV Árni Bergmann skrifar um kímersk fjölskyldumynstur. Heimsmálapistill Um þriggja áratuga skeiö hafa Kínverjar fylgt strangri stefnu um að takmarka barneignir sem allra mest. Keppt var aö því aö hver fjölskylda léti sér nægja eitt barn. Þessi stefna hefur skilað árangri: í stórborgum landsins á hver kona nú orðið eitt barn að meðaltali eða færri. Af þessum fáu börnum spinnast sögur: spurt er hvernig því samfélagi reiði af þar sem obbinn af börnum eru einkabörn, fordekruð hvert um sig af heilum hópi fullorðinna? Hvað þýðir það að skipt er um fjölskyldumynstur í fjölmennasta ríki heims? Einstök húsgögn með heillandi sögu. Úrval fallegrar og óvenjulegrar gjafavöru Opiöfrá 12:00-18:00 virka daga og 12:00-16:00 laugardaga. Kínverjar eru nú um 1200 millj- ónir en fólksfjölgun hefur mjög skroppið saman eftir að Maó for- maður og hans menn ákváðu fyrir rúmum aldarfjórðungi að taka upp stefnu sem kennd hefur verið við eitt bam á fjölskyldu. Markmiðið var vit- anlega að koma í veg fyrir að hröð fólksfjölgun æti upp þann árangur sem nást kynni með hagvexti eins og gerst hefúr í ýmsum þróunarlönd- um öðrum og draga úr álagi á auð- lindir landsins. Stefhunni hefur verið fylgt eftir með öllum ráðum, mjúkum sem hörðum: áróðri, öflugi fræðslu um gemaðarvarnir, sektum á þær fjöl- skyldur sem eignast fleiri en eitt bam og um tíma vom konur jafnvel settar í fóstureyðingu gegn vilja sínum. En árangurinn er sem fyrr segir ótvíræð- ur og þætti mörgum æskilegt ef svip- uðum fjölskylduáætíunum væri fylgt eftir t.d. í Indlandi og í Affíku. Nú er svo komið að kínverskar konur eign- ast 1,7 böm hver, en það boðar nokkra fólksfækkun í ffamtíðinni. í stórborgum eins og Shanghaj er fæð- ingatíðnin komin niður í minna en eitt bam á hverja konu (0,7), en í sveitum, ekki síst á svæðum Lítilla minnihlutaþjóða, hefur fjölskyldust- eftiunni ekld verið fylgt fram af sömu hörku og í borgum. Öllu heldur leggja þær gífurlegu vonir sem fjölskyldan tengir við þessi fáu böm sem fæðast á þau feiknalega þunga ábyrgð. Fjölskyld- an er öll af vUja gerð að hjálpa af- komandanum dýrmæta í námi. Það getur vel verið að unglingurinn þurfi ekki einu sinni að ýta á lyftuhnapp- inn þegar hann leggur af stað að heiman í skólann, hvað þá að hann þurfi að stoppa í sokk eða taka tU í kompu sinni. En fjölskyldan ætíast svo sannarlega tíl þess að sú hjálp og þær aðstæður sem barninu em skapaðar skUi árangri og það mikl- um og góðum. Ætíast er tU þess að börnin leggi nótt við dag í námi. Og þessi mildi þrýstingur verður síst af öUu tíl þess að tíl verði latir, for- dekraðir og feitir ungUngar. Skyldurækni við foreldra Þessir hlutir komu skýrt fram í viðtalasyrpu við skólaunglinga í Shanghai sem birtist í breska blað- inu Guardian fyrir skömmu. Um- mæfi þeirra vom öU á sömu leið: Við erum undir gífurlegum þrýstingi. Þeir fuUorðnu tala ekki um neitt annað en einkimnir og aftur eink- unnir. Þau okkar sem fá A í öUum fögum em spurð með nokkrum þjósti hvernig standi á því að þau fái ekki A+. Það glymur sífeUt fyrir eyr- um okkar að ef við fáum ekki góðar betri og bestu einkunnir bíði okkar ömurleg framtíð, auk þess sem við höfum valdið fjölskyldunni von- brigðum. Okkur þykir eðlUegt að vinna 12-14 tíma á dag... Oft er sagt að einkabörn verði svo sjálfhverf og sjálfselsk að þau kunni mun síður en önnur að deUa með öðrum. Sumir sálfræðingar eru þó þeirrar skoðunar, að einka- börn bæti sér einatt upp systkina- skortinn með því að tengjast jafn- öldrum enn sterkari vináttubönd- um. Hvað sem því líður: að því er kínversku unglingana varðar sýnist hæpið að líta svo á að þeir kasti frá sér ábyrgð af öðrum. Fjölskyldu- mynstrið í Kína tók áður fýrr mjög mið af því að fólk þyrfti að koma upp 3-5 börnum til þess að tryggja afkomu sína í ellinni. Hið nýja fjöl- skyldumynstur tekur í rauninni mið af svipuðu viðhorfi: einkabörnin eru alin upp í þeirri kvöð að þeirra bíði umönnunarskylda sem ekki verði um flúin. Eða eins og einn rúmlega tvítugur stúdent segir við breskan blaðamann: „Það hvílir á okkur sú mikla byrði að annast mæður okkar og feður. Á okkar aldri verðum við strax að byrja að hugsa um það. Þegar ég gifti mig munum við konan mín þurfa að taka að okkur fjórar gamlar mann- eskjur og þess vegna er ég nú þegar farinn að spá f störf sem gætu tryggt getu okkar til þess. Um slíka hluti verðum við að hugsa áður en við getum hugsað um eigin hag. Sagt er: sértu góður í námi ertu að græða fé fyrir foreldra þína. Slík viðhorf skipa nú orðið fastan sess í meðvitund okkar." Ekki bara í Kína í Kína eru sjálfsagt fleiri eins- barnsfjölskyldur en nokkru öðm ríki heims, en svipuð þróun hefur átt sér stað undir ýmsum formerkjum ann- ars staðar. í Rússlandi sovéttímans urðu bæði húsnæðisekla og mikill Qöldi kvenna í langskólanámi og á vinnumarkaði til þess fyrir alllöngu, að eitt barn varð langalgengasta fjöl- skyldumynstrið. í Japan er aðeins eitt bam að finna í annarri hverri fjölskyldu og meira að segja í kaþólskum löndum Evrópu eins og Ítalíu og á Spáni er svo farið um þriðju hverja fjölskyldu, hvað sem h'ður opinberri stefiiu páfagarðs í bameignamálum. En það er einkum f Asíulöndun- um tveimur, Japan og Kína, sem bamafæðin leiðir til þess að mjög magnast þrýstingur á uppvaxandi kynslóð um að standa sig betur og best í námi. Og reyndin verður sú, að kínverskir stúdentar eru náms- hestar svo einbeittir og hraðskreiðir að velflestir evrópskir og norður- amerískir unghngar hafa ekki roð við þeim í akademískri samkeppni. Enda em þeir orðnir nokkuð dasað- ir af langri sólbreyskju velmegunar- tíma og þeirri notendavænu mark- aðshyggju sem sífellt leggur meiri kröfur á herðar kennara en minni á nemendur. Geypilegar kröfur Eins og Njáll á Bergþórshvoli sagði: allt orkar tvímælis þá gert er. Árum saman hafa menn þulið hver eftir öðmm á Vesturlöndum sögur af því, að í stað allra hinna mörgu svöngu barna í Kína, sem við áttum að vorkenna þegar við vomm sjálf börn að aldri, sé nú komið harðsnú- ið lið fordekaðra einkabarna, sem séu, a.m.k. þar sem nokkur efni em fyrir, neyslugímg með afbrigðum, sérgóð og með drjúga yfirvigt utan á sér. Væm þau kölluð „litlu keisar- arnir" vegna þess að enginn hefði þorað að neita þeim um neitt. Þetta er vissulega ofmælt, eins og verða vill um stórsögur sem spunnar eru um stór og fjarlæg samfélög. Það er ekki að efa að börn sem alast upp í borgum Kína sæta mikilli um- hyggju foreldra og skylduliðs. En sú umhyggja eða réttara sagt þær áhyggjur eiga víst lítt skylt við dekur. Jarrahúsgögnin frá Suður-Afríku eru safngripir. Borð í öllum stærðum, stólar og margtfleira. Sérsmíði og pantanir. J8r«s= Born í Kína Ætlast er til þess að börnin leggi nótt við dag i námi. Og þessi mikli þrýst- ingur verður síst aföllu til þess að til verði latir, for- dekraðir Þegar börnuii fækkar í Kína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.