Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Side 38
38 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 Helgarblað DV Black & White (1978) þeirkomutil Islands 1978. . Húnerekkijafn j heilsteypt og j fyrstu tvær plöturnar, en | hún inniheldur samtsnilldarlöginTc wSea,Death •e'N'Skazy. við hrda keyrsl- una sem hafði einkennt fyrstu árin og sneri sér aö mýkri og rólegri tónlist. Platan náði miklum vinsæld- um ekki slst vegna titlllagsins sem Jean- Jacques syngur á frönsku og hins geysivin- sa. ■ ■>, 'ffm <# ' yy Breska hljómsveit- in The Stranglers er væntanleg til landsins öðru sinni og mun spila á tón- j leikum í Smáran- ! um laugardaginn 4. desember nk. Af | því tilefni rifjaði Trausti Júlíusson upp sögu sveitar- ■ innar og eftir- : minnilega tónleika hennar í Laugar- dalshöll, 3. maí 1978. Verður pönkaö aö eilifu? Það hefur sennilega engum dott- ið það í hug þegar The Stranglers spilaði í Laugardalshöll árið 1978 að sveitin ætti eftir að snúa aftur 26 árum seinna. Það er samt staðreynd. Þessir heiðursborgarar pönksins sem eru komnir á sextugsaldurinn spila í íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi 4. desember nk. Um upp- hitun sjá aðrir gamlir pönkarar sem neita að hætta: Fræbbblarnir. The Guildford Stranglers Hljómsveidn The Stranglers var stofnuð í Chiddington í Surrey í Suður-Englandi árið 1974. Chidd- ington er í útjaðri Guildford og upp- haflega hét sveitin The Guildford Stranglers. Hún byrjaði sem tríó skip- að efhaffæðikennaranum Hugh Cornwell (f. 28. ágúst 1949) sem söng og spilaði á gítar, fyrrum djasstr- ommaranum og ís-sölumanninum Jet Black (rétt nafn Brian Duffy, f. 26. ágúst 1948) og sagnífæðingnum Jean-Jacques Burnel (f. 21. feb. 1952) sem spilaði á bassa og söng. Hann er sonur franskra foreldra en var fædd- ur í London. Ári seinna bættist svo hljómborðsleikarinn Dave Green- field (f. 29. mars 1949) í hópinn. Hann svaraði auglýsingu í Melody Maker þar sem óskað var efdr hljóm- borðsleikara í „soft rock“-hljómsveit. Tónlistarstefnan breyttist þó fljót- lega... Með fatafellur á sviðinu The Stranglers spilaði töluvert fyrstu árin og sumarið 1976 hitaði hún m.a. bæði upp fyrir The Ramones á þeirra fyrstu tónleik- um í London og Patti Smith. í des- ember það ár gerði sveitin svo samning við United Artists-útgáf- una. Hún tók upp session hjá John Peel í mars 1977 og fyrsta platan, Rattus Norvegicus, kom út í maí það ár. Hún var tekin upp á 6 dög- um og náði 4. sæti breska vinsæld- arlistans m.a. vegna smáskífulag- anna (Get A) Grip (On Yourself) og Peaches. Árið 1977 spilaði The Stranglers á tónleikum með nokkrum af helstu pönkhljómsveitunum, þ. á m. The Clash, The Jam og The Damned. Þeir voru bannaðir á nokkrum tón- leikastöðum og urðu að aflýsa tón- leikum. Önnur platan, No More Heroes, kom út 15. október og fór beint í 2. sæti breska listans. 1978 sendu þeir frá sér smáskífurnar 5 Minutes og Nice 'N’ Sleazy og þriðju plötuna Black & White. The Stranglers spilaði í Reykjavík 3. maí og Kka í Bandaríkjunum, Kanada, Svíþjóð og fleiri Evrópu- löndum. I október spilaði hún á stórum útitónleikum með Peter Gabriel í Battersea Park í Suður- London og fékk fatafellur til þess að strippa á sviðinu í Nice ‘N’ Sleazy. Það var mikið hneyksli. í fram- haldinu spiluðu þeir á nokkrum tónleikum undir dulnefiii til þess að komast framhjá tónleikabanni... La Folie og poppskeiðið The Stranglers hafði alltaf nokkra sérstöðu í breska pönkinu. Hún not- aði t.d. hljómborð mikið og Dave Greenfield hljómborðsleikari sem er yfirlýstur Doors-aðdáandi á ófá sólóin, nokkuð sem að öllu jöfnu var ekki vel séð í pönkinu. Fyrstu þrjár Stranglers-plöturnar voru hráar og kraftmiklar, en eftir það þróaðist sveidn alltaf meira og meira frá pönkinu og þegar La Folie kom út í mars 1982 var hún komin út í mun mýkri og poppaðri hluti. Á næstu árum átti hún ófáa smellina, þar má nefna Golden Brown, Strange Litde Girl, Skin Deep, Let Me Down Easy og Always The Sun. Sumarið 1990 hætti Hugh Cornwell í hjómsveitinni. í hans stað komu söngvarinn Paul Roberts og gítar- leikarinn John Ellis. Árið 2000 hætti John og núver- andi gítarleikari, BazWarne, tókvið. Það hefur ekki borið mjög mikið á Stranglers undanfarin ár, en nýjasta platan hennar, Norfolk Coast, sem kom út í vor hefur verið að fá fína dóma og þykir sýna að hún er enn fær um að gera góða hluti. Sveitín á enn harðan kjarna aðdáenda úti um allan heim og hefur verið að spila töluvert á tónleikum undanfarið. 155/80R13 frá/cr. 4.335 | ifjHH 185/65R14 frá/cr. 5300 Í®J| 195/65R15 frá/cr. 5.900 8.990 195/70R15 8 pr. sendib.frá kr. 8.415 prJVO wmj* Léttgreiðslur - Betri verð! Smiðjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110 „Pönkið eins og það þekkist í Bretlandi á aldrei eftir að verða neitt nema stund- arbóla hér á íslandi ef það nær þvi." Þetta sagði Guðjón Arngrímsson m.a. i umsögn sinni i Visi um tónleika The Stranglers i Laugardalshöllinni 3. mai 1978. Það var plötufyrirtæki Stranglers, United Artists, sem hafði samband við Steinar Berg ogbaðhann að skipuleggja tónleikana, en Steinar rak þá plötuversl- un og seldi m.a. plötur frá UA. The Stranglers voru að fara að gefa út sína þriðju plötu, Black & White, og einhver hjá útgáfunni fékk þá hugmynd að bjóða tónlistarblaðamönnum til ísiands og kynna plötuna þar. Á þessum tima voru heimsóknir erlendra hljómsveita til íslands mjög fátiðar og tónleikarnir fengu þess vegna mikla athygli þrátt fyrir að The Strangl- ers væru litt þekktir hér á landi áður en þeir komu. Þegar hljómsveitin kom til landsins þriðjudaginn 2. mai beið hennar hópur af btaðamönnum. Hún hélt svo blaðamannafund i Hljóð- rita seinna um daginn, en gerði litið ann- að en að snúa út úr fyrir islensku blaða- mönnunum, að undanskildum Jet Black trommuteikara sem var viðræðugóður og hinn vingjarnlegasti. Hann var mjög hneykslaður á áfengisbanninu sem var i gildi á miðvikudögum á þessum tíma og sagði m.a.: „Guð gaf okkur sjö daga i viku til að drekka!" Á tónleikunum sem fengu nafnið„Hot lce" komu fram auk „Kyrkjaranna" eins og Stranglers voru gjarnan kallaðir i islenskum blöðum, Halli & Laddi, Póker með Pétur heitinn Kristjánsson i farar- broddi og Þursaflokkurinn. Þetta kann að virðast fáránlegt val á upphitunar- hljómsveitum, en gleymum ekki að islenskt pönk var ekki til á þessum tíma. Fræbbblarnir voru ekki stofnaðir fyrr en hálfu ári seinna. Það var mjög góð mæting á tónleikana. 4.500 manns. Þursaflokkurinn kom reyndar ekki fram á tónleikunum. Hann fékk ekki tima til að hljóðprufa og til að mótmæla þvi ákváðu meðlimirnir að spila ekki. Gagnrýnendum íslensku blaðanna bar saman um að það hefði verið mikil stemning á tónleikunum. Timinn var mjög jákvæður. Hann birti umsögn undir fyrirsögninni„Stranglers slógu í gegn á stórkostlegum tónleikum i Laugardals- höll". Mogginn var beggja blands og sá ástæðu til að taka það sérstaklega fram að „sem hljóðfæraleikarar" hefði Póker verið „mun betri en erlendu gestirnir". Dómurinn i Visi var frekar neikvæður. Fyrrnefndum Guðjóni fannst meðUmir Stranglers ekkert sérstakir hljóðfæra- leikarar og bætti við: „söngurinn er hvorki fugl né fiskur og bassaleikarinn er einfaldlega öskrari"... Eftir klukkutíma rokkkeyrslu og þrjú uppklappslög fór Stranglers i eftirparti á skemmtistaðnum Hollywood. Þar tók Ijósmyndari Vísis mynd afHugh Cornwell söngvara og islenskri stelpu. Kyrkjaran- um likaði það ekki og tók Ijósmyndarann kverkataki og eyðilagði myndavélina hans. Hann baðstþó afsökunar og lofaði að bæta honum vélina. Kvöldið hjá Stranglers endaði svo i heita læknum i Nauthólsvik, sem var vinsæll viðkomu- staður á djamminu á þessutn árum. Þrátt fyrir hrakspárnar í Vísi höfðu Stranglers-tónleikarnir mikil áhrif. Það var ekki sist vegna þeirra sem íslending- ar fóru að stofna pönkhljómsveitir og án þeirra er óvist að Fræbbblarnir og Utan- garðsmenn og allar hinar hljómsveitirn- ar i rokkbylgjunni árið 1980 hefðu nokkurn timann orðið til...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.