Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Qupperneq 2
Forstöðumenn Þjóðvinafélagsins
1954.
Forseti: Bogi Ólafsson, yfirkennari.
Varaforseti: Barði Guðmundsson, þjóðskjalavörður.
Meðstjórnendur: Guðni Jónsson, mag. art., skólastjóri.
Halidór Kiljan Laxness, rithöfundur.
Þorkeli Jóhannesson, dr. phil., prófessor.
Orðsending til félagsmanna.
Á s. 1. 14 árum hafa félagsmenn hinnar sameiginlegu
útgáfu Þjóðvinafélagsins og Menningarsjóðs fengið alls
73 bækur fyrir aðeins 396 kr. Á þessu ári fá þeir 5 bækur
fyrir 60 kr. gjald eða hverja bók á 12 kr. til jafnaðar.
Þetta sýnir, að útgáfan hefur boðið og býður enn einstæð
hlunnindi um bókakaup. — En vegna þessa lága bóka-
verðs útgáfunnar er fjárhagur hennar erfiður. Félagsmenn,
sem vilja sýna í verki, að þeir meti þessa viðleitni út-
gáfunnar til þess að selja ódýrt, þrátt fyrir sívaxandi dýr-
tíð, geta sérstaklega hjálpað henni með þrennu móti:
1. Með því að vitja félagsbókanna sem fyrst eftir að þær
koma út og greiða félagsgjaldið skilvíslega.
2. Með útvegun nýrra félagsmanna. Útgáfan þarf að fá
marga nýja félagsmenn árlega. Félagsmenn geta því
gert henni mikinn greiða með því að segja öðrum frá
þeim kjörum, sem hún hýður, og hvetja þá til að
gerast einnig félagar. — Áskrift að félagsbókunum er
ágæt tækifærisgjöf. Útgáfan hefur látið gera smekk-
leg gjafaspjöld fyrir þá, er vilja senda áskrift að
félagsbókunum sem gjöf.
3. Með þvi að kaupa aukabækur útgáfunnar, m. a. til tæki-
færisgjafa. Flestar þessara bóka geta félagsmenn feng-
ið við allt að 30% læg'ra verði heldur en í lausasölu.
Útgáfan þakkar svo öllum viðskiptamönnum sinum, hæði
félagsmönnum og umboðsm., samstarfið undanfarin ár og
væntir framvegis semáðurfarsællaogánægjulegraviðskipta.
í október 1954.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins.