Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Page 31
því að þar sem mjög mikið sót er i loftinu, eins og
t. d. i London, hefur fundizt benzpyren i því, að
visu ekki nema agnarlítið, en benzpyren er sterkt
carcinogen, þ. e. efni sem getur valdið krabbameini.
En að það sé aðalorsökin til aukningarinnar halda
víst sárafáir, ef nokkurir eru.
Á síðustu árum hafa böndin borizt að tóbaksreyk-
ingum sem höfuðorsök lungnakrabbameinsins. Þó
er langt siðan byrjað var að kenna reykingum um
þennan sjúkdóm. Þegar Isaac Adler skrifaði ýtarlega
ritgerð um krabbamein í lungum 1912, þar sem hann
safnaði saman 374 tilfellum af sjúkdómnum, en það
voru öll þau tilfelli af krabbameini í lungum, sem
unnt var að finna i læknaritum á þeim tima, fann
hann að 73% af æxlunum voru hjá karlmönnum og
27% hjá konum. Hann útslcýrir þennan mun með
því, að karlmennirnir reyki meira en konurnar, en
telur að tíminn muni leiða i ljós, livort tóbakið sé
meginorsökin.
í Indlandi reykja menn sums staðar lélega, heima-
gerða vindla, sem chutta nefnast, og eru þeir svo
óþéttir, að til þess að halda lifandi í þeim, verða
menn að reykja þá þannig að halda glóðinni inni í
munninum. Þeir sem þannig reykja, fá mjög oft
krabbamein i munninn, eins og dr. Khanolkar í Ind-
landi hefur sýnt fram á. Hvort það er af brunanum
eða tóbakinu, er ósannað. Khanolkar hefur líka bent
á það, að krabbamein í munni sé afar algengt í Ind-
landi lijá þeim, sem tyggi betelhnetur. Hann segir,
að þar sem sá siður sé almennt útbreiddur, verði
krabbamein i munni öllum krabbameinum algeng-
ara, svo að það kemst upp i 60%, og jafnvel meira,
af öllum krabbameinum. En hann fullj'rðir, að þeir
einir fái krabbamein í munninn, sem tyggi betel-
hneturnar vafðar inn i tóbaksblöð. Þar sem tóbaks-
blöð sé ekki notuð, en aðeins látið kalk saman við
hneturnar, fái menn ekki krabbamein af að tyggja.
(29)