Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Page 33
Þessi tafla talar sínu máli, svo a<5 hún þarf ekki
mikilla skýringa við. Heiiningur sjúklinganna hefur
reykt í miklu óhófi, en aðeins 10.5% af þeim heil-
brigðu. Allir höfðu sjúklingarnir reykt meira og
minna að einum þremur undanteknum.
Á heimsstyrjaldarárunum fór krabbamein í lung-
um ört vaxandi i flestum menningarlöndum og var
allmikið um það ritað. Sumir vildu halda, að aukn-
ingin væri ekki raunveruleg, heldur aðeins á
pappírnum, vegna þess að nú kynnu inenn betur að
þekkja lungnakrabba en áður. Brátt komust menn þó
að raun um, að aukningin var raunveruleg, og þá
var fyrir alvöru farið að gefa sjúkdómnum gaum.
Verulegt skrið kemur á kenninguna um að reyk-
ingarnar sé aðalorsökin, eftir að Wynder og Graham
birtu ritgerð í timariti ameriska læknafélagsins í
mai 1950. Þeir höfðu safnað skýrslum um reyk-
ingar 605 karlmanna með krabbamein i lungum og
komizt að þeirri niðurstöðu, að af þeim voru aðeins
1.3%, sem reyktu ekki, þ. e. liöfðu reykt minna en
eina sígarettu á dag síðustu 20 árin. Hins vegar höfðu
51.2% reykt meira en 20 sígarettur á dag á sama tima-
bili. Til samanburðar athuguðu þeir reykingar sjúk-
linga með aðra sjúkdóma og fundu, að 14.6% af þeim
reyktu ekki og aðeins 19.1% reyktu 20 sígarettur á dag.
Seinna á sama ári birtu Doll og Bradford Hill rit-
gerð sina í tímariti brezka læknafélagsins (British
Med. Journal, sept. 1950) um reykingar og lung'na-
krabbamein. Aðalniðurstöður þeirra voru þessar:
Tafla 2. (Doll & Bradford-Hill.)
Sjúkdómsflokkur Reykja Reykja ekki
Karlar:
Með lungnakrabba 647 2 (0.3%)
Með aðra sjúkdóma . .. 622 27 (4.2%)
Konur:
Með lungnakrabba 41 19 (31.7%)
Með aðra sjúkdóma . .. 28 32 (53.3%)
(31)