Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Page 38
Þegar þessar tölur eru bornar saman við töflu 4
hér að framan, sést að munurinn er býsna mikill og
að reykingar okkar eru enn litlar, samanborið við
reykingar Englendinga. Sérstaklega eru reykingar
kvenna enn litlar samkvæmt skýrslum okkar. En
þess ber þó að gæta, að mikið er af fullorðnu fólki
i þessum skýrslum og gamla fólkið hefur reykt miklu
minna en unga fólkið rcykir nú. Meðal unga fólksins
er þegar farið að bera verulega á þeim sem reykja
20 sígarettur ó dag, en það þekktist ekki meðal gamla
fólksins.
Gert var upp hér eftir aldursflokkum hve mikið
reykt var í hverjum, og fer niðurstaðan hér á eftir:
Tafla 7.
Karlar.
Aldur: 0—19 20—29 30—39 40—49 50—59
ára ára ára ára ára
Meðaltal sígarettur á dag 10 15 10.2 8.G 14
60—69 70—79 80—89 90 og eldri
ára ára ára
Meðaltal sígarettur á dag 14.0 9.2 10.7 0
Konur.
Aldur: 0—19 20—29 30—39 40—49 50—59
ára ára ára ára ára
Meðaltal sígarettur á dag 4.0 8.2 7.4 4.8 6.5
60—69 70—79 80—89 90 og eldri
ára ára ára
Meðaltal sígarettur á dag 9.2 4.6 1 0
Karlmennirnir eru mun hærri en konurnar, en þó
geta reykingar þeirra ekki talizt miklar, samanborið
við það sem farið er að tíðakst i öðrum löndum.
Eftirtektarvert er, að bæði meðal karla og kvenna
er reykt mest í tveimur aldruflokkum, nl. milli tvi-
tugs og þrítugs og svo á sjötugsaldrinum. Reykingar
unga fólksins eru sýnilega i vexti og áberandi er,
að menn á þrítugsaldri eru komnir upp í 15 sigar-
(36)