Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Page 41
og það sem þær eru í raun og veru: Ekki aðeins
sóðalegur vani, heldur hættulegur sóðaskapur, sem
grefur undan heilsu og fjárhagsafkomu þjóðarinnar.
Niels Dungal.
Árbók ísiands 1953.
Árferði. Fyrstu mánuði ársins var veðrátta fá-
dæma mild. Var allvíða unnið að jarðabótum í
janúar. Blóm í görðum sprungu viða út í febrúar.
í marzlok gerði harðindi, er héldust fram undir
apríllok. Voru þá frosthörkur um land allt og fann-
fergi norðan land og austan. Seinni hluta vors var
veðrátta yfirleitt mild. Grasspretta var með afbrigð-
um góð. Um sláttinn var tíð hagstæð víðast hvar á
landinu. Þó voru talverðir óþurrkar sums staðar á
Norður- og Austurlandi og á norðanverðum Vest-
fjörðum. Siðustu mánuði ársins var veðrátta ákaf-
lega umhleypingasöm, en oftast mild.
Bindindismál. Veitingahús voru svipt veitingaleyfi
1. jan. Atkvæði voru greidd um það í nokkrum
kaupstöðum, hvor loka skyldi áfengisútsölunum þar.
Ef það er samþykkt, öðlast slik héraðabönn gildi
6 mánuðum eftir atkvæðagreiðsluna. í febrúar var
samþykkt að loka áfengisútsölunni i Vestmanna-
eyjum, i april á ísafirði og i júni á Akureyri.
Áfengisvarnastöð tók til starfa í Rvík.
Brunar. 8. jan. skemmdist stórhýsi á Siglufirði
mjög af eldi. 6. marz brann íbúðarhús á Bræðraá í
Sléttuhlið. Aðfaranótt 27. marz brann liesthús, hlaða
og verkfærageymsla í Bakkakoti i Stafholtstungum.
Brunnu þar sex hross inni. 3. apríl brann íbúðarhús
á Velli í Hvolhreppi. 9. april skemmdist samkomu-
húsið í Borgarnesi mjög af eldi. 22. apríl brann
hraðfrystihúsið á Suðureyri í Súgandafirði, og olli
(39)