Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Blaðsíða 43
72) og auk þess endurbyggingu á 35 jörðum, sem
komnar voru í eyði, og flutning og endurbyggingu
bæjarhúsa á 11 jörSum. Þó fóru jarðir í eySi sums
staðar, t. d. síðasti bærinn á Flateyjardal i SuSur-
Þingeyjarsýslu. ■— Búnaðarbankinn (ásamt Ræktun-
arsjóði og Byggingarsjóði) fékk um 24 millj. króna
lán hjá Alþjóðabankanum. -— Gerðar voru tilraunir
með nýjar gerðir landbúnaðarvéla. Tveir svonefndir
skærpeplógar voru fluttir til landsins, og saxsláttu-
vél, sem saxar gras, jafnharðan og hún slær það, var
tekin í notkun á Egilsstöðum á Völlum.
Mikið var unnið að sandgræðslu og skógrækt. Hinir
fyrstu nemendur úr Skógræktarskóla rikisins voru
brautskráðir í apríl. Kornuppskera var í góðu meðal-
lagi. Kartöfluuppskera mun hafa orðin hin mesta,
er sögur fara af (áætluð um 150 000 tunnur). Skort-
ur á kartöflugeymslum olli nokkrum örðugleikum
sums staðar. Voru af þessum ástæðum kartöflur
notaðar til fóðurs í allstórum stil. Kartöflumyglu
varð vart sums staðar, einkum í Þykkvabæ. Hnúð-
ormasýki í kartöflum varð og vart allvíða um land.
Fiðrildalirfur ollu verulegu tjóni á kartöflu- og gul-
rótagörðum á Eyrarbakka. Rófnauppskera var ágæt
í þeim héruðum, sem laus eru við kálmaðk, t. d. í
Hornafirði. Innflutningur á erlendum ávöxtum olli
nokkrum örðugleikum á sölu tómata. Tómatahnúð-
orma varð vart í Borgarfirði. Haldið var áfram til-
raunum með ræktun við rafljós í gróðurhúsum í
Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi. Þar voru
og gerðar tilraunir með ræktun garðbauna, er þóttu
gefast vel. Ber spruttu allvel.
Garnaveiki í sauðfé varð enn vart, einkum við
Eyjafjörð. Tilraunum með bólusetningu við garna-
veiki var haldið áfram. Líflömb voru flutt á svæðið
milli Ytri-Rangár og Mýrdalssands, þar sem niður-
skurður fór fram 1952 og einnig til viðbótar á ýmis
þeirra svæða á Suðurlandi, þar sem niðurskurður
(41)