Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Page 75
f. 6. jan. ’56. 21. des. 1952 lézt Ingiger'ður Sigurðar-
dóttir fyrrv. húsfrú í Björnskoti, Eyjafjallasveit, f. 16.
maí ’90. 7. sept. 1952 lézt Jóhann Jónasson bóndi,
Litladal, Lýtingsstaðahr., f. 27. des. ’72. 21. des. 1952
Iézt Jónas Bergmann fyrrv. bóndi og smiður á
Marðarnúpi, Yatnsdal, f. 26. okt. ’76. 23. sept. 1952
lézt í Stokkhólmi Lilja Kristjánsdóttir húsfrú, Rvik,
f. 20. júni ’03. 21. júni 1951 lézt Níels Ólafsson verka-
maður, Keflavík, um nírætt. 27. des. 1952 lézt Ólafía
Ólafsdóttir ekkjufrú, Vestm., f. 15. ág. ’71. 20. april
1952 lézt Sesselja Benjamínsdóttir fyrrv. húsfrú,
Melanesi, Rauðasandi, f. 7. des. ’65. 9. febr. 1950 lézt
Sigursteinn Steindórsson verkam., Glerárþorpi, f. 21.
jan. ’87. 21. apríl 1949 lézt Þórunn Jóhannesdóttir
fyrrv. húsfrú í Eyrarhúsum, Tálknaf., f. 17. nóv. ’76.
Arið 1943 lézt Þuriður Kristjánsdóttir, húsfr.,
Blöndugerði, Hróarstungu, f. 7. júni ’61. Gíslína J.
Bjarnadóttir frá Flateyri, sem getið var í síðustu
árbók, var fædd 30 apríl 1861. Pétur Samúelsson,
Litlaskarði, Stafholtstungum, sem þar var einnig
getið, var fæddur 26. maí 1887.]
Náttúra landsins. I febrúar ollu stórrigningar all-
víða tjóni á vegum. 27. febr. geklt stormsveipur yfir
Hnífsdal. Fauk þá barnaskólahúsið þar, og nokkur
meiðsl urðu á fólki. Ilinn 4. marz laust eldingu niður
í ibúðarhús á Stóru-Reykjum i Hraungerðishreppi,
og olli hún nokkrum skemmdum. 11. og 12. marz
hljóp mikill vöxtur i ár í Borgarfirði, einkum Hvítá
og Norðurá. Þá hljóp og mikill vöxtur í Hvitá í
Árnessýslu, og voru bæir á Skeiðum umflotnir um
hríð. 25. marz kom að nýju mikið flóð í Hvítá í Ár-
nessýslu. Varð þá að fara í bátum milli bæja i Ól-
afsvallahverfi. Nokkurt flóð varð þá og á Selfossi.
Um svipað leyti kom stórflóð í ár á vatnasvæði
Markarfljóts, svo að samgöngur stöðvuðust um
skeið. í marzlok og aprilbyrjun gengu fárviðri yfir
mikinn hluta Jandsins og ollu allmiklu tjóni, einkum
(73)