Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Page 76
á símalínum. Var þá mikil snjókoma, einkum vestan-,
norfSan- og austanlands. Ollu þá snjóflóð tjóni all-
viða. Þá féll snjóflóS á bæinn Auðni i Svarfaðar-
dal og olli manntjóni. Tjón varð þá á hitaveitu
Ólafsfjarðar, og skiðaskáli Isfirðinga á Seljalandsdal
eyðilagðist í snjóflóði. 6. maí féllu miklar skriður
í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu og ollu tjóni
sums staðar. 4. og 5. sept. var úrhellisrigning í
Vestur-Skaftafellssýlu og hljóp þá gifurlegur vöxtur
í ár og læki þar. Féllu þá skriður á Austur-Siðu og
ollu nokkru tjóni. Um 20. sept. voru geysimiklar
rigningar á Austfjörðum. Ollu þá skriður talsverðu
tjóni, einkum á vegum. Miklar skemmdir urðu þá á
túninu á Hólmum í Reyðarfirði af völdum skriðufalla.
Aðfaranótt 25. sept. gekk sjór á land allviða við
sunnanverðan Faxaflóa og olli nokkru tjóni. Mest
kvað að þessu á Álftanesi, og urðu þar skemmdir á
túnum, engjum og vegum. Skemmdir urðu einnig á
Seltjarnarnesi og í Garði. 4. og 5. okt. féllu skriður
viða á Vestfjörðum. 12. okt. olli ofviðri með stórhrið
simaslitum og skemindum á rafveitulinum viða á
Vestur- og Norðuriandi. Þá fórst og allmargt sauð-
fjár. 16. nóv. gekk fárviðri um land allt og olli
tjóni á mannvirkjum og slysum á sjó. 26. nóv. gekk
fárviðri um Norður- og Austurland og olli nokkru
tjóni og sjóslysum. 16. des. olli stórviðri enn tjóni
allvíða, einkum á Sevðisfirði. Þann dag féllu á
skömmum tima meira en þrjátiu skriður á veginn
milli Tjaldaness og Innra-Fagradals í Saurbæ. —
Jarðskjálfta varð vart allvíða við Eyjafjörð 10.
febrúar. Frá 20. ágúst til ágústloka varð jarðhrær-
inga vart víða á Suðvesturlandi, og voru kippirnir
snarpastir i Hveragerði. Jarðskjálftakippa varð aftur
vart á Suðvesturlandi 23. október.
Fjöldi krossnefja sást hér á landi. Blæösp fannst
í Egilsstaðaskógi og í Breiðdal, en hafði áður fundizt
í Fnjóskadal og Fáskrúðsfirði.
(74)