Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Síða 79
eink., 192% st., Ólafur I. Hannesson, II. eink. betri,
163 st., Sveinn Ragnarsson, II. eink. betri, 176 st.,
Örn Clausen, I. eink., 209% st.
í viðskiptafræði: Bjarni V. Magnússon, I. eink.,
290 st., María Sigurðardóttir, I. eink., 216% st.,
Richard Björgvinsson, I. eink., 236% st., Richard L.
Richardsson, I. einlc., 213% st., Þórhallur Hermanns-
son, I. eink., 238% st.
10 stúdentar luku fyrra hluta prófi í verkfræði.
Allmargir íslendingar luku prófi við erlenda há-
skóla. Aðalsteinn Jónsson frá Rvík lauk prófi í efna-
verkfræði við Stokkhólmsháskóla, Jón Hjálmarson
úr Lýtingsstaðahreppi lauk prófi í sagnfræði, ensku
og þýzku við Oslóarháskóla, Adda Bára Sigfúsdóttir
frá Rvik lauk prófi í veðurfræði, eðlisfræði og stærð-
fræði við Oslóarháskóla. Hulda H. Sigfúsdóttir frá
Rvík lauk prófi í bókavarðafræðum í Osló. Ingvar
Emilsson frá Rvik lauk prófi í haffræði við háskól-
ann í Björgvin. Jón Hafsteinn Jónsson frá Hafsteins-
stöðum i Skagafirði lauk prófi í stærðfræði og eðlis-
fræði við Hafnarháskóla. Sveinn Pálsson frá Rvik
lauk prófi í þýzku við háskólann i Nijmegen, Hol-
landi, Sölvi Eysteinsson frá Hvammstanga lauk M-A-
prófi i ensku við háskólann í Manchester, Loftur J.
Guðbjartsson lauk prófi i spænsku og hagfræði við
háskólann i Leeds. Páll S. Árdal frá Siglufirði lauk
prófi í heimspeki við liáskólann í Edinborg. Árið
1952 lauk Magnús Magnússon frá Rvík prófi i eðlis-
fræði við háskólann í Cambridge. Halldór Helgason
frá Rvik lauk prófi i matvælaiðnfræði við háskól-
ann í Oregon, Bandaríkjunum.
[Menn eru vinsamlega beðnir að senda árbókinni
upplýsingar um háskólapróf íslendinga erlendis á
undanförnum árum.]
12. desember varði Guðni Jónsson skólastjóri
doktorsritgerð við Háskóla íslands. Fjallaði hún um
búendur og bólstaði í Stokkseyrarhreppi.
(77)