Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Side 80
14. desember varSi Jóliannes Nordal doktorsrit-
gerð við Lundúnaháskóla, cn hann lauk embættis-
prófi í hagfræði við þann háskóla árið 1950. Fjallaði
doktorsritgerð hans um brevtingar á stéttaskiptingu
á íslandi frá því í lok 18. aldar. Svanhildur Jóns-
dóttir hlaut verðlaunapening frá Hafnarháskóla fyrir
ritgerð um íslenzka gamburmosann.
130 stúdentar útskrifuðust úr Menntaskólanum í
Revkjavík. Hæstu cinkunn hlaut Gústa I. Siguröar-
dóttir, ágætiseinkunn, 9,18. Úr Menntaskólanum á
Akureyri útskrifuðust 05 stúdentar. Hæstu einkunn
hlaut Maja Sigurðardóttir, I. eink., 7,40 (eftir Örsteds
einkunnastiga). Úr Verzlunarskólanum í Rvik út-
skrifuðust 16 stúdentar. Hæstu einkunn hlaut Örn
Arnar, I. eink., 7,31 (eftir Örsteds einkunnastiga).
Undanfarin ár hafði menntaskólakennsla farið fram
á Laugarvatni. Nýr menntaskóli var stofnaður þar
(12. apr.), en hann útskrifaði ekki stúdenta á árinu.
Miðskólaprófi (landsprófi) luku 396 nemendur.
Af þeim hlutu 283 þá cinkunn, sení krafizt er til inn-
göngu í mennta- og kennaraskóla. Hæsta einkunn
hlaut Ásgeir Sigurðsson (frá Reykjum, Lundarreykja-
dal) í Reykholtsskóla, ágætiseinkunn, 9,43.
Samgöngur. Flugsaingöngur voru greiðar, bæði
innanlands og til útlanda. Loftleiðir hófu flugferðir
til Hamborgar. Unnið var að því að koma upp ný-
tízku radióvitakerfi til örvggis við flugþjónustu hér
á landi, og veitti Alþjóðaflugmálastofnunin aðstoð
til þess. Hafa verið reistir radióvitar á Löngumýri,
Sjávarborg, Hofsósi, Hjaltevri, Akureyri, Egilsstöð-
um, Ásgrímsstöðum á Hcraði og i Vestmannaeyjum.
Hafinn var undirbúningur að byggingu radíóvita á
Hornafirði, ísafirði og Blönduósi. Líflömb voru flutt
loftleiðis úr Öræfum til Suðurlands. Flugdagur ásamt
flugsýningu var haldinn i Rvík 20. september.
Strandferðir voru með svipuðum hætti og áður.
Gagnger viðgerð fór fram á varðskipinu „Þór“. Sigl-
(78)