Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Side 84
lega á veiðisvæðinu. Síldaraflinn við Norður- og
Austurland um sumarið var 41 000 tonn. í bræðslu
fóru 119 000 mál (árið áður 27 000), saltað var í
175 000 tunnur (árið áður 46 000), i frystingu fóru
8 900 tunnur árið áður 7 400). Reknetjaveiðar á
djúpmiðum austur af íslandi gengu verr en árið áður.
Síldveiði við Suðvesturland um haustið var dágóð,
en sumt af sildinni var smátt og horað og óhæft
til söltunar. Heildarafli á sildveiðum við Suðvestur-
land var 27 000 tonn (árið áður 21 000). Af þvi
fóru i bræðslu 66 500 mál (árið áður 29 000), i
söltun 56 400 tunnur (árið áður 70 500), í fryst-
ingu 104 000 tunnur (árið áður 74 000). 28 000
mál veiddust á Grundarfirði i nóvember, og stóð
sú veiðihrota i rúmlega hálfan mánuð.
Rauðmagaveiði var óvenjumikil. Laxveiði var í
lakara lagi. 20 000 laxaseiðum frá klakstöðinni i
Laxalóni var sleppt í Eyjafjarðará. Gerðar voru til-
raunir með álaveiðar. Hvalveiðar gengu vel. Alls
veiddust 332 hvalir (árið áður 265). Langflestir
hvalirnir voru langreyðar eða sandreyðar. Háhyrn-
ingar ollu enn tjóni á vciðarfærum við Suðvestur-
land. Voru háhyrningaveiðar nokkuð stundaðar af
Keflavíkurbátum. Humraveiðar voru stundaðar af
nokkrum bátum við Suðvesturland, og var aflinn
lagður í frystihús í Höfnum. Rækjaveiðar voru stund-
aðar frá Vestfjörðum, aðallega ísafirði og Bildudal.
Freðfiskur var fluttur út fyrir 210.3 millj. kr. (árið
áður 171.8 millj. kr.), óverkaður saltfiskur fvrir
100.3 millj. kr. (árið áður 153.5 millj. kr.), saltsild
fyrir 73.1 millj. kr. (árið áður 44.9 millj. kr.), harð-
fiskur fyrir 64.7 millj. kr. (árið áður 19.6 millj. kr.),
þurrkaður saltfiskur fyrir 61.6 millj. kr. (árið áður
33.8 millj. kr.), þorskalýsi fyrir 45.6 millj. kr. (árið
áður 33.3 millj. kr.), fiskmjöl fyrir 35.7 millj. kr.
(árið áður 32.4 millj. kr.), síldarlýsi fyrir 12.3 millj.
kr. (árið áður 6.8 millj. kr.), freðsild fyrir 10.2 millj.
(82)