Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Page 90
FáskrúSsfirSi. Mildar hafnabætur voru gerSar á
SuSurnesjum, og nokkuS var unniS aS landshöfn-
inni á Rifi. DýpkuS var siglingaleiSin inn á ísa-
fjarSarliöfn. Yitar voru byggSir viS Skaftárós, á
Hrollaúgséyjum og á Landahóli i StöSvarfirSi.
NokkuS kvaS aS framkvæmdum i simamálum.
Voru notendasímalínur lagSar á allmarga sveitabæi,
t. d. á bæi í efri hluta Jökuldals og Hrafnkelsdal.
Talsvert var um jarSsímalagnir. Var t. d. lagSur
jarSsími frá Djúpadal aS Þjórsá og unniS aS jarS-
símalögn milli Þjórsár og Selfoss. JarSsimi var og
lagSur frá Skiidi i Heigafellssveit til Stykkishólms
og um þorpiS á Flateyri. MildS var unnið aS endur-
bótum á flugvitakerfi landsins.
Talsvert var unnið að lagningu rafveitulína. Ný
háspennulína var lögð frá Sogsvirkjuninni til Rvík-
ur. Ný lina var og lögð frá ElliðaárstöSinni til
Hafnarfjarðar. Rafmagn frá Sogsvirkjuninni var
leitt á allmarga bæi í Gaulverjabæjarhreppi og víSar
á SuSurlandi. Rafmagn frá Andakílsárvirkjun var
lagt á nokkra bæi í Reykholtsdal. Línur voru lagðar
frá hinum nýju virkjunum á Vesturlandi, Fossár-
virkjun og Þverárvirkjun. Rafveitulínunni til Dal-
víkur var lokið, og rafmagn frá Laxárvirkjun var
leitt á nokkra bæi í Aðaldal. Frá Neskaupstað var
lögð rafveitulína á bæi inni i Norðfjarðarsveit. Undir-
búnar voru nýjar framkvæmdir í raforkumálum.
Viða um land var unnið að vegagerð og viðhaldi
vega á líkan hátt og að undanförnu. Talsvert kvað
og að brúasmíðum. Nýja brúin á Jökulsá i Lóni
var vígð 26. júlí. Göngubrú var gerð á Jökulsá í
Lóni inni við Kollumúla. Jökulsá á Dal var brúuð
hjá Rrú, svo að akfært varð í Hrafnkelsdal. Brúin á
Jökulsá á Dal hjá Hákonarstöðum var endurbætt.
Fullgerð var ný brú á Glerá hjá Akureyri. Meðal
annarra áa, sem brúaðar voru, voru Svínadalsá í
Kjós, Hvolsá í Saurbæ, Jökulkvísl á Álftaversafrétti
(88)