Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Page 94
numið 630 millj. kr. ísland fékk enn framlög frá
Alþjóðabankanum. — IðnaSarbanki íslands tók til
starfa á árinu, og unnið var að stofnun Framkvæmda-
banka íslands. Fjárhagsráð var lagt niður i árslok,
en stofnuð var þá innflutningsskrifstofa, er tók við
þeim verkefnum ráðsins, er enn voru í gildi. Stofnuð
voru neytendasamtök í Rvik, og opnuðu þau upplýs-
ingaskrifstofu. Vísitala framfærslukostnaðar var 157
stig i ársbyrjun, en 158 stig i árslok.
[Ýmsar af tölunum um búnað, útveg og verzlun
eru bráðabirgðatölur, er kunna að breytast lítið eitt,
þegar endanlegar skýrslur eru fyrir hendi.
Vinnumarkaður. Nokkurs atvinnuleysis varð vart
i sumum kaupstöðum og kauptúnum. Fjöldi fólks
víðs vegar af landinu fór í atvinnuleit til Suðvestur-
lands, einkum Keflavíkurflugvallar, en þar fékk
margt manna atvinnu. Hinar nýju virkjanir og bygg-
ing áburðarverksmiðjunnar veittu og mörgum at-
vinnu. Nokkrar fjölskyldur fluttust af landi brott i
atvinnuleit, einkum til Kanada.
Litið kvað að verkföllum á árinu. Verkfalli tré-
smiða í Rvík, sem hófst 4. des. 1952 lauk 5. jan.
1953. 1. jan. hófst verkfall sjómanna á fiskibátum í
Rvík og Hafnarfirði, og stóð það til 21. janúar.
Ólafur Hansson.
(92)