Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Page 102
orðinn fastur í biskupssessi hefur hann bráðlega
farið að safna handritum handa sjálfum sér. Og hann
er fyrsti maðurinn sem setur fram ákveðnar hug-
myndir um útgáfu íslenzkra fornrita. Úr því varð
þó ekkert, því að Þorlákur biskup Skúlason reis til
andstöðu gegn því að Brynjólfur fengi að setja á
stofn prentsmiðju í Skálholti, þar sem hann hafði
œtlað sér að prenta íslenzk fornrit. Brynjóifur virð-
ist því hafa misst alla von um að geta komið islenzk-
um handritum á prent sjálfur, en siðar gerði hann
tilraunir til að vekja áhuga danskra fræðimanna á
því að fá handritin gefin út. Má telja vafalaust að
handritasendingar hans til Danmerkur síðar meir
hafi að nokkru staðið í sambandi við þær vonir
lians að takast mætti að koma þeim þar á prent.
Þetta var ekki með öllu út i loftið, þvi að konungur
hafði boðið Brynjólfi, um leið og honum var neitað
um prentsmiðjuleyfið, að koma einn vetrartima til
Hafnar til þess að setja af stað útgáfustarfsemi, eða
þá að búa handrit til prentunar og senda þau til
Hafnar til þess að fá þau gefin út. Brynjólfur sá sér
ekki fært að taka þessu boði, sem ekki var von, því
að einn vetur hefði hrokkið skammt til þess að
koma fótum undir útgáfustarfsemi.
Þetta konungsbréf hefur vafalaust verið runnið
undan rifjum Worms, en til hans hafði Brynjólfur
leitað í prentsmiðjumálinu. En Friðrik III, sem nú
hafði nýlega tekið við völdum, hafði nokkurn áhuga
á fræðimennsku og lagði grundvöllinn að bókasafni
konungs. Hann tók því brátt að leita eftir íslenzkum
handritum i safn sitt. Fyrsta skrefið var sendiför
Þórarins Eirikssonar til íslands 1656. Hann hafði
hlaupizt úr prestsembætti út af barneignarmála-
stappi, og virðist auk þess hafa verið býsna drykk-
felldur og hálfgerður vandræðagepill. Með einhverj-
um liætti komst hann inn undir hjá konungi og var
sendur til íslands með konungsbréf um að safna
(100)